Fréttablaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 28
28 20. febrúar 2010 LAUGARDAGUR Þ egar skýrsla rannsókn- arnefndar Alþingis um bankahrun- ið kemur út mun önnur nefnd níu þingmanna fara yfir hana og ákveða hvað skuli gera við niðurstöðurnar. Meðal annars hvort færa eigi þá ráðherra, sem kunna að hafa brotið lög, fyrir landsdóm. Nefnd sem þessi er án fordæma á Íslandi og hafa nefndarmenn verið að kynna sér sögu svipaðra nefnda í nágrannalöndum. Nefndin hittist tvisvar í viku til að undirbúa sig fyrir útgáfu skýrslunnar. Einn nefndarmaður orðar það svo að þau séu að skrifa söguna jafnóðum. Allir nema þrír nefndarmanna eru með innan við árs reynslu af þingstörfum. Formaðurinn, Atli Gíslason, hefur verið á þingi síðan 2007 og annar þingmaður kom inn sem varaþingmaður 2008. Þriðji „öldungurinn“ er Ragnheiður Rík- harðsdóttir, anno 2007, en hún var sett í nefndina í stað nýliðans Ásbjarnar Óttarssonar, eftir að upp komst um misferli í rekstri fyrir- tækis hans. Formaður nefndarinnar, Atli Gíslason, er sá nefndarmaður sem hefur mesta reynslu af dómsmál- um, eftir starf sem hæstaréttarlög- maður um árabil. Atli telur ekki að það hafi verið samantekin ráð hjá formönnum flokkanna að tefla fram nýliðum, heldur hafi það verið sjálfsprottið í hverjum flokki. Hann sjálfur var valinn til að stýra nefndinni vegna reynslu sinnar. Þegar lög voru sett um nefndirn- ar fór Þór Saari, þingmaður Hreyf- ingarinnar, fram á að enginn yrði í nefndinni sem hefði átt sæti á þingi fyrir október 2008 eða hefði tengsl við atburði eða gerendur í banka- hruninu. Þetta virðist hafa verið haft að leiðarljósi. Birgir Hermannsson stjórnmála- fræðingur segir um þetta „hrein- lyndi“ nefndarmanna að traust almennings á Alþingi og stjórn- völd sé lítið og það þurfi að reyna að endurheimta það að einhverju leyti í gegnum uppgjör af þessu tagi. „Því er afar mikilvægt að nefndin vinni þannig að það verði sátt um það,“ segir hann. Engum detti í hug að nefndin eigi auð- velt starf fram undan og eflaust eigi henni eftir að verða á einhver mistök. Ef til vill hefði verið æski- legt að hafa reynslumeira fólk með Atla í nefndinni en eldri þingmenn hefðu einnig boðið upp á grun- semdir og vantraust. Um Ragnheiði Ríkharðsdótt- ur, sem ekki hefur viljað gefa upp kostnað sinn vegna prófkjörs fyrir þingkosningar 2007 eða hverjir styrktu hana, segir Birgir: „Það er alltaf betra að leggja spilin á borð- ið svo menn séu ekki að spekúlera og búa til ýkjusögur.“ Haldi fólk að leyndin sé til komin vegna þess að Ragnheiður vilji leyna einhverju, gæti það dregið úr trausti á nefndina: „Það eru oft gildar ástæður fyrir því að erfitt sé að birta bókhald svona eftir á, en það er langbest að lofta út.