Fréttablaðið - 01.02.2010, Page 34

Fréttablaðið - 01.02.2010, Page 34
18 1. febrúar 2010 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is KATRÍN JAKOBSDÓTTIR ER 34 ÁRA Í DAG. „Fari maður í pólitík er maður svolítið búinn að opna dyrn- ar fyrir því að fólk leyfi sér að segja ýmislegt við mann. Ég fæ reglulega athugasemd- ir frá ókunnugu fólki. Það er til dæmis sagt við mig að ég mætti brosa aðeins minna. Tala minna með höndunum.“ Katrín Jakobsdóttir er mennta- málaráðherra í ríkisstjórn Íslands og varaformaður Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs. Kvenfélagasamband Ísland var stofn- að hinn 1. febrúar árið 1930 en þá voru kvenfélög í landinu orðin fjölmörg og sambandið því hugsað sem samein- ingar- og samstarfsvettvangur þeirra. Í tilefni afmælisins hefur formanna- ráð Kvenfélagasambandsins einhliða lýst 1. febrúar ár hvert Dag kvenfé- lagskonunnar. „Kvenfélagasambandið hvetur allar kvenfélagskonur til að halda daginn hátíðlegan og landsmenn alla til að heiðra kvenfélagskonur þennan dag,“ segir Hildur Helga Gísladóttir, fram- kvæmdastjóri Kvenfélagasambands- ins, og bætir við að kvenfélög í land- inu séu sterkt afl og áhugi á þeim hafi aukist eftir efnahagshrunið. „Hlutverk Kvenfélagasambandsins er að stuðla að aukinni samvinnu allra kvenfélaga í landinu merð fundum, ráðstefnum, námskeiðum, útgáfu og ýmsum öðrum hætti og styðja við að- ildarfélög okkar. Einnig aðstoðum við konur sem langar að ganga í kvenfélag eða stofna slíkt,“ segir Hildur en aðild- arfélögin eru í dag um 200 talsins. Fyrsta kvenfélag landsins, Kvenfé- lag Rípurhrepps, var stofnað árið 1869, en kvenfélög sinna samfélagsmálum í sjálfboðastarfi og í dag skortir þau síður en svo verkefnin að sögn Hildar vegna ástandsins í þjóðfélaginu. „Kvenfélög hafa alltaf verið sterk og áorkað miklu fyrir samfélagið. Hér áður fyrr þegar ekki voru veitinga- hús eða skemmtistaðir sáu kvenfélög- in nánast um alla menningarstarfsemi sem fór fram á landsbyggðinni og öfl- uðu um leið fjár til þess að gefa samfé- laginu. Hlutverk kvenfélaganna hefur fyrst og fremst verið að sinna samfé- laginu og svo að veita konum félags- skap og efla kynni meðal kvenna. Stundum er sagt að ef þú gangir í kven- félag kynnist þú samfélaginu,“ segir Hildur. Kvenfélagasambandið hefur sinnt mörgum verkefnum. Nú eru í gangi námskeið um aukna hreyfingu og bætt mataræði og félagsmálanám- skeið í samstarfi við Ungmennafélag Íslands og Bændasamtök Íslands. Þá gefur Kvenfélagasambandið út tíma- ritið Húsfreyjuna og rekur einnig Leiðbeiningarstöð heimilanna. Kven- félagasamband Íslands er einnig í al- þjóðasamstarfi, til að mynda við Al- þjóðasamband dreifbýliskvenna. Opið hús verður í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum á Túngötu 14 í dag milli klukkan 17-19 þar sem boðið verð- ur upp á kaffi og kökur að gömlum ís- lenskum sið. Konur eru hvattar til að mæta og kynna sér störf kvenfélaga. „Aðalverkefni afmælisársins er svo húfuverkefni sem snýst um að kvenfé- lagskonur prjóna húfur sem allir ný- burar sem fæðast á Íslandi á afmæl- isárinu fá að gjöf. Allar húfurnar eru með kveðju frá Kvenfélagasambandinu þannig að um leið eru mæður í landinu minntar á starf kvenfélaga og þann fé- lagsskap sem hægt er að sækja þang- að.“ Hildur segir að gildin í landinu hafi breyst síðustu misserin. „Við finnum það vel hjá okkar samtökum. Það sem hefur virkað og virkar enn eru meðal annars kvenfélögin.