Fréttablaðið - 01.02.2010, Side 12
1. febrúar 2010 MÁNUDAGUR
50% afsláttur
fyrir Ringjara.
Við sendum
tilboð beint
í símann.
Tilboð dagsins:
Tilboð dagsins:
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
0
5
6
2
Gott 1
MMS tilboð hjá Ring – ekki klippa þennan miða út
50% afsláttur af lítilli pizzu
með 2 áleggstegundum.
Gildir í dag mánudag
Domino's
50%
afsláttur
Lítil pizza m.
2 áleggsteg.
Gott 2
MMS tilboð hjá Ring – ekki klippa þennan miða út
50% afsláttur af matseðli.
Gos er ekki innifalið í tilboði.
Gildir í dag mánudag
Serrano
50%
afsláttur
af máltíð
fyrir einn
Ringjarar fara inn á ring.is
og óska eftir að fá MMS með
tilboðum send í símann.
Ringja
rar get
a
sent S
MS me
ð
textan
um
domin
os
í 1905
til að f
á MMS
miða
Ringja
rar get
a
sent S
MS me
ð
textan
um
serran
o
í 1905
til að f
á MMS
miða
KJARAMÁL Eldri borgarar í Kópa-
vogi mótmæla harðlega þeirri
ákvörðun sveitarfélagsins að
afnema gjaldfrelsi eldri borgara í
sundlaugar bæjarins. Hefur félag
þeirra sent bæjarstjórn Kópavogs
bréf þessa efnis.
Félagið telur að um aðför að
kjörum þeirra sé að ræða og er
þess krafist að gjaldskyldan verði
felld niður. Kemur fram að Kópa-
vogur verður eina bæjarfélagið á
höfuðborgarsvæðinu þar sem eldri
borgarar þurfa að greiða fyrir
sundferðir.
Í bréfinu er bent á mikilvægi
þess fyrir eldri borgara að geta
stundað sund sér til heilsubótar.
Gjaldfrelsi sé sameiginlegt hags-
munamál allra þegar horft er í að
umönnunarkostnaður bæjarins sé
líklegur til að hækka.
Gunnsteinn Sigurðsson, bæjar-
stjóri Kópavogs, segir að ákvörð-
un bæjarstjórnar um gjaldtökuna
verði ekki breytt. Sveitarfélagið
hafi þurft að taka margar erfið-
ar ákvarðanir við gerð fjárhags-
áætlunar og þetta sé ein þeirra.
Fulltrúar allra flokka standa að
henni en við þær aðstæður sem nú
ríkja verði að taka strangara til-
lit til forgangsröðunar en í góðæri.
Niðurgreiðsla til 67 ára og eldri,
sem hefur lengi tíðkast í Kópa-
vogi, hefur numið um sjö milljón-
um króna á ári. - shá
Eldri borgarar í Kópavogi gagnrýna bæjarstjórn fyrir að rýra kjör þeirra:
Mótmæla afnámi gjaldfrelsis
HERRAMENN Íslendingar á öllum aldri
sækja sundlaugar um allt land. Myndin
tengist ekki fréttinni beint.
FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
IÐNAÐUR Rammasamningur milli
Akureyrarbæjar og Strokks Energy
ehf. var undirritaður á Akureyri í
síðustu viku. Samningurinn kveður
á um að koma á fót koltrefjaverk-
smiðju á Akureyri, fyrstu sinnar
tegundar á landinu. Akureyrarbær
leggur til lóð á Rangárvöllum við
rætur Hlíðarfjalls, nálægt höfuð-
stöðvum Norðurorku.
Staðsetning verksmiðjunnar
býður upp á endurnýtingu met-
angass sem unnið verður úr sorp-
haugum Akureyrar á Glerárdal og
sýna mælingar fram á að þaðan sé
hægt að vinna nægilegt magn gass
til verksmiðjunnar næstu tuttugu
árin. „Þetta er besta staðsetning
til stóriðju af þessu tagi á landinu,“
segir Eyþór Arnalds, framkvæmda-
stjóri Strokks. „Þetta er vissulega
stórt og mikið verkefni, en það er
mikilvægt að gera Ísland að áhuga-
verðum fjárfestingarkosti að nýju
fyrir erlenda aðila.“
Enn er ekki komin kostnaðar-
áætlun fyrir verkefnið, en gróflega
er reiknað með 10 milljörðum króna
í þróunarvinnu og framkvæmd
verksmiðjunnar. „Þetta er spenn-
andi verkefni og mikilvægt fyrir
Akureyrarbæ að auka fjölbreytni
og framboð á vinnumarkaðnum,“
segir Hermann J. Tómasson, bæj-
arstjóri Akureyrar, en verksmiðjan
gæti skapað hátt í 100 störf. -sv
Undirritun rammasamnings um byggingu koltrefjaverksmiðju á Akureyri:
10 milljarðar í þróun og framkvæmd
SAMIÐ UM VERKSMIÐJUNA Hermann J.