“ Birgir bendir á að nefndin komi til með að fjalla um núverandi og fyrrverandi félaga sína og um hugs- anleg tengsl þessara félaga sinna við bankakerfið, sem geri hlutverk hennar viðkvæmara en ella og erf- itt við að eiga. „Því er mikilvægt að almenningur, sem stendur fyrir utan, geti treyst því að nefndin vinni af heilindum,“ segir hann. Þegar skýrslan kemur út, verði það nefndarinnar að hreinsa and- rúmsloftið: „Maður finnur fyrir því að enginn hefur komið fram og tekið ábyrgð á hlutum. Eng- inn í eftirlitsstofnununum telur til að mynda að hann beri ábyrgð. Þeir benda á aðra. Ef það heldur áfram eftir að skýrslan kemur út, þá verður með einhverjum hætti að kveða upp úr með þá ábyrgð. Nefndin þarf að segja hvar mis- tökin liggja.“ Að endingu leggur Birgir áherslu á að nefndin haldi ágreiningi innan eigin raða. „Það verða deilur og skiptar skoðanir um skýrsluna og síðan um störf nefndarinnar, annað er útilokað. En það gæti orðið mjög skaðlegt fyrir Alþingi ef ágrein- ingur innan nefndarinnar verð- ur áberandi og allt fer í vitleysu,“ segir hann. ODDNÝ GUÐBJÖRG HARÐARDÓTTIR Er ætlað að skrifa söguna Sæti sjálfstæðiskvennanna tveggja, Unnar Brár og Ragnheiðar, kostuðu meira en öll önnur sæti þingmanna í nefndinni til samans. Til að ná kjöri eyddu þær Unnur og Ragnheiður tveimur milljónum og 829.241 krónum í prófkjör sín fyrir síðustu kosningar. Allir hinir sjö nefndarmennirnir eyddu 300.000 krónum eða minna. Ef við gefum okkur að þeir hafi hver og einn eytt 300.000 krónum er það samtals 2,1 milljón, 700.000 krónum minna en sjálfstæðiskonurnar tvær eyddu. SJÁLFSTÆÐISSÆTIN KOSTA MARGFALT Atli er þingmaður Suðurkjördæmis fyrir VG, fæddur í Reykjavík 1947. KOM Á ÞING: 2007 FERILL: Atli er með lögfræðipróf frá HÍ, og hefur meðal annars stundað nám í eignar- og þjóðlendu- rétti í Ósló. Hann hefur réttindi til að flytja mál fyrir Hæstarétti. Atli hefur starfað sem lögmaður, saksóknari, setudóm- ari. Hann hefur meðal annars setið í miðstjórn Samtaka herstöðvaand- stæðinga og situr í Þingvallanefnd. KOSTNAÐUR Í FORVALI: 300.000 krónur eða minna. ATLI GÍSLASON FORMAÐUR Lilja er þingmaður Norðvesturkjördæmis, fædd í Súgandafirði 1957. KOM INN Á ÞING: 2009 FERILL: Lilja er með grunnskólapróf frá Reykjum í Hrútafirði og hefur sótt ýmis námskeið. Hún hefur unnið í íþróttahúsi Suðureyrar, við tölvuskráningu og símsölu. Hún var formaður Verkalýðs- og sjómannafélagsins Súganda. Var í stjórn Byggðastofnunar og er í stjórn Íslandspósts. KOSTNAÐUR VIÐ FORVAL: 300.000 krónur eða minna. LILJA RAFNEY MAGNÚSDÓTTIR Oddný er þingmaður Suðurkjördæmis fyrir Samfylkinguna, fædd í Reykjavík 1957. KOM INN Á ÞING: 2009 FERILL: Oddný er með MA-próf í uppeldis- og menntunarfræði. Hún hefur unnið sem kennari, sviðsstjóri, skólameistari og var bæjarstjóri í Garði. Oddný hefur einnig setið í ýmsum stjórn- um og nefndum, svo sem stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna og í skipulagsnefnd Keflavíkur- flugvallar. KOSTNAÐUR VIÐ PRÓFKJÖR: 300.000 krónur eða minna. SIGURÐUR INGI JÓHANNSSON Unnur er þingmaður Suðurkjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn, fædd 1974 í Reykjavík. KOM INN Á ÞING: 2009 FERILL: Unnur er með embættispróf í lögfræði frá Hí. Hún hefur starfað sem