“ juliam@frettabladid.is KVENFÉLAGASAMBAND ÍSLANDS: FAGNAR 80 ÁRA AFMÆLI Kvenfélög sinna samfélaginu HVETUR FÓLK TIL AÐ HALDA DAGINN HÁTÍÐLEGAN Hildur Helga Gísladóttir, framkvæmdastýra Kvenfélagasambands Íslands, hvetur fólk til að mæta á Hallveigarstaði í dag og kynna sér starf kvenfélaga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Á þessum árið 1947 var litkvikmynd Óskars Gísla- sonar, ljósmyndara og kvikmyndargerðarmanns, frumsýnd. Myndin bar heitið Reykjavík vorra daga og var yfirgripsmikil heimildarmynd um Reykja- vík, gerð í tilefni af 160 ára afmæli borgarinnar. Myndin var frumsýnd í tveimur hlutum, sá fyrri á þessum degi en ári síðar var seinni hlutinn sýnd- ur. Tökur á kvikmyndinni og vinnsla hafði staðið í tvö ár og þótti verkið marka tímamót í íslenskri kvikmyndagerð. Alþýðublaðið segir frá kvikmyndinni hinn 4. febrúar árið 1947 og er þar skrifað að Reykja- vík vorra daga verði eflaust „á komandi áratug- um, fyrir margra hluta sakir, talin merkileg heim- ilid og að Reykvíkingar munu oft skemmta sér við að sjá hana“. Myndin var frumsýnd í Tjarnarbíói og sáu 350 Reykvíkingar myndina. Þremur árum síðar, í mars 1950, var ein þekkt- asta mynd Óskars, Síðasti bærinn í dalnum, frumsýnd en hún var fyrsta leikna mynd Óskars í fullri lengd. Jafnframt samdi Jórunn Viðar tón- listina við myndina og var það í fyrsta skipti sem kvikmyndatónlist var samin á Íslandi við mynd í fullri lengd. Óskar var brautryðjandi í íslenskri kvikmynda- gerð en hann lést árið 1990, 89 ára að aldri. ÞETTA GERÐIST: 1. FEBRÚAR 1947 Heimildarmynd í lit um Reykjavík Fyrsti vorboðinn í Fjöl- skyldu- og húsdýra- garðinum leit dagsins ljós síðastliðinn mið- vikudag þegar grá- flekkótta huðnan Maðra bar hvítum geit- hafri, en geitburður mun aldrei hafa hafist eins snemma og nú. Maðra kom í garð- inn ásamt huðnunum Mjöll og Bót frá Möðru- dal á Fjöllum síðastlið- ið haust og fylgdi þessi laumufarþegi með. Kiðlingurinn litli hefur fengið nafnið Guðmundur og er nafnið sótt til þjálfara íslenska karlalandsliðsins í hand- knattleik. Bar litlum Guðmundi VORBOÐI Huðnan Maðra og geithafur- inn Guðmundur Guðmundsson. MERKISATBURÐIR 1864 Síðara Slésvíkurstríð- ið hefst þegar þýskir her- menn halda yfir landa- mærin inn í Slésvík sem þá tilheyra Danmörku. 1904 Hannes Hafstein verð- ur fyrsti ráðherra Íslands með búsetu á Íslandi. 1918 Rússland tekur upp greg- oríska tímatalið. 1935 Áfengisbann er fellt úr gildi á Íslandi. Bannið hafði staðið í tuttugu ár og einn mánuð, eða frá 1. janúar 1915. 1948 Ríkisútvarpið hefur stutt- bylgjusendingar fyrir Ís- lendinga erlendis. 1977 Síðasta mjólkurbúðin í Reykjavík er lögð niður. 2003 Þórólfur Árnason tekur við sem borgarstjóri Reykja- víkurborgar. AFMÆLI ERLA HENDR- IKSDÓTTIR fyrrum fyrirliði landsliðs kvenna í fótbolta er 33 ára. LISA MARIE PRESLEY leik- og söngkona er 42 ára. BIG BOI tón- listarmaður er 35 ára. MICHAEL C. HALL leikari er 39 ára. Ljósmyndasýningin Íslendingar verð- ur opnuð í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu nú á miðvikudaginn, 3. febrúar. Á henni er úrval mynda úr samnefndri bók eftir þau Unni Jök- ulsdóttur rithöfund og Sigurgeir Sig- urjónsson ljósmyndara sem kom út árið 2004. Bókin var gefin út á fjór- um tungumálum: íslensku, ensku, þýsku og frönsku, og hefur hlotið góðar viðtökur, bæði hér á landi og erlendis. Unnur og Sigurgeir einsettu sér að fanga þjóðarsálina í myndum og texta. Þau ferðuðust vítt og breitt um landið í tvö ár, heimsóttu fólk sem umhverfið hafði mótað og meitlað og var fasttengt landinu og náttúr- unni. Þetta fólk fangaði hugi þeirra og varð þeirra viðfangsefni bæði í máli og myndum. Sýningin stendur frá 3. febrúar til 16. janúar 2011 og verður opin alla daga frá klukkan 11 til 17. Hún var áður sýnd á frönsku hátíðinni Les Boréales – Un festival en Nord. - gun Vildu fanga þjóðarsálina ÞJÓÐARSÁLIN Í MÁLI OG MYNDUM Sýningin Íslendingar verður opin í ár. