Fréttablaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 20. febrúar 2010 25
Og þér finnst þetta bara hund-
leiðinlegt bögg?
Sindri: „Nei, nei, þetta er mjög
skemmtilegt. Rútulíf getur reynd-
ar verið lýjandi til lengdar og svo
verður þetta allt helmingi erfið-
ara þegar maður er með lítið barn
heima hjá sér. Besti hluti dagsins
er alltaf að spila.“
Hera: „Eina rútulífið sem ég hef
upplifað er þegar ég var ein af
sextán söngkonum með Björk í
kringum Medúllu-plötuna. Það
var hornsófi aftan í rútunni og
það var svolítið erfitt að halda
bjórnum á glasamottunum. Rosa
lúxusvandamál, ha ha ha.“
Sindri: „Þetta er nú ekkert hræði-
legt hjá okkur. Það er alveg sjón-
varp og sófi og rúm í rútunum.“
Hera: „Manni finnst það til-
heyra rokkaragaurum að vera í
rútu, en svo vorum við í Frost-
rósum í svona pakka fyrir jólin.
Maður sér ekki alveg fyrir sér
okkur dúllurnar og Friðrik Ómar
í rútu.“
Sindri: „Þetta er aðeins erfið-
ara en ég bjóst við. Við þurfum
að róta sjálf og tengja og borða
rosa hratt áður en við förum að
spila. Það er ekki mikið verið að
skoða sig um. Ég er búinn að fara
til alveg fáránlega margra staða
í Evrópu og í Bandaríkjunum og í
mörgum borgum hef ég bara séð
bílastæði.“
Ógeðslega leiðinleg lög
Þótt músíkin taki upp stærstan
hluta í lífi Sindra og Heru er hún
ekki alveg það eina.
Sindri: „Ég er myndlistarmennt-
aður og teikna mjög mikið og hef
sýnt. Ég elska líka fótbolta.“
Hera: „Ég hef áhuga á innan-
hússhönnun og finnst gaman að
sprangla á fjöll. Mesta afrekið
er Snækollur í Kerlingarfjöllum.
Ég gekk þar upp, þetta er bratt
og það var snjór, og svo renndi
ég mér öskrandi niður á rass-
gatinu. Það var algjör gargandi
snilld. Þegar ég kom niður var
allur göngugallinn kominn upp í
hið óæðra en ég fann ekkert fyrir
því af því að ég var svo dofin.“
Og þá er það stund sannleik-
ans. Hvernig finnst þér lagið
hennar Heru, Sindri?
Sindri: „Mér finnst það gott. Það
var allavega besta lagið í keppn-
inni í ár. Ég held því eigi eftir
að ganga vel. En ef ég á að segja
alveg eins og er þá er ég ekki
mikill Eurovision-aðdáandi.“
Hera: „Það er töff að vera á móti
Eurovision.“
Sindri: „Tja, ég hef nú ekki
kynnst því. Fólk skilur ekki hvað
ég er að tala um þegar ég seg-
ist ekki hafa gaman af þessu.
Mér finnst bara 95% af þessum
lögum í aðalkeppninni úti ógeðs-
lega leiðinleg.“
Hera: „Það er nú kannski það fal-
lega við þetta. Ég er alin upp af
söngkonu (mamma Heru er Hjör-
dís Geirs söngkona) og ég man
eftir mér ungri að hlusta á Eur-
ovision-lög. Ég er Eurovision-
hommi fyrir allan peninginn.“
Hera hefur aldrei heyrt í Sea-
bear. Hvernig útskýrir Sindri
músíkina fyrir Heru?
Sindri: „Fyrsta platan var dáld-
ið svona kántrí-folk, en nýja er
meira svona indie-rokk.“
Hera: „Ókei! Ég hef nú alveg
gaman af þessu öllu svo ég fer
beint heim að „jútjúba“ þig.“
■ Hera Björk er 37 ára en Sindri er 27
ára.
■ Hera fór í Söngkeppni framhalds-
skólanna 1988 fyrir hönd Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti og lenti í öðru
sæti með lagið „Án þín“.
■ Sindri byrjaði einn með Seabear
og gaf út fyrstu plötuna Singing Arc
þannig.
■ Hera var einu sinni í hljómsveitun-
um Orgill, Sweetý og 17 vélar.
■ Sindri gerði sólóplötu undir nafninu
Sin Fang Bous.
■ Hera stjórnaði þættinum Stutt í
spunann 1999-2000 með Hjálmari
Hjálmars.
■ Fyrsta plata Seabear sem hljóm-
sveit kom út 2007 og heitir The Ghost
that carried us away.
■ Fyrsta sólóplata Heru heitir Ilmur af
jólum og kom út árið 2000.
■ Sindra hefur verið líkt við Beck en
Heru hefur verið við líkt við malt-
nesku Eurovision-dívuna Chiara.
■ Hera var næstum því farin í Euro-
vision fyrir Dani í fyrra.
■ Lagið Cat piano með Seabear
hljómaði í Gossip girl.
BLÁKALDAR STAÐREYNDIR
HÁSKÓLA
DAGURINN
Þetta er snúið en þú hefur val! Yfir 500 námsleiðir í boði.
Í Ráðhúsi Reykjavíkur verður kynning á námi frá Háskólanum á Akureyri, Háskólanum á Bifröst, Háskólanum á Hólum,
Háskólanum í Reykjavík, Landbúnaðarháskóla Íslands og Listaháskóla Íslands.
Í Háskóla Íslands, Háskólatorgi, Gimli og Odda verður kynning á námi við Háskóla Íslands.
Í Norræna húsinu er kynning á framhaldsnámi í Danmörku og Svíþjóð.
Kynntu þér möguleika framtíðarinnar á www.haskoladagurinn.is.
Háskóladagurinn er haldinn í dag frá klukkan 11.00 til 16.00