Tómasson bæjarstjóri og Eyþór Arnalds,
framkvæmdastjóri Strokks Energy,
undirrita rammasamning um byggingu
koltrefjaverksmiðju á Akureyri
FRÉTTABLAÐIÐ/SUNNA
SAMGÖNGUR „Heildarmarkmið áætl-
unarinnar er að gera Reykjavík að
framúrskarandi góðri hjólaborg,“
segir Gísli Marteinn Baldursson,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks
og formaður starfshóps um hjól-
reiðaáætlun sem samþykkt hefur
verið í borgarstjórn. „Reykjavík
hefur mjög margt til þess að bera
að verða góð hjólaborg,“ segir Gísli
sem bendir á til
dæmis að borg-
in sé ekki mjög
hæðótt, auðvelt
sé að ferðast
meðfram strönd
hennar, götur
séu tiltölulega
breiðar sem gefi
svigrúm til að
bæta við hjóla-
stígum og veður-
far sé gott fyrir hjólreiðafólk meiri-
hluta ársins.
Hjólreiðaáætlunin er ekki komin
í formlegt ferli þannig að ekki hefur
verið lagt mat á kostnað við gerð
hjólastíga. Gísli Marteinn bend-
ir hins vegar á að kostnaður við að
leggja hjólastíg sé brotabrot af lagn-
ingu vega og takist það markmið að
fá fleiri Reykvíkinga á hjólhestinn
í stað bifreiða þá verði minna slit á
vegum borgarinnar.
Ýmsar athyglisverðar upplýsingar
og tölur er að finna í áætluninni. Til
að mynda kemur þar fram að heild-
arkostnaður vegna reksturs hjóls á
ári hverju teljast vera 9.000 krónur.
Heildarkostnaður vegna reksturs
bíls er 900.000 þúsund, munurinn
eru 891.000 krónur. Bent er á að ef
að tíu prósent aukning verði á hjól-
reiðum á kostnað ökuferða sparist
níu milljarðar í rekstrarkostnaði
reykvískra heimila.
Gísil Marteinn segir kannan-
ir hafa leitt í ljós að Reykvíkingar
hafi áhuga á að bæta aðstöðu til hjól-
reiða í borginni. „Af því yrði heil-
brigðislegur ávinningur, því hjóla-
túr á hverjum degi skilar sér í betri
heilsu. Auk þess sparast peningar,
bæði í rekstri heimila og borgar-
innar vegna minna slits á vegum.
Mengun verður einnig umtalsvert
minni.“
Í áætluninni eru settar fram
hugmyndir um nýjar hjólaleiðir í
Reykjavík. Markmiðið er að tengja
úthverfin betur kjarna borgarinnar,
til dæmis með brú yfir Elliðaárósa
svo dæmi séu tekin auk þess sem
þétta á net hjólastíga innan kjarna
Reykjavíkur. Sem dæmi um það er
hjólreiðastígur frá Laugardalnum,
um Sundlaugarveg, Borgartún og
Skúlagötu, niður í miðbæ Reykja-
víkur.
„Þessi leið er þægileg og myndi
tengja saman útivistarsvæðið í
Laugardal við miðbæinn,“ segir
Gísli Marteinn sem segir að þessi
stígur sé ekki flókinn í framkvæmd
og því raunhæfur möguleiki á næst-
unni. sigridur@frettabladid.is
Reykjavík verði gerð
að alvöru hjólaborg
Samkvæmt hjólreiðaáætlun sem samþykkt hefur verið í borgarstjórn á að
fimmfalda hjólaleiðir í Reykjavík á næstu fimm árum. Milljarðar sparast ef
hjólið verður fyrir valinu í stað bílsins, segir í áætlun starfshóps borgarinnar.
■ Eknar ferðir Reykvíkinga eru um
það bil 500.000 á dag.
■ Meðallengd allra ferða er 3,23 km
og eru 76 prósent þessara ferða
farnar akandi.
■ Flytjist 10 prósent ökuferða yfir
á hjól fækkar eknum ferðum í
borginni um 50.000 km á dag.
■ Miðað við að meðallengd hjóla-
ferðar sé 2 km (eknar vegalengdir
eru að jafnaði lengri) sparast um
100.000 eknir km á dag á götum
borgarinnar.
■ Samfélagið myndi hagnast um
4,7 milljónir króna á dag eða
1.700 milljónir á ári við þessa
breytingu á ferðamáta. Sparnaður
í útblæstri koltvísýrings væri að
sama skapi 20 tonn á dag eða
730 tonn á ári.
*ÚR HJÓLABORGIN REYKJAVÍK, HJÓLREIÐAÁÆTLUN
REYKJAVÍKURBORGAR.
MILLJARÐA SPARNAÐUR*
FRAMTÍÐARSÝN Á myndinni má sjá
Borgartúnið eftir að sérstakur hjólastígur
hefur verið lagður við hlið akbrautar.
Þannig stígur myndi til dæmis gera
hjólið álitlegan valkost í hádegishléi
starfsmanna sem vinna í Borgartúninu
og ætla að skreppa í bæinn í hádeginu,
bendir Gísli Marteinn á.
GÍSLI MARTEINN
BALDURSSON