Fréttablaðið - 01.02.2010, Qupperneq 20
1. FEBRÚAR 2010 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald
Norskur drekastíll og dyraum-
búnaður að hætti Lúðvíks 16,
ásamt íslenskri gullhönnun
á húsgögnum er meðal þess
sem prýðir móttökuhús borg-
arinnar, Höfða, sem nýbúið er
að taka í gegn eftir bruna.
Höfði hefur sett svip á Reykja-
vík í hundrað ár. Það var einmitt
rétt eftir aldarafmælisveisluna 25.
september síðastliðinn sem eldur
varð laus uppi í rjáfri í norðvest-
urhorninu og olli miklum skemmd-
um. Þremur mánuðum síðar var þó
viðgerðum lokið og Höfði orðinn
glæsilegri en nokkru sinni fyrr,
nýmálaður að innan og með pússuð
parketgólf. Vilhjálmur Vilhjálms-
son, forseti borgarstjórnar, er afar
ánægður með endurbæturnar.
„Þetta eru völundar,“ segir hann
um iðnaðarmennina sem að þeim
unnu. Að hans sögn var samband
haft við fyrirtækið sem hannaði
húsið í upphafi, Strömmens Træv-
are fabrik í Noregi, og fengnar
þaðan náttúrulegar steinskífur á
hluta þaksins, af sama tagi og þær
sem fyrir voru. Nú eru þrjár kyn-
slóðir slíkra hellna á þakinu. Þær
elstu frá 1909, aðrar frá 1967 og
svo þessar nýju.
Höfði á merka sögu. Frakk-
ar byggðu húsið fyrir ræðismann
sinn, Brillouin, sem stundum var
kallaður Brellujón. Þá gekk það
undir nafninu Konsúlshúsið á Fé-
lagstúni. Einar Benediktsson gaf
því nafnið Héðinshöfði er hann
bjó þar um nokkurra ára skeið.
Páll Einarsson, fyrsti borgar-
stjóri Reykjavíkur, er á íbúaskrá
hússins og einnig Matthías Einars-
son, læknir á franska spítalanum
og Landakotsspítala. Kannski hafa
listamannsdraumar Louisu dótt-
ur hans vaknað er hún horfði út
yfir sundin og til fjallanna hand-
an þeirra.
Mörgum tignum gestum hefur
verið fagnað í Höfða. Má þar nefna
Winston Churchill, forsætisráð-
herra Bretlands, Marlene Dietr-
ich, söng- og leikkonu, og þjóðhöfð-
ingjana Margréti Danadrottningu,
Ólaf Noregskonung og Elísabetu
Englandsdrottningu. Ekkert hefur
þó komið Höfða eins rækilega á
kortið og leiðtogafundur Ronalds
Reagan og Mikhails Gorbatsjov í
október 1986, enda er herberginu
sem þeir sátu í haldið í nákvæm-
lega sömu skorðum. Þar njóta gull-
verðlaunastólarnir, Höfðingjarn-
ir eftir Gunnar Guðmundsson hús-
gagnaarkitekt, sín vel og þeir hafa
borið nafn með rentu. - gun
Hið höfðinglega hús
Hér sátu leiðtogar stórveldanna í íslenskum stólum og sömdu um að bæta samskiptin.
Útskornar víkingasúlur prýða anddyrið.
Í kjallaranum. Þar sátu rússnesku blaðamennirnir meðan á leiðtogafundinum stóð
og horfðu hugfangnir á Tomma og Jenna.
Höfði er hundrað ára gamalt hús og hefur aldrei verið fallegri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Nýju steinskífurnar frá Noregi.
Milli franskra glugga, undir voldugum loftbitum, eru myndir af frægum gestum.
Gunnar Guðmundsson sérsmíðaði hús-
gögn fyrir Höfða 1967.
Listasafn Reykjavíkur hefur lánað mál-
verk á veggina.
Í stofunni sem leiðtogafundur-
inn var haldinn í er allt sem áður.
Málverkið er eftir Louisu Matthí-
asdóttur, fyrrum íbúa hússins.
Móttökusalur borgarinnar er búinn húsgögnum eftir Þór-
dísi Zoëga. Gólfin eru eins og ný þrátt fyrir vatnsaga sem á
þeim var eftir brunann. Háglanslakk var þeim til varnar og
því dugði að pússa þau og lakka aftur með hálfmöttu lakki.