fulltrúi sýslumanns og sem sveitarstjóri Rangárþings. KOSTNAÐUR VIÐ PRÓFKJÖR: Ein milljón og 988 þúsund krónur, þar af 1,2 milljónir frá lög- aðilum. B. Pálsson, Lýsi, Samherji og Veðramót gáfu Unni 300.000 krónur hvert fyrirtæki. Að auki eru 300.000 krónur færðar sem „afsláttur frá markaðsverði“, en Unnur reiddi fram 488.735 krónur úr eigin vasa. UNNUR BRÁ KONRÁÐSDÓTTIR Eygló er þingmaður Suðurkjördæmis fyrir Framsókn, fædd í Reykjavík 1972. KOM INN Á ÞING: Sem varaþingmaður 2008, eftir að Guðni Ágústsson sagði af sér þingmennsku. FERILL: Eygló Þóra er með próf í listasögu frá Stokk- hólmsháskóla og hefur numið viðskiptafræði að auki. Hún hefur verið framkvæmdastjóri, skrif- stofustjóri og viðskipta- stjóri. Einnig verkefna- stjóri. Eygló hefur verið í miðstjórn Framsóknar- flokksins síðan 2003. KOSTNAÐUR VIÐ PRÓFKJÖR: 300.000 krónur eða minna. EYGLÓ ÞÓRA HARÐARDÓTTIR Magnús er þingmaður Suðvesturkjördæmis fyrir Samfylkingu, fæddur í Reykjavík 1972. KOM INN Á ÞING: 2009 FERILL: Magnús Orri er með BA í sagnfræði frá HÍ og MBA frá HR. Hann hefur unnið sem íþróttafréttamaður og sem framkvæmdastjóri hjá KR Sport árin 1999 til 2000. Einnig sem verkefna- stjóri hjá Símanum og verið stundakennari í HR. KOSTNAÐUR VIÐ PRÓFKJÖR: 300.000 krónur eða minna. MAGNÚS ORRI SCHRAM BIRGIR HERMANNSSON Sigurður er þingmaður Suðurkjördæmis fyrir Framsókn, fæddur á Selfossi 1962. KOM INN Á ÞING: 2009 FERILL: Sigurður Ingi er með embætt- ispróf í dýralækningum frá Kaup- mannahöfn. Hann hefur starfað sem dýralæknir og setið í sveitarstjórn Hrunamannahrepps. Einnig í ýmsum stjórnum og nefndum, var til að mynda varaformaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. KOSTNAÐUR VIÐ PRÓFKJÖR: 300.000 krónur eða minna. H A FA V ER IÐ Á ÞINGI Í M IN N A EN ÁR 6/9 ER ME ÐALALDUR N EFN D ARMANNA 48,1 Birgitta er þingmaður Reykjavíkur Suður fyrir Hreyfinguna, fædd í Reykjavík 1967. KOM INN Á ÞING: 2009 FERILL: Birgitta er með grunn- skólapróf frá Núpi, en er sjálfmenntuð í vefhönnun og -þróun, grafískri hönnun og umbroti. Hún hefur starfað sem fjöllistakona, rithöf- undur og fleira. KOSTNAÐUR VIÐ PRÓF- KJÖR: Ekkert prófkjör var í Borgarahreyfingunni. BIRGITTA JÓNSDÓTTIR Ragnheiður er þingmaður Suðvesturkjördæm- is fyrir Sjálfstæðisflokkinn, fædd á Akranesi 1949. KOM INN Á ÞING: 2007 FERILL: Ragnheiður er með próf í uppeldis- og kennslufræði og BA í íslensku. Hún hefur starfað sem skólastjóri og bæjarstjóri Mosfellsbæjar. KOSTNAÐUR VIÐ PRÓFKJÖR: 840.506 krónur fyrir kosn- ingarnar 2009. Allt greitt úr eigin vasa. Ragnheiður hefur ekki viljað gefa upp kostnað vegna prófkjörsins fyrir kosn- ingarnar 2007. RAGNHEIÐUR RÍKHARÐSDÓTTIRÞingnefndin sem á að bregðast við skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis er byrjuð að undirbúa sig. Nefndarmenn eiga allir að vera með hreinan skjöld. Klemens Ólafur Þrastarson kynntist nefndinni. ERU K ON U R 6/9 ER U ÚR SUÐURKJÖ R D Æ M I 5/9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.