Fréttablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 6
6 15. febrúar 2010 MÁNUDAGUR DÓMSMÁL „Forstjórinn þekkir manna best til þessara mála og veit að dylgjur hans eiga ekki við nein rök að styðjast,“ segir Örn Þórðarson, formaður stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, um ásak- anir Jóns Frantzsonar, forstjóra Íslenska gámafélagsins, á hendur Sorp stöðinni. Í viðtali við Fréttablaðið og í grein í Sunnlenska fréttablaðinu fyrir skömmu sakaði Jón Frantzson forsvarsmenn Sorpstöðvar- innar um fyrir- hyggjuleysi í að finna nýjan urð- unarstað fyrir Sunnlendinga í stað urðunar- staðar í Kirkju- ferjuhjáleigu sem lokað var í desember. Hann sagði að Íslenska gámafélagið hefði lagt fram kæru vegna meintra brota á bæði stjórnsýslu- og samkeppnislög- um. Kæran væri byggð á ákvæði í samningi Sorpstöðvarinnar og Sorpu um að allur endurvinnan- legur úrgangur af Suðurlandi færi ásamt öðru rusli til Sorpu á Álfs- nesi. Örn Þórðarson segir að for- stjóri Íslenska gámafélagsins viti að dylgjur hans um fyrirhyggju- og getuleysi stjórnar Sorpstöðv- ar Suðurlands varðandi leit að nýjum urðunarstað séu órökstudd- ar. „Vinna Sorpstöðvar Suðurlands hefur byggst á þekkingu, framsýni og áhuga á að leita hagstæðustu og hentugustu leiða,“ segir Örn sem kveður stjórn Sorpstöðvarinnar alltaf hafa unnið að því að hafa úrgangsmál á Suðurlandi í eins góðum farvegi og aðstæður leyfi. Varðandi nýjan urðunarstað á Suðurlandi segir Örn að eftir hert- ar reglur á sviði úrgangsstjórnunar hafi sveitarfélög á suðvesturhorni landsins tekið upp samstarf og gert ráð fyrir sameiginlegum urðunar- stað fyrir suðvesturhornið. „Í kjölfar hrunsins kom síðan fram áhugi hjá sveitarfélögum á Suðurlandi um að opnaður yrði nýr urðunarstaður á Suðurlandi í stað þess að nýta einn sameiginlegan stað fyrir allt suðvesturhornið. Unnið hefur verið að slíkri lausn síðan þá,“ bætir Örn við og ítrek- ar að farið sé eftir lögum og regl- um og eftir þeim markmiðum sem stjórnvöld og sveitarfélög á Suður- landi hafi sett sér. „Í dag eru þessi markmið afar metnaðarfull, en þeim fylgir auk- inn kostnaður fyrir íbúa og fyr- irtæki. Það hefur alltaf legið fyrir. En um leið fylgir þeim auk- inn samfélags- og umhverfisleg- ur ávinningur,“ útskýrir forstjóri Sorpstöðvarinnar og kallar eftir áframhaldandi góðu samstarfi allra sem koma að málefnum úrgangsstjórnunar, jafnt opin- berra sem einkaaðila: „Rang- færslur og rakalausar ávirðingar eru ekki rétta leiðin til að styrkja þá framþróun í úrgangsmálum sem fram undan er. Sérstaklega ekki þegar talað er gegn betri vit- und.“ gar@frettabladid.is Dylgjur um getuleysi eru alveg rakalausar Formaður stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands segir félagið vinna af þekkingu og framsýni að hentugustu leiðum í úrgangsmálum. „Dylgjur“ forstjóra Íslenska gámafélagins um fyrirhyggjuleysi séu ósannar og settar fram gegn betri vitund. ÖRN ÞÓRÐARSON N JARÐARBRAUT 9 - REYK JA NE SB Æ FIS KIS LÓÐ 3 - REYKJAVÍK RSÍ krefst ... Nánari upplýsingar á www.asi.is E N N E M M / S ÍA / N M 40 92 4 ... þess að ríkið bjóði tafarlaust út verklegar framkvæmdir. Ætti lögreglan að leita að fíkni- efnum á öllum stórum vinnu- stöðum á landinu? Já 63,8 Nei 36,2 SPURNING DAGSINS Í DAG: Eru íslenskir stjórnmálamenn upp til hópa spilltir? Segðu skoðun þína á Vísi.is EFNAHAGSMÁL Heppilegasta leiðin til afnáms gjaldeyrishafta er að ríkisstjórn og Seðlabanki bjóði fram skuldabréf í erlendum gjald- miðlum til allt að fimmtán ára á móti eignum fjárfesta í krónum. Þetta er mat Samtaka atvinnulífs- ins (SA) og kemur fram í ítarlegri aðgerðaáætlun sem kynnt var á föstudag. Erlendir fjárfestar áttu hundr- uð milljarða krónueignir í Seðla- bankanum þegar gjaldeyrishöft voru sett í lok nóvember 2008 en við það festust þeir inni með eign sína. Tilraun var gerð til að vinda ofan af vandanum og gera fjár- festunum kleift að lána íslenskum fyrirtækjum krónur á móti endur- greiðslu í erlendri mynt í fyrra. Lítið hefur heyrst af árangrin- um. SA segir áform Seðlabankans um afnám gjaldeyrishaftanna metnaðarlitla. Leið SA felur í sér að þegar ákveðið verði að gefa út skuldabréf í erlendum gjaldeyri verði tilkynnt með nokkurra mán- aða fyrirvara hvenær höft verði afnumin. Fjárfestar verði þá að veðja á skuldabréf í erlendri mynt á núverandi gengi eða taka áhætt- una, halda í eignina og veðja á að krónan styrkist. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, sagðist á blaðamannafundi á föstudag telja krónueignirnar að mestu komnar í eigu fjárfesta sem hafi hag af styrkingu krónunnar. Því megi gera ráð fyrir að færri taki skuldabréfin. - jab VILHJÁLMUR EGILSSON Telur að krónu- eignir í Seðlabankanum séu komnar í eigu íslenskra fjárfesta sem hafi hag af styrkingu gengisins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ríki og Seðlabanki eiga að semja við eigendur krónueigna og afnema höft: Hafa hag af styrkingu krónu SKIPULAGSMÁL Ekki fór fram umhverfismat á nýja veginum frá Hringbraut út í Nauthólsvík sem nefndur er Nauthólsvegur. Veg- urinn var engu að síður opnaður þann 4. febrúar síðastliðinn. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins óskaði borgin eftir ráð- leggingum frá Skipulagsstofnun varðandi meðferð á „bráðabirgða- útfærslu“ vegarins í janúar 2007. Skipulagsstofnun sendi frá sér svarbréf 7. febrúar sama ár þar sem fram kemur að leggja þurfi mat á þau umhverfisáhrif sem framkvæmdin muni hafa í för með sér. Til greina komi þó að meta eingöngu þann áfanga sem fyrirhugaður sé. Umhverfismat fór hins vegar ekki fram og hefur vegurinn eins og fyrr segir verið opnaður umferð. Þær upplýsing- ar fengust hjá borginni að ekki hafi þurft að viðhafa umhverf- ismat þar sem vegurinn sé skil- greindur sem tengibraut í þéttbýli og einungis ætlaður til bráða- birgða. „Við teljum að þarna hefði þurft að fara fram mat á framkvæmd- um sama hvað þær eru kallað- ar,“ segir Stefán Thors skipu- lagsstjóri. „Við höfum þó engin úrræði til að afhafast neitt frek- ar og munum ekki gera það.“ Kostnaður við framkvæmdir Nauthólsvegar var um 480 millj- ónir króna. -rat Nauthólsvegur hefði átt að fara í umhverfismat: Sniðgengu Skipulagsstofnun NÝR VEGUR Nauthólsvegur var opnaður þann 4. febrúar síðstliðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON PRÓFKJÖR Á AKUREYRI Sigrún Björk í efsta sæti Sigrún Björk Jakobsdóttir náði efsta sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri sem var haldið á laugardaginn. Í öðru sæti varð Ólafur Jónsson og í því þriðja varð Njáll Trausti Friðbertsson. Í næstu sætum á eftir komu Anna Guðný Guðmundsdóttir og Björn Ingi- marsson. 1.979 manns voru á kjörskrá og greiddu 1.165 atkvæði, eða 59%. Brotist inn í skóla Brotist var inn í Hafnarskóla á Höfn í Hornafirði aðfaranótt sunnudags og þaðan stolið skjávarpa. Lögregla leitar þjófsins. LÖGREGLUFRÉTTIR Keyrt á hreindýr Ekið var á tvö hreindýr í gærmorgun við Hellisholt á Mýrum. Dýrin drápust bæði en bílstjórann sakaði ekki. Bíllinn var óökufær eftir. TÆKNI Orkusetur iðnaðarráðu- neytisins og Vistvæn orka ehf. vinna að lokasmíði og prófun- um á ljósdíóðulömpum sem gætu gjörbreytt rekstrarumhverfi garðyrkjubænda. Meðal nýjunga er hár endingartími, eða allt að 100.000 klukkustundir, og mikill raforkusparnaður í samanburði við eldri lampa. Einnig er í þeim innbyggð þjófavörn. Raforkunotkun til gróðurhúsa- lýsingar í atvinnuskyni samsvar- aði raforkunotkun þrettán þús- und heimila árið 2009 og greiddi ríkið um 167 milljónir í niður- greiðslur á raforkudreifingu til greinarinnar. - shá Bylting í gróðurhúsalýsingu: Nýir lampar spara orku LÖGREGLUMÁL Ingi Rafn Bærings- son, forvarnafulltrúi Tækni- skólans í Reykjavík, segir að nemendur skólans hefðu ekki átt að láta fíkniefnaleitina síð- astliðinn fimmtudag koma sér á óvart. Ingi Rafn segir að á upplýs- ingaskjáum í skólanum hafi verið greint frá því að fíkniefna- hundar gætu komið óvænt í skól- ann einu sinni til tvisvar á önn. Einnig segir hann að nem- endurnir hafi ekki verið lokað- ir inni í 45 mínútur, heldur hafi þeir getað komist inn og út um aðalinnganginn þar sem hund- urinn þefaði að þeim. Öðrum útgangi sem hefur einnig verið notaður var aftur á móti læst. - fb Nemendur Tækniskólans: Vissu um leit að fíkniefnum SELFOSS Forstjóri Íslenska gámafélagins bar Sorpstöð Suðurlands þungum sökum. Formaður stjórnar Sorpstöðvarinnar segir rangfærslur og rakalausar ávirðingar ekki styrkja framþróun í úrgangsmálum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.