Fréttablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2010 3híbýli og viðhald ● fréttablaðið ● Þrátt fyrir að öðru hvoru skjóti upp kollinum litir sem sagðir eru „hinn nýi svartur“ kemur aftur og aftur að svörtum sjálfum í aðalhlutverki. Mikið ber á svarta litnum í húsgögnum um þessar mundir og eiga einföld og klassísk from sérstaklega upp á pall- borðið. Fyrir um tveimur vikum voru svartlakkaðir stólar sænska hönnuðarins Linu Nordqvist valdir „Stólar ársins“ af Elle decoration. Ljósa- og lampa- hönnuðir eru einnig undir áhrifum svarta litarins, líkt og þeir voru á 8. og 9. áratugnum þegar lampi Richards Sappers, Tizio, leit dagsins ljós. - jma SVART skal það vera Verulega skemmtileg hjólakarfa frá Design House Stockholm sem má auðveldlega vippa af hjólinu og nota sem innkaupakörfu. „Shower“ borðlampi. Ilva, Korputorgi. Verð: 29.995,- kr. Svartur Kim-plast- kökudiskur. Habitat, Holtagörðum. Verð: 660 kr. Eggjabikar frá Normann Copenhagen fyrir minimalísku heimilin. Epal, Skeifunni 6. Verð: 1.800 krónur (tvö stykki). Svart Rustik-kerti, 29 sentimetra. Ilva, Korputorgi. Verð: 165 kr. Flestir kannast við að eiga allt of mikið af hlutum sem eiga sér engan vísan stað og fljóta stjórnlaust um heimilið. Með góðum hirslum og skipulagsgáfu að vopni má koma hlutunum í betra horf. Bókahillur eiga það til að fyllast ótrúlega hratt og hafa sumir brugðið á það ráð að betrekkja heilu veggina með skruddum heim- ilisins. Útkoman er furðusmart og sé stigi við höndina má jafnvel nýta plássið alla leið upp í loft. Sams konar fyrirkomulag má hugsa sér í eldhúsinu og þó sumir veigri sér við að hafa opna eldhússkápa þá er það óneitanlega flott sé leirtauinu vel raðað. Slík lausn getur líka verið umtalsvert ódýrari en hefðbundnir eldhússkápar. Barnateikningar og myndir af ýmsu tagi eiga það oft til að safn- ast upp í bunka. Flestir vilja varðveita þær en oft er erfitt að finna þeim stað. Á meðfylgjandi mynd má sjá frábæra lausn en þar er heill veggur lagður undir samstæða ramma með teikningum heim- ilismanna. -ve Raðað upp í rjáfur Veggir eru oft óþarflega vannýttir en hér er dæmi um hið gagnstæða. Sé stigi við höndina má jafnvel setja upp bókahillur fyrir ofan dyrnar. ● MARGT SMÁTT KEMUR MÖRGU Í LAG Ekki skyldi van- meta litlu hlutina eins og teiknbólur og bréfaklemmur þegar kemur að tiltekt á heimilinu. Pappírar, reikningar og skjöl eiga það til að flæða óheft um borð og bekki en þá er gott að næla upp á korktöflu eða klemma saman í viðráðanlega bunka. Sniðugt er að koma sér upp safni af bréfaklemmum og prjónum til að grípa til þegar þarf. Betra er að geyma þá í hentugum hirslum svo þeir fari ekki sjálfir á flakk, ekki viljum við lenda í því að setjast á teiknibólu. VÉLAR & VERKFÆRI · Skútuvogur 1 C · 104 Reykjavík · Sími: 550 8500 · Fax 5508510 · www.vv.is Hreinlætistækifæri BIO JangPoong þurrkblásarar, gerildeyðandi Bleiuskiptiborð, margar gerðirSápuskammtarar í úrvali WAGNER Hjá Vélum og verkfærum fæst úrval áhalda fyrir baðher- bergi sem margir hafa aðgang að, allt sem tilheyrir góðri hreinlætisaðstöðu fyrir fyrirtæki, veitingahús, hótel og mötuneyti og önnur almenningssalerni. Skiptiborð, hand- þurrkunar-blásarar, handþurrkuhaldarar, sápuskammtarar, klósettrúllustatíf, í stuttu máli allt sem þarf til að búa út góða salernisaðstöðu. Viðurkennd traust vörumerki og fjölbreytt vöruúrval. EWA R Airdri þurrkblásarar, margar tegundir SSE Louis Poulsen kynnti árið 2008 PH 50 lampana í nýjum litum í tilefni af 50 ára afmæli lampanna. Einn þeirra var svartlakkaður með hág- lans. Epal, Skeifunni 6. 134.300 kr. „Stólar ársins“ kallast hin sænsku Elle Decoration-verðlaun og nú í febrúar voru það þessir afbragðs skemmtilegu stólar Linu Nordqvist sem hlutu verðlaunin. Stólarnir eru frumleg útgáfa af klassísku sænsku tréstólunum og frumraun Linu í húsgagnahönnun en hún er þekktur leikmyndahönnuður í Svíðþjóð. Hitabrúsi þessi er nýjung frá IKEAs en það er hinn ungi og efnilegi Martin Magnus Elebäck sem er hönnuðurinn að þessu fallegu formi. IKEA, Kauptúni 4. Verð: 995 krónur. Stigarnir sem við notum þegar skipta þarf um ljósaperu líta sjaldnast svona vel út. Í apríl kemur þessi stigi frá Design House Stockholm í búðir þannig að þá mætti redda því.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.