Fréttablaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 32
32 20. febrúar 2010 LAUGARDAGUR að klippa sannleikann aðeins til. Svo virðist sem einhverjir fremur óþverralegir gárungar hafi haft hönd í bagga með útgáf- unni og sent inn bréf sem voru birt stafrétt. Jóhannes hefur ekki kunnað ensku og það notuðu gár- ungarnir til að niðurlægja hann á laun. Í einni aðsendri grein segir meðal annars frá því að Jóhann- es hafi fengið heiðursdoktors- nafnbót frá „The Black school of Lunatics and Homosexuals“ og í annarri grein, sem er „frá“ Knox flotaforingja, er Jóhannes sæmd- ur æðstu orðu (Son of a bitch) frá bandaríska húsmálaráðuneytinu „sem hefur með höndum eyðingu lúsa og annarra meindýra“. Friðarhöfðinginn sóttist náttúr- lega eftir æðstu stöðum í þjóðfé- laginu og hugsaði sér því gott til glóðarinnar þegar lýðveldið var stofnað 1944. Enginn væri auð- vitað betri sem forseti Íslands en hann sjálfur. Kosningabarátta Jóhannesar var nokkuð metn- aðarfull, hann fór um landið og hélt kosningafundi. Þar var hann undantekningalítið sæmdur nýrri nafnbót með tilheyrandi orðuveit- ingum. Fundirnir gengu vel og Jóhannes fékk 2.350 „kjósenda- meðmælendur“ samkvæmt aug- lýsingu í Alþýðublaðinu. Allt kom fyrir ekki og Alþingi valdi fyrsta forseta lýðveldisins, Svein Björns- son. Þetta var vitanlega algjört svindl í huga Jóhannesar. Hann hafði verið nálægt forseta Alþing- is þegar atkvæðin voru talin og séð sitt nafn á flestum atkvæða- seðlunum. Þeim hafði bara verið stungið undir stól. Sérkennilegir menn nútíðar Pabbi sagðist líka muna vel eftir Ástar-Brandi. Það var frægur furðufugl, útigangsmaður sem fór víða um land, mjög drykkfelld- ur og kvensamur. Honum er lýst sem þindarlausum og hann hljóp út um allt. Var með prik sem hann áreitti konur með. Vægast sagt fremur óárennilegur náungi eins og sjá má af frægum ljósmynd- um af honum. Þessar ljósmynd- ir auk fleiri af kynlegum kvist- um og svöllurum þessa tíma voru gefnar út á kortum og seld í bóka- búðum – eitthvað sem seint myndi ganga í dag. Vísast eru óregla og geðsjúk- dómar – stundum vegna þess að viðkomandi „las yfir sig“ – algeng- asta ástæðan fyrir sérkennileg- heitum manna. Oft er líka örstutt á milli snilli og geðveiki. Margir vilja meina að með eflingu heil- brigðiskerfisins á síðustu áratug- um hafi hinum svokölluðu kynlegu kvistum verið nánast útrýmt af götum borgarinnar. Ég er nú ekki svo viss. Ef vel er gáð er mannlíf- ið sem betur fer ennþá fjölskrúð- ugt. Ýmsir standa út úr og eru allt annað en „eins og fólk er flest“. Það er bara ekki við hæfi að draga þá í kynlega dilka fyrr en eftir að þeir eru fallnir frá. Dulmögnun fortíðar mun eflaust í framtíðinni lýsa upp marga sem nú ganga um göturnar. Og svo má alltaf spyrja: Hver er svo sem hundrað prósent eðlilegur? RITSTJÓRI HARÐJAXLS Oddur Sigurgeirsson – Oddur sterki af Skaganum – í fullum skrúða. og smámæltur og mikið á eftir kvenfólki. Hann kallaði þær alltaf Dísur. Sagði „Díþa, Díþa“ þegar kona gekk framhjá honum.“ Við pabbi fórum að tala um kyn- lega kvisti frá hans tíð og hann nefndi Jóhannes Kr. Jóhannes- son til sögunnar. „Ég sá Jóhannes einu sinni í Varmahlíð. Á þessum tíma fengu svona fuglar ókeypis í allar rútur og strandferðaskip og því fóru þeir víða,“ sagði pabbi og bætti við: „Hann var með banda- rísku forsetahjónin á heilanum, þau Franklín og Elinóru Roos- evelt. Hann kallaði þau kjörfor- eldra sína. Gárungarnir plötuðu hann til að senda sæðið úr sér til Hvíta hússins.