Fréttablaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 8
8 20. febrúar 2010 LAUGARDAGUR ORKUMÁL Franz Árnason, formaður Samorku, Samtaka orku- og veitu- fyrirtækja, segir nánast óend- anlega orku til í jarðskorpunni. Orkuforðinn gæti staðið undir allri núverandi orkunotkun jarðar- búa í tíu þúsund ár, þótt ekki sé enn tæknilega gerlegt að vinna nema lítinn hluta hennar. Franz sagði í ávarpi á aðalfundi Samorku að nauðsynlegt væri að leiðrétta misskilning þess efnis að nýting vatnsafls og jarðvarma feli ekki í sér sjálfbæra orkunýt- ingu. Sjálfur umhverfisráðherra hafi orðið vís að slíkum misskiln- ingi. „Það er fullkomlega óábyrgt að halda ekki áfram virkjun jarð- hita og fallvatna til raforkufram- leiðslu fyrir orkufrek iðjuver, nú þegar þörf er á að auka gjaldeyris- tekjur og atvinnu.“ Þá kvartaði Franz yfir orku- sköttum ríkisstjórnarinnar; orku- og veitufyrirtækin séu að mestu í opinberri eigu og rekin með tak- markaðri arðsemi. Ávinningur þjóðarinnar felist ekki í nýjum sköttum heldur lægra orkuverði. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra sagði nýju skattana nauð- synlega til að vinna á fjárlagahall- anum. Áætlanir ríkisstjórnarinnar gerðu ráð fyrir því að það tækist á þremur árum. Að því loknu mætti endurskoða skatttökuna. „Ég tel mjög eðlilegt að allt skatt- kerfið sé endurskoðað þegar þessu tímabili er lokið, þá munum við endurskoða allt og draga það eitt- hvað niður. Einungis var samið tímabundið um þessa skatta til stóriðjunnar, til þriggja ára, þannig að það er augljóst að við þurfum að fara yfir þau mál.“ Í erindi sínu á fundinum sagði Katrín erfiðleika við fjármögn- un verða til þess að komið gæti til tímabundins eignarhalds annarra. „Óvissa og erfiðar aðstæður til fjármögnunar hafa tafið ákvarð- anir um framkvæmdir og gert það að verkum að við verðum að horfa til nýrra leiða varðandi fjármögnun slíkra verkefna. Þetta kann að þýða aðkomu og jafnvel tímabundið eignarhald ann- arra aðila að orkuverkefnum, til dæmis með verkefnafjármögnun.“ kolbeinn@frettabladid.is VR krefst þess að efling atvinnu- lífsins verði algjört forgangsmál. Nánast óendanleg orka í jarðskorpunni Formaður Samorku segir umhverfisráðherra misskilja eðli endurnýjanlegra orkugjafa. Óábyrgt sé að virkja ekki fyrir orkufrek iðjuver. Iðnaðarráðherra segir erfiðleika í fjármögnun geta kallað tímabundið á breytt eignarhald. KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR FRANZ ÁRNASON HAÍTÍ, AP Átta bandarískir trúboðar voru látnir laus- ir úr fangelsi á Haíti í vikunni og komu heim til Bandaríkjanna á fimmtudag. Tveir aðrir eru þó enn í haldi á Haítí og fyrrverandi lögmaður hóps- ins er eftirlýstur í Bandaríkjunum og víðar. Trúboðarnir tíu voru handteknir í lok síðasta mánaðar þegar þeir reyndu að komast með 33 börn úr landi yfir til Dóminíska lýðveldisins, þar sem þau sögðust ætla að setja börnin á heimili fyrir munaðarleysingja. Lögreglan á Haítí hyggst ræða frekar við Lauru Silsby, leiðtoga hópsins, og Charisu Coulter, fyrr- verandi fóstru Silsby. Þær höfðu báðar komið til Haítí áður til að kanna hvort hægt væri að fá börn þar til ættleiðingar. Lögmaðurinn Jorge Puello, sem er eftirlýstur, bauð sig fram til að aðstoða trúboðana eftir að þeir voru handteknir. Puello var ákærður árið 2003 fyrir aðild að smygli á ólöglegum innflytjendum til Bandaríkjanna. Hann flúði þá til Kanada og segist vera saklaus. Hann er einnig eftirlýstur í El Salvador fyrir