Fréttablaðið - 03.05.2010, Page 4

Fréttablaðið - 03.05.2010, Page 4
4 3. maí 2010 MÁNUDAGUR GRIKKLAND Gríska ríkisstjórnin hefur ákveðið að þiggja aðstoð Evrópusambandsins og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins við að vinna sig út úr þeim efnahagsþrenging- um sem við blasa við grísku þjóð- oinni. George Papandreou, for- sætisráðherra Grikklands, segir íbúa landsins þurfa að færa mikl- ar fórnir til að koma í veg fyrir yfirvofandi gjaldþrot. Óttast er að efnahagskreppan í Grikklandi geti haft skaðleg áhrif á efnahag annarra ríkja á evrusvæðinu. Áætlað er að lánagreiðslur til Grikkja geti numið allt að 120 milljörðum evra á næstu þrem- ur árum. Grikkir þurfa að skera niður ríkisútgjöld um 30 milljarða evra á næstu þremur árum og er mark- miðið að fjárlagahalli, sem var 13,6 prósent af vergri landsfram- leiðslu á síðasta ári, verði kominn niður í 3 prósent árið 2014. José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, sagði björgunarað- gerðirnar eiga bæði að stuðla að efnahagslegu jafnvægi í Grikk- landi og á evrusvæðinu sjálfu. - sm Grikkir þurf að færa miklar fórnir til að koma í veg fyrir gjaldþrot þjóðarbúsins: Samþykkja neyðaraðstoð frá ESB og AGS Aðgerðir Grikkja BANDARÍKIN Samtökin Tarik-e-Taliban, sem eru samtök pakistanskra talibana, segjast bera ábyrgð á bílsprengjunni sem sprengja átti á Times Square í New York í fyrrakvöld. Þetta kom fram á myndskeiði sem birtist á vefnum Youtube í gær. Samkvæmt myndbandinu var sprengjunni komið fyrir á torginu til að hefna tveggja leið- toga al-Kaída-samtakanna, sem drepnir voru í Írak fyrir skömmu og fyrir loftárásir Banda- ríkjamanna á talibana í Pakistan. Bandarísk stjórnvöld leggja nú allt kapp á að upplýsa hver stóð að baki bílasprengjunni. Vegna bilunar í kveikjubúnaði sprakk hún ekki. Þúsundir manna voru samankomnar á torginu og mátti litlu muna að illa færi. Bæði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, þökkuðu skjótum viðbrögðum lögreglu borgar- innar. „Við vorum heppin,“ sagði Bloomberg og þakk- aði um leið vökulum augum íbúa borgarinnar. Þá sagði hann að þótt sprengjan virtist hafa verið „viðvaningslega gerð” hefði hún getað banað þús- undum. Alríkislögreglan rannsakar fjölmargar vísbendingar sem hún hefur komist yfir, meðal annars hár og fingraför sem fundust í bifreið- inni. Þá er verið að fara yfir allar upptökur úr nálægum eftirlitsmyndavélum. Að sögn yfirvalda var sprengjan gerð úr flug- eldum, própangasi, bensíni og með tímastilli. Henni var komið fyrir í grænni Nissan Pathfind- er bifreið sem var lagt á horni 45. strætis og 7. breiðgötu. Götusali sá reyk leggja frá bílnum um kvöldmatarleytið og lét lögreglu vita. Bíllinn var skilinn eftir í gangi og með blikkandi hættu- ljós. Sprengjusérfræðingar voru kallaðir til og var stór hluti hverfisins lokaður af. Hann var þó opnaður aftur eftir að bifreiðinni hafði verið komið fyrir á öruggum stað. Flestum sýningum á Broadway var haldið áfram. kristjan@frettabladid.is Bílsprengjan sprakk ekki vegna galla í kveikjubúnaði Samtökin Tarik-e-Taliban segjast í myndbandi bera ábyrgð á bílsprengjunni sem komið var fyrir á Times Square í New York í fyrrakvöld. Bandaríska alríkislögreglan rannsakar allar vísbendingar. Galli í kveikju- búnaði varð til þess að sprengjan sprakk ekki en hún hefði getað drepið þúsundir sem voru á torginu. VIÐSKIPTI Íslandsbanki ætlar að hasla sér völl í Bandaríkjunum með fjármálaráðgjöf við fjárfesta í sjávarútvegi og jarðvarmaorku. Til stendur að opna skrifstofu í New York og segir Birna Einarsdótt- ir, bankastjóri Íslandsbanka, að ímynd Íslands á þessum vettvangi hafi ekki laskast þrátt fyrir banka- hrun. