Fréttablaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 102
66 20. febrúar 2010 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. útdeildu, 6. ryk, 8. beiskur, 9. gogg, 11. íþróttafélag, 12. deyfa, 14. yfir- stéttar, 16. vörumerki, 17. gagn, 18. stækkaði, 20. hljóta, 21. ólukka. LÓÐRÉTT 1. samskonar, 3. hæð, 4. pensillín, 5. dýrahljóð, 7. planta, 10. óvild, 13. of lítið, 15. málmur, 16. sæ, 19. bókstafur. LAUSN LÁRÉTT: 2. gáfu, 6. im, 8. súr, 9. nef, 11. kr, 12. slæva, 14. aðals, 16. ss, 17. nyt, 18. jók, 20. fá, 21. ólán. LÓÐRÉTT: 1. eins, 3. ás, 4. fúkalyf, 5. urr, 7. melasól, 10. fæð, 13. van, 15. stál, 16. sjó, 19. ká. „Ég átti fimmtán prósent í þessu fyrirtæki, var ekki framkvæmdastjóri og það er því fáránlegt af Birtu að rifja þetta upp,“ segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnun- arbrautar LHÍ. Birta Björnsdóttir, fatahönn- uður og eigandi Júníform, sendi fjölmiðlum í gær afrit af bréfi sínu til rektors LHÍ og ósk- aði eftir formlegri afsökunarbeiðni frá skól- anum vegna ummæla Lindu um kjóla hennar í Fréttablaðinu á þriðjudag. Í bréfinu er rifj- að upp að Linda hafi átt fatamerkið Crylab og segir Birta svo í bréfinu um það fyrirtæki: „… voveiflegt gjaldþrot fatamerkis hennar, Crylab, þar sem sviðin jörð og kröfur í tómt þrotabú var það eina sem sat eftir.“ Linda hefur verið í París undanfarna daga og því ekki getað fylgst með umræðunni um þetta mál af nægjanlegri athygli. Hún tekur þó fram að þetta sé ekkert persónulegt stríð milli sín og Birtu, hún eigi ekkert sökótt við íslenska hönnuðinn. „Ég er hönnuður sjálf og hef gert ljóta kjóla,“ segir Linda og vill því beina deilunni í annan og betri farveg, þetta snúist ekki um kjólana tvo, heldur fyrst og fremst um ábyrgð RÚV og skyld- ur þess gagnvart íslenskri hönnun í allri sinni mynd. „Þeir hjá Sjónvarpinu eru að búa til eitthvað sem er inni í hverri stofu í landinu. Sjónvarpsfólkið eru ekki stjörn- ur í einhverju raunveruleikasjónvarpi þótt þær virðist halda það heldur hafa þær ákveðnum skyldum að gegna gagn- vart áhorfendum. Þetta á ekki allt að vera svona rosalega sjálfhverft.“ Linda bendir jafnframt á þá stað- reynd að fyrirtæki óski eftir henn- ar þjónustu til að láta segja sér hvað sé ljótt og hvað ekki og það sé ástæða fyrir því. „Slíkt sparar einfaldlega peninga og tíma,“ segir Linda sem hefur fundið fyrir miklum stuðningi meðal hönnuða og listamanna við hennar hlið. - fgg Kjólamálið er ekkert persónulegt SVARAR BIRTU Linda segir ósanngjarnt af Birtu að rifja upp gjaldþrot Crylab, hún hafi ekki átt stóran hlut í því og var ekki framkvæmdastjóri. PERSÓNAN Sveinn Kjartansson Aldur: Ég er 46 ára. Starf: Ég er matreiðslumaður og annar eigandi Fylgifiska. Fjölskylda: Ég á eiginmann og hund. Búseta: Ég bý í Fossvoginum. Stjörnumerki: Ég er hrútur. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Kristján Guy Burgesss. 2 KR Sport - rekstrarfélag knattspyrnudeildar KR. 3 Mossad. Kvikmyndagerðarmenn hafa undanfarið mótmælt niðurskurði á fjármagni til íslenskrar kvikmynda- gerðar. Mótmælin taka á sig ýmsar myndir, en sérstök mótmælamynd- bönd Ragnars Bragasonar, Gríms Hákonarsonar og fleiri leikstjóra hafa farið eins og eldur í sinu um Netið. Edduverðlaunahátíðin verður haldin næsta laugardag og nú heyrist að mótmæl- in haldi þar áfram, en bransinn ætlar samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins að skilja sparifötin og glamúrinn eftir heima mál- staðnum til stuðnings. Sjónvarpskonurnar Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Ragnhildur Stein- unn Jónsdóttir hafa tekið hönd- um saman ásamt söngkonunni Birgittu Haukdal og verða föt til sölu í Kolaportinu um helgina. Engum sögum fer af því hvort Ragn- hildur bjóði upp á umdeildan kjól sem hún klæddist á loka- kvöldi undankeppni Eurovision, en þær verða vafalaust með fjölmargar fallegar flíkur á boðstólum. Orðatiltækið að leita ekki langt yfir skammt kemur upp í hugann þegar efnistök tímaritsins Vikunnar eru skoðuð, en ljósmyndari blaðsins var í forsíðuviðtali á dögunum. Þessa vikuna er Tobba í Djúpu lauginni á forsíðunni, en hún er einnig þekkt sem Þorbjörg Marin- ósdóttir, blaðakona á Séð og heyrt og fleiri blöðum Birt- íngs. Birtíngur gefur út Vikuna og nafn Tobbu má meira að segja finna á fyrstu síðu Vikunnar undir „blaðamenn“. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég hef hægt og rólega byggt upp ást á Svíþjóð,“ segir háðfuglinn og handritshöfundurinn Sigurjón Kjartansson. Sigurjón er sestur á skólabekk og hóf nýlega nám í sænsku hjá Mími-símenntun. Ást á sænskri menningu varð til þess að Sigur- jón ákvað að stúdera tunguna, sem hann segist hafa fallið fyrir. Hann segir að Svíar séu fremstir þjóða á ýmsum sviðum. „Ég er fallinn fyrir sænskunni. Í popptónlist eru þeir fremstir norrænna þjóða og í ýmsu öðru, eins og kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð,“ segir hann. Alls kyns vesen hefur að sögn Sigurjóns orðið til þess að hann hefur ekki getað sinnt náminu sem skyldi undanfarið. Hann hefur þó reynt að halda dampi, meðal ann- ars með því að horfa á sænskt sjón- varpsefni. „Ég hef reynt að senda kennaranum tölvupósta á sænsku og svo hef ég horft á sænsku Eur- ovision-forkeppnina, Melodifesti- valen,“ segir Sigurjón. Keppnin er einn af stærstu sjónvarpsviðburð- um ársins í Svíþjóð og Sigurjón sparar ekki stóru orðin þegar hann lýsir því sem fyrir augu ber: „Stór- kostlegt! Þeir kunna að halda Eur- ovision-forkeppnir. Það er miklu hærri standard á þessu heldur en hér,“ segir hann og bætir við að Svíinn sé bestur í flestu. Sigurjón hefur mikið komið að handritaskrifum fyrir sjón- varp undanfarið. Spurður hvort sú vinna sé ástæðan fyrir náminu segist hann ekki útiloka neitt. „Ég hef pínulítil sambönd þar, en ég segi ekki að ég sé endilega að gera þetta af faglegum ástæðum.“ - afb Sigurjón fellur fyrir sænskunni ELSKAR SVÍÞJÓÐ Sigurjón Kjartansson lærir nú sænsku að miklum móð og hefur fallið fyrir tungumálinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Lækjargata 2a 101 sími 511-5001 R. opið alla daga 9.00 - 22.00 Státum af metn aðarfullu úrvali e rlendra bóka Viku- tilboð 5.995,- 4.995,- Myndi r af hasa rdúkkum McFarlane-fyrirtækisins úr kvik- myndinni Prince of Persia: Sand of Time eru komnar á Netið. Og þar á íslenski leikarinn Gísli Örn Garð- arsson sína eigin dúkku en eins og Fréttablaðið hefur greint frá leikur Gísli skúrkinn The Vizier á móti stórleikaranum Jake Gyllen- haal og Bond-píunni Gemmu Art- eton auk Bens Kingsley og Alfreds Molina. Gísli hafði sjálfur ekki séð dúkkurnar þegar Fréttablaðið hafði uppi á honum. „Ja hérna, ég segi nú bara ekki annað, það er ekki öll vitleysan eins í þessu lífi,“ voru fyrstu viðbrögð Gísla þegar þetta var borið undir hann. Eins og Fréttablaðið greindi frá stóð alltaf til að gera svona dúkkur og Gísli mun sennilega getað státað af því áður en sumarið brestur á, einn Íslendinga, að eiga bæði sína eigin McFarlane-dúkku og Lego- karl því danska kubbafyrirtækið er á fullu við að undirbúa útgáfu á Lego-körlum upp úr kvikmynd- inni. „Ég er reyndar búinn að sjá Lego-karlinn og hann er mjög flottur.“ McFarlane-fyrirtækið er þekkt fyrir dúkkur sínar og hefur meðal annars gert dúkkur af þekktustu leikmönnum NBA og persónum úr sjónvarpsþáttunum 24 og The Simpsons. Kvikmyndin sjálf verður frum- sýnd í lok maí í Bandaríkjunum en Gísli segist ekki hafa hugmynd um hvernig hlutverki hans verði háttað í tengslum við markaðs- setningu myndarinnar. „Nei, þeir hafa ekkert verið duglegir að hafa samband, þeir hjá Disney, og upp- lýsa mann um framgang mála,“ segir Gísli. Bundnar eru miklar vonir við myndina þar vestra og jafnvel reiknað með að svipað æði ríði yfir Bandaríkin og þegar sjó- GÍSLI ÖRN: ÞAÐ VERÐA HARÐIR PAKKAR UM NÆSTU JÓL KOMINN Í HÓP MEÐ KOBE BRYANT OG JACK BAUER GÍSLI OG DÚKKURNAR Gísli hafði ekki séð dúkkurnar þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. Þær eru framleiddar af hinu virta leikfangafyrirtæki McFarlane sem hefur meðal annars gert dúkkur af þekktustu leikmönnum NBA og persónum sjónvarpsþáttanna 25 og The Simpsons. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I ræningjamyndirnar hans Johnny Depp voru nánast einráðar í kvik- myndahúsum um allan heim. Leikarinn segist annars hlakka til að sjá myndina, það hafi verið bjart yfir henni þegar hann las handritið. „Þetta er bara stráka- mynd, bara sandur og sól, karlar að skylmast og sæt prinsessa,“ segir Gísli og bætir því við að senni- lega megi hann reikna með því að næstu pakkar sem hann fái verði harðir. „Já, ég er ansi hræddur um það.“ freyrgigja@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.