Fréttablaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 6
6 20. febrúar 2010 LAUGARDAGUR P R Ó F K J Ö R S J Á L F S T Æ Ð I S F L O K K S I N S Í D A G 2 0 . F E B R Ú A R Í H L Í Ð A S M Á R A 1 9 K A R EN E . H A LL D Ó R SD Ó T T IR B A í sá lfr æ ð i • M S í m an na uð ss tj ór nu n • VELKOMIN Á KOSNINGASKRIFSTOFU MÍNA BÆJARLIND 14 - 16, KÓPAVOGI K A R E N Í 4. S Æ T I KÓPAVOGUR - GERUM ENN BETUR √ Viðhöldum þjónustustigi með enn betri nýtingu fjármuna. √ Virkjum íbúalýðræði og forgangsröðum verkefnum í nærumhverfi. √ Eflum og komum til móts við hugmyndir íbúa um hvernig megi gera góðan bæ enn betri. K o m d u o g k jó s tu DÓMSMÁL Misvísandi dómar Hæsta- réttar hafa valdið réttar óvissu þegar kemur til kasta héraðsdóm- stóla að dæma í brotamálum gegn lögreglumönnum. Tveimur málum af fjórum, af þessum toga, hefur Hæstiréttur nýlega vísað frá, þar sem þau voru rannsökuð í umdæm- um lögreglumannanna sem brotið var á. Í hinum tveimur, sem einnig voru rannsökuð í umdæmi brota- þola, dæmdi Hæstiréttur. Í gær kom til ágreinings í dóm- sal Héraðsdóms Suðurlands vegna eins slíks máls. Þingfest var ákæra ríkissaksóknara á hendur ungri konu sem ráðist hafði á lögreglu- konu. Héraðsdómari vakti máls á því hvort vísa ætti málinu frá hér- aðsdómi á þeim grundvelli að það lögregluembætti sem rannsakaði málið, það er lögreglan á Selfossi, hafi jafnframt verið sama embætti og lögreglukonan sem varð fyrir líkamsárásinni, starfaði hjá. Kynni það að hafa valdið vanhæfi lög- reglustjórans á Selfossi til rann- sóknar málsins og því hafi ríkis- saksóknara ekki verið heimilt að höfða sakamál fyrir héraðsdómi á grundvelli slíkra rannsóknargagna vegna hins meinta brots. Við meðferð málsins í gær gerði ríkissaksóknari þá kröfu um að málinu yrði frestað þar til dómur Hæstaréttar lægi fyrir í öðru sams konar sakamáli réttarins um brot gegn valdstjórninni sem á að flytja fyrir Hæstarétti í maí næst- komandi. Fyrirhugað sé að fimm hæstaréttardómarar skipi dóm í því máli og megi þess vænta að skýrari afstaða Hæstaréttar liggi þá fyrir um hvernig fara skuli með rannsókn þessara mála. Var vísað til þess að réttaróvissa væri um meint vanhæfi og vísað til ofan- greindra fjögurra ólíkra dóma Hæstaréttar. Verjandi konunnar mótmælti kröfu um að málinu yrði frestað og vildi að dómurinn vísaði því frá. Ríkissaksóknari mótmælti því að málinu yrði vísað frá dómi og krafðist þess að málið fengi frekari efnismeðferð fyrir héraðs- dómi vegna framangreindrar rétt- aróvissu og vísaði meðal annars til þess að mánudaginn 8. febrúar síð- astliðinn hefði verið kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi þar sem máli varðandi brot gegn valdstjórninni hefði ekki verið vísað frá héraðsdómi. Málið var tekið til úrskurðar í gær og beðið er uppkvaðningar dómara Héraðsdómsins á Suður- landi. jss@frettabladid.is LÖGREGLAN Óvissa ríkir um hvort lögreglustjóri megi rannsaka brot gegn lögreglu- mönnum í sínu umdæmi. Fimm hæstaréttardómarar munu kveða upp dóm í máli af því tagi á næstunni og þar með væntanlega leggja línuna. MYND ÚR SAFNI Misvísandi dómar skapa réttaróvissu Til ágreinings kom í dómsal Héraðsdóms Suðurlands í gær þegar ríkissaksókn- ari og verjandi sakbornings tókust á um hvort vísa skyldi árásarmáli á lögreglu frá dómi eður ei. Misvísandi dómar Hæstaréttar eru sagðir skapa réttaróvissu. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem reyndi að smygla rúm- lega 3,7 kílóum af amfetamínaf- brigði hingað til lands í desember á síðasta ári. Við efnagreiningu reyndist vera um svokallað 4-flúoramfetamín að ræða, sem er náskylt amfetamíni. 4-flúoramfetamín er hins vegar ekki á skrá hér á landi yfir ávana- og fíkniefni sem óheimil eru á íslensku forráðasvæði. Manninum var því sleppt. Sjálfur bar hann að hann hefði talið sig vera að smygla um það bil einu kílói af lyktarlausu kókaíni. - jss Dópsmyglara sleppt: Amfetamínteg- und ekki skráð ÍSAFJÖRÐUR „Bæjarstjórn Ísafjarð- arbæjar hvetur stjórnvöld til að tryggja skelrækt það starfsum- hverfi sem hún þarf til að geta dafnað.