smygl á fólki og fékk dóm árið 1999 fyrir þjófnað. Trúboðarnir höfðu ekki fengið tilskilda papp íra hjá stjórnvöldum á Haítí áður en þeir reyndu að fara með börnin úr landi. - gb Tvær konur enn í fangelsi á Haítí fyrir að hafa reynt að fara með börn úr landi: Átta fengu að fara heim LAUS ÚR PRÍSUND Hluti trúboðahópsins kominn heim til Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMORKA Aðalfundur Samorku telur arð almennings af auðlindum landsins fyrst og fremst felast í lágum reikningum. Ekki eigi að leggja frekari skatta á orkunotk- un landsmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jarðhitinn sparar Íslendingum 50 til 60 milljarða í erlendum gjaldeyri, að sögn Sigurðar Inga Friðleifs- sonar, framkvæmdastjóra Orkuseturs. Ætla má að til að hita híbýli Íslendinga þurfi 800 þúsund tonn af olíu, sem flytja þyrfti inn. Nú eru framleiddar 4.000 gígavattsstundir með virkjun jarðhita, sem gæti annað allri almennri orkunotkun á landinu, bæði hvað hita og rafmagn snertir. Heildarframleiðslan er 17.000 gígavattsstundir. SPARAR 60 MILLJARÐA SIGURÐUR INGI FRIÐLEIFSSON 1. Hvað heitir aðstoðarmaður utanríkisráðherra? 2. Hvaða knattspyrnufélag á að endurgreiða eignarhaldsfé- lagi Björgólfs Guðmundssonar sex milljónir króna? 3. Hvað er leyniþjónusta Ísra- els kölluð? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 66 VIÐSKIPTI Eigið fé BM Vallár, sem óskaði eftir greiðslustöðvun í byrj- un mánaðar, var neikvætt um þrjá milljarða króna um síðustu áramót. Óskar Sigurðsson, aðstoðarmaður félagsins í greiðslustöðvun, segir ekki útilokað að staðan sé verri. Kröfuhöfum var kynnt fjárhags- leg staða BM Vallár í gærmorgun og samþykkti meirihluti þeirra að óska eftir framlengingu greiðslustöðvun- ar á miðvikudag í næstu viku frem- ur en að setja félagið í þrot. Á milli sjötíu og áttatíu kröfuhaf- ar mættu á fundinn. Skuldir BM Vallár eru að mestu í erlendri mynt og vegur það þungt í efnahagsreikningi félagsins. Sam- kvæmt því sem fram kom í lánabók Kaupþings, sem lak á netið fyrir þrot bankans haustið 2008, skuld- aði BM Vallá bankanum 62 milljón- ir evra, jafnvirði ellefu milljarða íslenskra króna. Erfitt er að glöggva sig á fjár- hagslegri stöðu BM Vallár en félag- ið hefur aldrei skilað ársreikningi. Þegar Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður félagsins, var spurður út í ástæðu þessa í byrj- un mánaðar sagði hann bækurn- ar opnar þeim sem málið skipti og bætti við: „Ég spyr ekki hvern- ig nærbuxum þú ert í.“ Hann vildi ekki tjá sig um málið í gær og vísaði á Óskar. - jab VÍGLUNDUR Erfitt er að átta sig á fjár- hagslegri stöðu BM Vallár þar sem fyrir- tækið hefur aldrei skilað ársreikningi. Eigið fé BM Vallár neikvætt um þrjá milljarða og ekki útilokað að staðan sé verri: Erfitt að átta sig á stöðunni FRAKKLAND, AP Spellvirkjar unnu skemmdarverk á mosku í bænum Sorgues í Frakklandi um helgina. Þeir skrifuðu rasískar svívirðing- ar á veggi moskunnar. Þetta er sjötta moskan í Frakklandi sem skemmdarverk hafa verið unnin á það sem af er ári. Mouhammed Moussaoui, tals- maður múslímaráðs Frakklands, segir múslíma í Frakklandi velta fyrir sér hver raunverulegur til- gangur skemmdarverkanna sé. Hann segir ráðið hafa ítrekað óskað þess að franska þingið geri úttekt á andúð í garð múslíma í Frakklandi, en talað fyrir dauf- um eyrum. - ng Spellvirkjar í Frakklandi: Sjötta moskan skemmd á árinu VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.