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Jóhann Vilhjálmsson prentari, Ægisíðu 78, Reykjavík, andaðist á Borgarspítalanum sunnudaginn 24. janúar. Útförin fer fram frá Neskirkju, miðvikudaginn 3. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið – endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Margrét Ólafsdóttir Vilhjálmur Svan Jóhannsson Sesselja R. Henningsdóttir Valgerður Jóhannsdóttir Jakob H. Magnússon Ólafur Jóhannsson Helga Sigurðardóttir Laufey Jóhannsdóttir Jan B. Thomsen Þráinn Jóhannsson Erna Andreassen barnabörn og barnabarnabörn. Fréttablaðið býður nú upp á birtingu æviminninga á tímamótasíðum blaðsins. Hafið samband í síma 512 5490-512 5495 eða sendið fyrirspurnir á netfangið timamot@frettabladid.is Æviminning Gísli Eirík ur Helgaso n Laugateigi 7 2, Reykjavík Gísli Eirík ur Helgaso n fæddist í Reykjavík 1. janúar 1 931. Hann lést á Hraf nistu í Ha fnarfirði 1 2. janúar síð astliðinn. Foreldrar hans voru Guðr ún Jónsdót tir frá Þing eyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og H elgi Gíslason fr á Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eirík ur bjó fyrs tu æviár sí n í Reykjavík en fluttist eftir það v estur til Ísafjarð ar með for eldrum sín um og systkin um. Systkini G ísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigrí ður Ása, f. 1936 og G uðmundur , f. 1941. Eiginkona Gísla Eirí ks er Marg rét Magnú sdóttir hjú kr- unarfræði ngur, f. 4. apríl 1937 . Þau geng u í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eirí ks og Marg rétar eru: 1) Magnús kennari, f . 1.5. 1972 , kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttu r kennara, f. 30.11. 1 971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn J óhann, f. 2 0.1. 1999. 2) Helgi tæ knifræðin gur, f. 18.6 . 1975, í sa mbúð með Jórunni Dr öfn Ólafsdó ttur leiksk ólakennar a, f. 15.2. 1975. Þeir ra dóttir e r Þórunn Á sta, f. 24.12 . 2001. 3) Guðrún læ knir, f. 14. 11. 1979, í sambúð m eð Þór Halldórssy ni stjórnm álafræðing i, f. 6.6. 19 80. Gísli Eirík ur lauk sk yldunámi á Ísafirði e n hélt suð ur til Reykjav íkur 17 ára gamall til að nema h úsasmíði. Húsasmíð ar urðu æv istarf hans . Framan a f starfsæv- inni vann hann á Tré smíðaverk stæðinu Fu ru en eftir að hafa fengi ð meistara réttindi í i ðn sinni st ofnaði han n sitt eigið f yrirtæki, G ísli, Eiríku r, Helgi, se m hann át ti og rak þar til fyrir fá einum áru m. Stangveið i var aðalá hugamál G ísla Eiríks alla tíð og sinnti h ann meða l annars tr únaðarstö rfum fyrir Stangveið ifélag Reyk javíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskir kju. G 1 s gason æddist í Hann firði 12. drar hans Þingeyri , og Helgi5, d. 1970. ár sín í að ve tur m sínum ur, f. úkr- u: u ð ur ð Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar 1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum. Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941. Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru: 1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999. 2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2. 1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3) Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980. Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði. Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv- inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti og rak þar til fyrir fáeinum árum. Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.