“ Á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði, bb.is, er frá því greint að tillaga þessa efnis hafi verið lögð fram af Í-listanum á bæjarstjórnarfundi á fimmtudag og verið samþykkt samhljóða. Í greinargerð með tillögunni er bent á að lítill aðgangur að fjár- magni sé veruleg hindrun fyrir- tækja í skelrækt vegna þess að fjármálastofnanir geri kröfu um veð, sem þau eiga erfitt með að uppfylla. Því sé brýnt að opinber- um fjármálastofnunum á borð við Byggðastofnun verði gert kleift að koma til móts við greinina vegna mikils uppbyggingar- og þróunar- starfs sem fram undan sé. - óká Skelrækt sögð í kröggum: Vilja hjálp frá Byggðastofnun KRÆKLINGUR Ísafjarðarbær vill aukinn stuðning við skelrækt. MYND/GETTY IMAGES Hefur þú skoðað kynningarvef vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave, thjodaratkvaedi.is? JÁ 10,2% NEI 89,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að smakka á köku ársins sem byrjað er að selja í bakaríum landsins? Segðu þína skoðun á visir.is NÍGER, AP Bráðabirgðastjórn her- foringja í Níger, sem tóku völdin í landinu á fimmtudag, lofar því að koma á lýðræði og frjálsum kosningum. Salou Djibo, liðsforingi í her- num, var sagður leiðtogi stjórn- arinnar, en ekkert var vitað um hvar Mamadou Tandja forseti væri niður kominn. Afríkubandalagið fordæmdi í gær stjórnarbyltinguna og krafð- ist þess að lýðræðislegri stjórn- skipan verði komið á tafarlaust. Bandalagið sagðist ekki sjá neina ástæðu til að styðja þessa bylt- ingu frekar en byltingu Tandjas forseta á sínum tíma. - gb Stjórnarbylting í Níger: Nýja stjórnin lofar lýðræði GOUKOYE ABDOULKARIM Talsmaður byltingarstjórnarinnar. NORDICPHOTOS/AFP Ákærður fyrir skjalafals Nær fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir skjalafals. Hann fram- vísaði í Landsbanka samningi um leigu sína á íbúð annars manns. Nafn ábyrgðarmanns á samningnum hafði maðurinn falsað. DÓMSTÓLAR NEYTENDUR Að minnsta kosti tvö fyrirtæki bjóða nú upp á svokölluð SMS-lán hér á landi, og fleiri hyggj- ast hasla sér völl á þessum markaði. Fyrirtækið Hraðpeningar tók til starfa í vikunni, en fyrir var smá- lánafyrirtækið Kredia. Hin svokölluðu SMS-lán hafa verið harðlega gagnrýnd, bæði hér á landi og annars staðar á Norður- löndum. Neytendasamtökunum hafa borist kvartanir frá neytendum sem hafa tekið slík lán. Lánin hafa verið gagnrýnd fyrir að auðvelda ungu fólki að steypa sér í skuldir. Á vef Hraðpeninga er greiðsla á skóla- gjöldum nefnt sem dæmi um skyn- samlega notkun á smáláni. Bæði fyrirtækin bjóða lán allt að 40 þúsundum króna í fimmtán daga. Bæði bjóða aðeins 10 þúsund króna lán í fyrsta skipti sem lán er tekið, en upphæðin hækkar um 10 þúsund krónur í hvert skipti og getur orðið 40 þúsund krónur í fjórða skiptið. Kostnaður við lántökuna er sá sami hjá báðum fyrirtækjum. Fyrir 10 þúsund króna lán í fimmt- án daga þarf að greiða 2.500 krónur í kostnað, og fyrir 40 þúsund króna lán er kostnaðurinn 9.250 krónur. Sé kostnaðurinn reiknaður á árs- grundvelli jafngildir kostnaður af 10 þúsund króna láni 600 prósenta ársvöxtum. - bj Tvö fyrirtæki bjóða nú upp á umdeild smálán hér á landi og fleiri á leiðinni: Samkeppni um SMS-lánin LÁN Hægt er að taka allt að 40 þúsund króna lán með einu SMS-skilaboði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LÖGREGLUMÁL Tveir þjófnaðir voru tilkynntir lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu í fyrrinótt. Annar þeirra var í 10/11 Austurstræti en hinn var á Álfhólsvegi þar sem menn gerðu tilraun til þjófnaðar á timbri. Sjónarvottur gaf lýsingu á bifreið timburþjófanna og voru þeir stöðvaðir nokkru seinna. Þrír voru þarna að verki og voru þeir allir vistaðir í fangageymslu lögreglunnar og var tekin af þeim skýrsla í gær. Þá voru í fyrrinótt fjórir tekn- ir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglu og var annað í ÁTVR Skeifunni. - jss Höfuðborgarsvæðið: Þrír reyndu að stela timbri KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.