Fréttablaðið - 01.02.2010, Page 21
FASTEIGNIR.IS
1. FEBRÚAR 20105. TBL.
Valhöll fasteignasala hefur til
sölu fallegt og virðulegt ein-
býlishús á einstökum stað við
Fischersund 3 í Grjótaþorpinu.
Húsið í Fischersundi 3 í Grjóta-
þorpinu á horninu á Fischer-
sundi og Mjóstræti var byggt
árið 1874 og stækkað 1875. Húsið
er nokkurs konar einingahús á
steyptum og hlöðnum grunni og
var flutt inn frá Noregi. Þaðan
kemur nafn hússins, Norska bak-
aríið, enda þótt Frederiksen bak-
ari sem byggði húsið hafi verið
danskur. Upphaflega var bakarí
í kjallara hússins og brauðsalan
á fyrstu hæð en bakarinn og fjöl-
skylda hans og þjónustulið bjuggu
á fyrstu hæð og í risinu.
Um 1995 keyptu hjónin Sólveig
Eggertsdóttir og Þráinn Bert-
elsson húsið sem var þá í mikilli
niðurníðslu, einkum innanhúss.
Burðarviðir hússins reyndust í
mjög góðu ástandi enda var vel til
þeirra vandað í upphafi. Húsið var
síðan endurnýjað í hólf og gólf.
Magnús Skúlason arkitekt, fyrr-
um formaður húsafriðunarnefnd-
ar, hafði yfirumsjón með endur-
gerð hússins sem tókst svo vel að
Reykjavíkurborg veitti Fischer-
sundi 3 viðurkenningu fyrir vel-
heppnaða endurbyggingu á gömlu
húsi.
Húsinu er skipt í tvær íbúðir.
Í kjallara er lítil ca 50 fm íbúð
sem er stofa með eldhúskrók og
sérsmíðaðri innréttingu, baðher-
bergi með innbyggðri þvottavél
og sturtu og tvö svefnherbergi.
Stærri íbúðin er á efri hæðunum
tveimur og auk þess er herbergi
og stór geymsla í kjallara. Á fystu
hæð er aðalinngangur og forstofa,
bókaherbergi, tvær samliggjandi
stofur, eldhús, búr/þvottahús og
gestasnyrting og auk þess bak-
dyrainngangur um verönd sunnan
megin við húsið. Í risinu er hjóna-
herbergi og tvö svefnherbergi og
baðherbergi og alrými fyrir sjón-
varp.
Sögufrægt hús í Grjótaþorpi
Fischersund 3 var byggt árið 1874, en var mikið endurnýjað upp úr 1995.
Auglýsingasími
– Mest lesið