“ Friðarhöfðinginn Áhugi minn á Jóhannesi var snar- lega vakinn við þessar lýsingar pabba. Enn varð ég að kynna mér málið með hjálp upplýsingaaldar- innar þegar ég kom heim. Jóhannes var fæddur 1885 og lést 1953 eins og Oddur, 68 ára gamall. Hann var trésmiður og einn af stofnendum Trésmíðafé- lags Reykjavíkur. Hann rak verk- stæði að Sólvallagötu 20 og virðist framan af hafa verið „eðlilegur“, giftur maður og átti börn. Smám saman virðist sem andleg van- heilsa hafi tekið yfirhöndina. Sennileg orsök er slæmt höfuð- högg sem hann fékk við steypu- vinnu árið 1920 og er getið í Alþýðublaðinu. Auk trésmíðinnar reyndi Jóhannes fyrir sér með „gaman- söngvaleik“, eins og hann kallar það sjálfur í auglýsingu í Mogg- anum 1935: „Kveðnir verða eftir framsögumann nýir gleðisöngvar, gamanvísur, ástavísur, ættjarðar- kvæði, vinnu-sáðningar- og upp- skerusöngur. Nýtt kvæði um Vest- mannaeyjar, fullveldisdaginn, nýr trúarljóðssálmur og fleira. Ágóð- anum verður varið til jólaglaðn- ings handa þeim, sem villst hafa út á skuggabraut lífsins,“ segir í auglýsingunni. Síðar fékk Jóhannes tvennt á heilann, alheimsfrið og það að verða forseti Íslands. Hann kall- aði sjálfan sig „Friðarhöfðingj- ann“ og gaf út smáritið Friðar- boðann og Vinarkveðjur. Ritið ásamt myndakortunum seldi hann á trésmíðaverkstæðinu og á ferð- um sínum um landið. Á kortunum eru myndir af nöktum erlendum blómarósum og frumsamin ljóð eftir Jóhannes. Á nokkrum kort- um eru myndir af Jóhannesi sjálf- um þar sem hann stendur ber í sólbaðsaðstöðunni í Sundhöllinni. Á einu slíku er þetta ljóð: Mitt geislum stráða lífsins spjót, hér skín vel að vanda það gefur líf og kjarnans þrótt sem ætíð vel mun standa. Kosningasvindl Jóhannes fór leiðar sinnar reffi- legur mjög með borðunginn full- an af medalíum og tignarmerkj- um. Bæklingarnir eru undarlegur grautur. Þeir innihalda meðal ann- ars ljóð og lýsingar á miðilsfund- um, en þó er algengast að sagt sé frá mikilfengleik Jóhannesar. Bréf frá öllum helstu fyrirmenn- um þessa tíma eru birt í bækling- unum – hvort heldur frá Stalín eða Churchill – og alls konar hefðar- meyjar tjá Jóhannesi skilyrðis- lausa ást sína. Margar myndir fylgja með, oft er Jóhannes búinn Mér þykir vænst um öll lítil börn, eins þótt þau séu óhrein og mömmurnar mega ekki hræða börn með mér. EIN AF KLIPPIMYNDUM JÓHANNESAR Hér er hann í góðum málum með blómarós. Stjórnarkjör Skv 34. grein félagsins skal tveim mánuðum fyrir aðal- fund ár hvert auglýsa frest til framboðs í trúnaðarstöður samkvæmt 23. og 24. gr. Stjórn félagsins skipa fimm menn, formaður, varafor- maður, ritari, gjaldkeri og einn meðstjórnendi, auk þess fjórir menn til vara. Einnig skal kjósa þrjá menn í trúnaðarráð og þrjá til vara, tvo endurskoðendur og einn til vara og tvo menn í kjörstjórn Til að bera fram lista eða tillögu til stjórnarkjörs, trúnaðar- ráðs eða annarra trúnaðarstarfa, þarf skriflega staðfest- ingu þeirra sem á listanum eru. Komi aðeins fram einn listi eða tillaga um menn í trúnaðarstöður, þarf kosning ekki að fara fram. Umsóknarfrestur er til 12.mars 2010 Umsóknum skal skila til skrifstofu félagsins Stórhöfða 31 merkt: Stjórnarkjör FÍS Stjórn Félags íslenskra Símamanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.