Fréttablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 18
Veðraskjól eru falleg, handprjónuð eyrnaskjól sem Guðrún Þorkels- dóttir kennari prjónar og selur. Eyrnaskjólin hafa vakið mikla lukku og að sögn Guðrúnar hefur hún varla við að afgreiða þær pant- anir sem henni berast. „Hugmyndin kviknaði þegar ég var að prjóna eyrnaskjól fyrir stelpurnar mínar fyrir veturinn. Vinkonur þeirra vildu margar hverjar fá eins eyrnaskjól og ég ákvað að selja þau og láta pening- inn renna í ferðasjóð dætra minna, en þær eru að fara út með íþrótta- liði sínu í byrjun apríl,“ útskýrir Guðrún. Eyrnaskjólin slógu ræki- lega í gegn og situr Guðrún nú sveitt við prjónaskapinn. Aðspurð segist hún hafa prjónað um átta- tíu eyrnaskjól á síðustu tveim- ur vikum og nýjar pantanir bæt- ast við dag hvern. „Ég geri lítið annað þessa dagana en að kenna og prjóna. Ég sit fyrir framan sjón- varpið á kvöldin og prjóna, þetta er mjög afslappandi handavinna og prjónaskapurinn reddaði mér í gegnum Evrópumótið í handbolta, án hans hefði ég líklega farið yfir um af spenningi.“ Guðrún segist hafa prjónað frá því hún var barn og eignað- ist sína fyrstu saumavél aðeins tíu ára gömul. Móðir hennar starf- aði sem saumakona og því mætti segja að saumaskapurinn sé Guð- rúnu í blóði borinn. Veðraskjólin hafa fengið talsverða umfjöllun undanfarið meðal annars í tísku- bloggi, útvarpi og í sjónvarpi. „Ég setti mér markmið í upphafi og það var að reyna að selja hundr- að eyrnaskjól. Ég hef næstum náð því markmiði, eftir það kem ég kannski með aðrar útfærslur og nýjar hugmyndir. Þetta er aðal- lega spurning um tíma, þetta er svo tímafrekt,“ segir Guðrún og hlær. sara@frettabladid.is Situr sveitt við prjónaskapinn Guðrún Þorkelsdóttir kennari prjónar falleg eyrnaskjól sem slegið hafa í gegn. Eyrnaskjólin eru úr íslenskum lopa og kallast Veðraskjól. Guðrún hefur prjónað um áttatíu eyrnaskjól á tveimur vikum. Eyrnaskjólin, sem Guðrún Þorkelsdóttir kennari prjónar, hafa slegið í gegn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMKúl borðskraut KÚLAN ER PRÝÐILEGUR HNÍFAPARASTANDUR SEM BÝÐUR UPP Á SMÁ TILBREYTINGU FRÁ KLASSÍSKRI UPPRÖÐUN Á ÁHÖLDUM, AUK ÞESS AÐ VERA BORÐSKRAUT Í SJÁLFU SÉR. Kúlan er eftir íslenska hönnuðinn Ólöfu Maríu Ólafsdóttur sem býr í Svíþjóð en framleiðir undir merkinu Mary og hægt er að fræðast um á mary.is Þar er mælt með því að hafa kúlur með hnífapörum á miðju borði þannig að hver og einn matargestur geti nálgast þau. Kúlan er úr keramiki og er bæði til í svörtu og hvítu. Hún fæst líka með mismun- andi mörgum götum og fyrir utan að vera hnífaparastandur er sem best hægt að stinga í hana sleifum eða öðrum búsáhöldum. Kúlan fæst í Kokku og kostar 7.500 krónur. - gun Franska fyrirtækið Fubiz sem heldur úti vefsíðunni www.fubiz.net fær marg- ar góðar hugmyndir. Ein þeirra er að útbúa pappírsramma, sem líkjast helst útflúruðum römmum utan um málverk í konunglegum köstulum, og hægt er að smella á hliðarspegla á bílum. Þannig fær ökumaðurinn allt aðra og konunglegri tilfinningu við aksturinn. Umferðin í nýju ljósi SMÁ GLÆSILEIKI Á GÖTUNNI SKAÐAR EKKI. Í Ilvu við Korputorg er mikið úrval af fallegum tré- leikföngum fyrir stóra og smáa krakka. Þar má finna allt frá