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Íslandsbanki hefur einbeitt sér að þjónustu við fyrirtæki sem starfa í sjávarútvegi og í tengslum við jarðhita. Ef allt gengur að óskum opnar skrifstofan á næstu vikum. - ghh Íslandsbanki í útrás: Skrifstofa opni í New York SAMGÖNGUR Flugvélar Flugfélags Vestmannaeyja sem sinna sjúkra- flugi milli lands og eyja hafa ekki haft leyfi til þess að fljúga frá því á föstudag samkvæmt fréttavefn- um suður.net. Þar er haft eftir framkvæmda- stjóra Flugfélags Vestmannaeyja, Valgeiri Arnórssyni, að Flug- málastjórn sé að skoða umbeðin gögn og vonar að hægt verði að byrja að fljúga aftur í dag. Vísir greindi frá því á laugar- dag að kalla þurfti þyrlu Land- helgisgæslunnar út til þess að sækja alvarlega veikan mann aðfaranótt laugardags. Þyrlan þurfti að sækja manninn þar sem báðar sjúkraflugvélarnar í Vest- mannaeyjum máttu ekki fljúga. Sjúkraflugvélar kyrrsettar: Vonandi flogið aftur í dag BIRNA EINARSDÓTTIR Bandarísk stjórnvöld hafa lengi óttast að Times Square í New York, sem hefur verið kallað hjarta borgarinnar, yrði fyrir hryðjuverkaárás. Torgið er um sex kílómetra frá staðnum þar sem Tvíburaturnarnir stóðu og er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna. Um 37 milljónir manna heimsækja torgið á hverju ári og þegar mest lætur getur mannmergðin orðið svo mikil að erfitt getur verið að komast um á torg- inu. Meira en þrjátíu leikhús eru nálægt torginu og hefur gatnamótum 7. breiðstrætis og 42. götu verið lýst sem krossgötum heimsins. Torgið var eitt sinn kallað Longacre Square en núverandi nafn fékk það eftir að New York Times opnaði skrifstofu sína þar árið 1904. Mörg ár eru síðan blaðið flutti sig um set. Talið er að allt að ein milljón manna komi þar saman á hverju ári til að fagna áramótum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem torgið er rýmt af ótta við sprengjuárás. Í desember árið 2009 var því lokað í stutta stund þegar grunur lék á að sprengja gæti verið falin í númerslausum bíl sem stóð þar. Sá ótti reyndist óþarfur. Times Square – krossgötur heimsins VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 14° 10° 9° 12° 8° 10° 10° 20° 8° 20° 28° 35° 10° 8° 27° 9° Á MORGUN 3-8 m/s. MIÐVIKUDAGUR 5-10 m/s. 78 8 8 8 9 6 6 6 6 7 3 7 10 8 7 5 5 3 3 4 7 12 12 10 8 10 10 11 12 14 16 RÓLEGT VEÐUR Veður verður ró- legt í vikunni en búast má við dá- lítilli vætu af og til, einkum norðan og vestan til. Það lítur út fyrir að Suð- austurland verði í algjörum sérfl okki hvað sólskin og hita varðar en á fi mmtudag gæti hitinn þar náð allt að 18°C. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður ■ Hætta þarf við bónusgreiðslur til ríkisstarfsmanna. ■ Minnka þarf árlegar uppbætur til fólks og tekjuhærri einstaklingar fá alls engar uppbætur. ■ Hætt er við launahækkanir til ríkisstarfsmanna næstu þrjú árin. ■ Hækka virðisaukaskatt úr 21 prósenti í 23 prósent. ■ Hækka skatta á eldsneyti, áfengi og tóbaki um 10 prósent. ■ Leggja skatt á ólöglegar byggingarframkvæmdir. SPRENGJAN GERÐ ÓVIRK Á stærri myndinni má sjá mann úr sprengjudeild lögreglunnar gera sprengjuna óvirka en á innfelldu myndinni má sjá þegar bifreiðin var dregin burt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 30.04.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 226,3981 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,37 127,97 195,25 196,19 169,57 170,51 22,779 22,913 21,587 21,715 17,633 17,737 1,3464 1,3542 192,35 193,49 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Nýr Nicorette plástur fæst nú 25 mg og hálfgagnsær Nýt t! Nicorette® nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð til að auðvelda reykingafólki að venja sig af tóbaki með því að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt. Nota má forðaplásturinn einan og sér eða samtímis 2mg Nicorette lyfjatyggigúmmíi eða Nicorette innsogslyfi. Hámarksdagskammtur er 1 stk forðaplástur og annað hvort 24 stk lyfjatyggigúmm eða 12 hylki af innsogslyfi.Til að ná sem bestum árangri skal fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarlegar hjartsláttartruflanir, ómeðhöndlaðan háþrýsting eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette. Börn yngri en 15 ára mega ekki nota Nicorette. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu eingöngu nota Nicorette í samráði við heilbrigðisstarfsfólk. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: McNeil Denmark ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatún 2, 210 Garðabæ. Nicorette Invisi 25 mg Er að hærri styrkleika en fyrri forðaplástrar frá Nicorette

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.