Fréttablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 20
 15. FEBRÚAR 2010 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald Auður I. Ottesen, garð- yrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins, stendur fyrir áhugaverðum námskeiðum fyrir almenning um arkitektúr og hönnun og skipulag og ræktun í sumar- húsalandinu. „Fólk á sér enn þá drauma um að eignast sumarbústað eða reisa hús þrátt fyrir kreppuna,“ segir Auður. „Í kjölfar kreppunnar lamaðist hins vegar byggingariðnaðurinn og verð á byggingavörum er svo himinhátt að það fer vart nokkur heilvita maður út í framkvæmdir. Með nám- skeiðunum „Handbók húsbyggjand- ans – frá hugmynd til byggingar“ og „Skipulag og ræktun í sumarhúsa- landinu“ erum við að koma til móts við þann hóp sem vill láta drauma sína rætast. Nálgunin er hins vegar töluvert ólík því sem hún var í góð- ærinu því nú kynnum við fyrir fólki hvernig hægt sé t.d. að byggja bæði hús og sumarhús í áföngum. “ Í fyrrnefnda námskeiðinu er fjallað um byggingu íbúðarhúsa frá upphafi til loka framkvæmda. „Einnig verða skoðuð dæmi um hönnun húsa hér á landi og erlend- is og litið á áhugaverðar útfærslur innanhúss sem utan. Leiðbeinend- ur eru arkitektarnir Hlédís Sveins- dóttir og Gunnar Bergmann Stef- ánsson hjá Eon arkitektar en þau búa yfir fjölbreyttri reynslu. Þetta námskeið verður dagana 15. og 17. febrúar klukkan 19 til 21 í Gerðu- bergi í Reykjavík.“ Auður, sem gefur út tímaritið Sumarhúsið og garðurinn, segir að það sé algengt að húseigendur noti aðeins lítinn hluta lóðarinnar til úti- vistar. „Á námskeiðinu „Skipulag og ræktun í sumarhúsalandinu“ er öll lóðin höfð til hliðsjónar og fólki kenndar aðferðir til þess að hugsa um hana sem eina heild. Þar er fjallað um skipulag lands og mat á gæðum þess, ræktun, jarðvegsbæt- ur og tengsl húss og umhverfis.“ Hún segir að auk þess að veitt verði aðstoð við val og umhirðu á gróðri verði einnig fjallað um úti- vist og áhrif veðurs. „Það verður farið í alla þætti sem geta aukið á ánægju land- og eða sumarbústað- areigandans, skógræktandans og garðeigandans. Þá verður bent á ýmsar hugmyndir til þess að auka á ánægjustundirnar í sveitinni,“ segir hún og brosir. Námskeiðið verð- ur haldið dagana 22. febrúar og 1. mars klukkan 19 til 21.30 í Gerðu- bergi en leiðbeinendur eru Auður I. Ottesen og Björn Jóhannsson lands- lagsarkitekt. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðunum www.rit.is og www.eon.is - uhj Að byggja í áföngum Sumarhús í skógi vöxnum Skorradal. MYND/PÁLL JÖKULL PÉTURSSON Fallegt sumarhús í Kjós. MYND/PÁLL JÖKULL PÉTURSSON „Fólk á sér enn þá drauma um að eignast sumarbústað eða reisa hús þrátt fyrir kreppuna,“ segir Auður I Ottesen sem heldur nám- skeið fyrir almenning um arkitektúr, hönnun, skipulag og ræktun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Studio Wieki Somers sýndi nýlega síðustu hönnun sína í Galerie Kreo í París. Yfirskrift sýningarinnar var „Frozen in time“ eða frosið í tíma. Þar gat að líta alvanalega hluti eins og vasa, lampa og borð með óvenjulegu sniði þó. Hugmyndin að verkefninu vakn- aði út frá ljósmyndum af ótrú- legu náttúrufyrirbrigði sem varð í Hollandi 2. mars árið 1987. Þá skall frost- regn á sem varð til þess að lama allt samfélagið þar sem þykkt íslag lagðist yfir allt. Tré, ljósa- staurar og þvottasnúrur urðu að hreinum listaverkum sem hönn- uðir Studio Wieki Somers reyndu að herma eftir. Hönnuðurnir notuðu gerviblóm sem þeir húðuðu með silikoni til að líkja eftir ís og úr varð ansi skemmtileg útkoma eins og sjá má. Frosið í tíma ●UPPLÝSINGAR FYRIR ALLA Handbók byggingariðn- aðarins, habygg.is, er hafsjór fróð- leiks um heimilistæki, heimilis- hald, heimilisstörf og fjölmargt fleira sem byrjar á heimili. Markmiðið með handbókinni er að koma á framfæri ráðgjöf og hagnýtum upplýsingum til bygg- ingariðnaðarins, skólakerfisins og almennra húseigenda. Stofnunin býr yfir þekkingu á öllum sviðum mannvirkjagerðar. Með habygg. is er ætlunin að gera áður birtar upplýsingar aðgengilegri, birta nýtt efni sem hentar rafrænni út- gáfu og koma á fót beinni ráðgjöf fyrir valda markhópa. Á vefnum er meðal annars að finna greinargóðar upplýsingar um viðhald húsa, húsbygg- ingatækni, lagnir, vegagerð og ýmislegt fleira. Á vefnum habygg.is er að finna grein- argóðar upplýsingar um viðhald húsa, húsbyggingatækni, lagnir og ýmislegt fleira. ●TALIÐ NIÐUR Í MATARBOÐI Flestir kannast við daga- talakerti þar sem kertið er látið brenna niður og telja niður dag- ana um leið. Færri hafa þó rekist á kerti þetta sem Kokka selur og er ætlað að sjá um telja niður atburðarás matarboðs. Á kertinu eru tákn sem sýna hvað gerist í boðinu allt frá því að gestir færa húsráðendum blómvönd þar til hinir síðarnefndu leggjast til svefns eftir vel heppnaða veislu, með reykingapásu einhvers staðar í miðið. Kertið fæst bæði í bleiku og grænu og kostar 980 krónur. - jma Góð matarboð geta oft dregist á langinn og þá gott að geta fylgt einhverjum tímamæli.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.