verkfærakössum til eldhúsáhalda sem veita ímyndunar- afli barnanna góða útrás. Litrík og falleg TRÉLEIKFÖNG ERU HLÝLEGRI EN FLEST ÖNNUR LEIKFÖNG. EKKI SKAÐAR EF ÞAU ERU FALLEG OG Í BJÖRTUM OG SKÆRUM LITUM. Lestin brunar full af skemmtileg- um fígúrum. Hvern langar ekki í morgunmat í rúmið þegar þessi morgun- verðarbakki er við hendina?. Verkfærakassi er vinsælt leikfang og þessi er ansi flottur. BARNAFATASKIPTIMARKAÐUR Rauða kross hússins er opinn alla þriðjudaga á milli 16 og 18. Skiptimarkaðurinn fer þannig fram að viðkomandi leggur barnaföt inn á mark- aðinn og getur að því búnu valið önnur föt í staðinn. Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17 Ókeypis námskeið og ráðgjöf Mánudagur 15. febrúar Miðvikudagur 17. febrúar Fimmtudagur 18. febrúar Qi – Gong - Viðar H. Eiríksson kennir æfingar sem hjálpa fólki að afla, varðveita og dreifa orku um líkam- ann. Tími: 12.00-13.00. Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 13.00 -14.00. Götubörn í Windhoek í Namibíu - Hvernig lifa þau af? Stjórna þau eigin lífi? Tími: 13.30 -14.30. Vinnum saman - Ný viðhorf (Býflugurnar) - Vertu með í skapandi hópi atvinnuleitenda. Tími: 14.00-16.00. Baujan sjálfstyrking - Fullt! Tími: 15.00 -17.00. Skiptifatamarkaður - Barnaföt - Tími: 16.00 -18.00. Fluguhnýtingar fyrir byrjendur - Kennd verður grunntæknin og byrjað á auðveldum atriðum. Skráning nauðsynleg. Tími: 12:00 -13.30. Saumasmiðjan - Lærðu og kenndu öðrum. Tími: 13.00-15.00. Þýskuhópur - Við æfum okkur í að tala saman á þýsku um íþróttir í frístundum. Tími: 14.00-14.45. Frönskuhópur - Við æfum okkur á frönsku í að tala um persónuupplýsingar og lýsingar á fólki. Tími: 15:00 -15.45. Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00. Verkefni Rauða kross Íslands - Hvað getur þú lagt af mörkum? Tími: 12.15 -13.00. Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 12.30 -13.30. Áhrif meðvirkni á fjölskylduna - Ráðgjafar Lausnar- innar fjalla um meðvirkni. Boðið verður upp á einstak- lingsráðgjöf að fyrirlestri loknum. Tími: 13.15-15.15. Hláturjóga - Viltu losa um spennu og fylla lífið af hlátri og gleði? Tími: 15.30-16.30. Föstudagur 19. febrúar Nýsköpun og tækifæri dagsins í dag - Andri frá Innovit fjallar um leiðir til árangurs. Tími: 12.30 -13.30. Prjónahópur - Lærðu að prjóna. Tími: 13.00 -15.00. Hraðskákmót - Róbert Lagerman verður skákstjóri og teflt er eftir Monrad kerfi. Tími: 13.30 -15.00. Hvernig stöndumst við álag - Hvað fær okkur til að pirrast og reiðast yfir smámunum? Tími: 14.00 -15.30. Allir velkomnir! Tölvuaðstoð - Persónuleg aðstoð. Tími: 13.30-15.30. Ráðgjöf fyrir innflytjendur - Sérsniðin lögfræðiráð- gjöf og stuðningur við innflytjendur. Tími: 14.00 -16.00. Briddsklúbbur - Hefur þú gaman af bridds? Langar þig að læra bridds?Tími: 14.00-16.00. Tálgunarnámskeið - Framhald en forvitnir byrjendur eru velkomnir. Tími: 14.30-15.00. Þriðjudagur 16. febrúar Rauðakrosshúsið Listin að lifa í núinu - Ingrid frá Þekkingarmiðlun tal- ar um ,,apahugann okkar” og listina við að grípa daginn. Tími: 12.30 -13.30. Áhugasviðsgreining - Könnun og fagleg ráðgjöf. Skráning nauðsynleg. Tími: 14.00 -16.00. Komdu og leggðu þitt af mörkum!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.