Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.05.2010, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 03.05.2010, Qupperneq 6
6 3. maí 2010 MÁNUDAGUR HANNAÐ AF FAGFÓLKI - Á VERÐI FYRIR ÞIG SLÉTTAN STÍL Sérhönnuð hárvörulína fyrir Til að ná hárinu sléttu og glansandi ver hárið gegn hita BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti kom til Louisi- ana í gær til að kynna sér aðgerð- ir vegna olíulekans úr borpallin- um Deepwater Horizon sem sökk 22. apríl. Olíuflekkurinn stækkar sífellt og nálgast ströndina óðfluga. Stærsta mengunarslys í banda- rískri sögu virðist óumflýjanlegt. Obama forseti fundaði í gær með háttsettum embættismönnum þeirra fimm ríkja sem hafa eða búist er að muni þurfa að glíma við mikla olíumengun. Umræðuefnið er einfaldlega hvernig megi taka á vandanum sem Bobby Jindal, ríkisstjóri í Louisiana, segir að ógni ekki aðeins náttúru og lífs- viðurværi þúsunda manna heldur einnig lífsháttum fólks til lengri tíma. Auk Louisiana hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Missis- sippi, Alabama og Florída. Obama hefur sagt opinberlega að í engu verði sparað og mengunar- slysinu verði mætt með öllum þeim úrræðum sem Bandaríkin hafa úr að spila. Íbúar á svæðinu eru þess hins vegar minnugir að forveri Obama í embætti, George Bush, hafði upp fagurgala þegar fellibylurinn Katr- ína reið yfir svæðið árið 2005. Íbú- arnir óttast að mengunarslysið muni hafa meiri áhrif en Katrína þar sem það tekur mörg ár fyrir lífríkið að jafna sig eftir stórt mengunarslys. Olíuflekkurinn nálgast nú aust- urströnd Bandaríkjanna óðfluga. Ríkjandi vindátt er óhagstæð og fjölbreyttu dýralífi fenjasvæða og fiskimiðum er ógnað. Bandaríska strandgæslan hefur haldið því fram að jafngildi fimm þúsund olíutunna leki í sjóinn á hverjum degi sem jafngildir um 800 þúsund lítrum. Háttsettir embættis- menn halda því hins vegar fram að í raun viti menn ekki hversu mik- ill lekinn er. Útbreidd skoðun er á meðal viðbragðsaðila að lekinn sé fimmfalt meiri en menn töldu í fyrstu. Óttast er að aðgerðum á slys- stað verði ekki lokið fyrr en í júlí- lok og þá verði olíumengunarslys af óþekktri stærðargráðu staðreynd. svavar@frettabladid.is Telja að olían leki í sjóinn í þrjá mánuði Bandaríkjaforseti kom í gær til Louisana til að kynna sér síversnandi ástand þar vegna olíulekans í Mexíkóflóa. Yfirvöld viðurkenna að upplýsingar um olíu- lekann séu óáreiðanlegar. Þrjá mánuði gæti tekið að koma í veg fyrir lekann. BRETLAND Heimsmeistarinn í snóker, John Higgins, hefur verið dæmdur í keppnisbann eftir að upp komst um að hann hafi þegið mútur. Samkvæmt heimildum News of the World á Higgins að hafa þegið greiðslu sem hljóðar upp á 51 milljón króna gegn því að tapa leik. Blaðamaður hjá News of the World hefur undir höndum mynd- band þar sem sjá má Higgins og umboðsmann hans, Pat Mooney, semja um tapið við mann í Úkra- ínu. Higgins neitar sök. „Í öll þau ár sem ég hef leikið snóker hef ég aldrei þegið mútur. Í Úkraínu ótt- aðist ég um líf mitt, ég vissi ekki við hvern ég átti og þorði ekki annað en að hlýða manninum ef vera skyldi að hann tilheyrði rúss- nesku mafíunni,“ var haft eftir Higgins. Formaður Félags snókerleik- manna, Barry Hearn, dæmdi Higgins í leikbann í kjölfar fréttanna. Hann sagði málið svo alvarlegt að hann hafi neyðst til að grípa til örþrifaráða. Hann segir málið nú til skoðunar og að niðurstöðu verði að vænta innan nokkurra vikna. - sm Heimsmeistarinn í snóker hefur gerst sekur um mútuþægni: Higgins dæmdur í keppnisbann Í KEPPNISBANN John Higgins fékk greidda háa upphæð fyrir að tapa leik í snóker. NORDICPHOTOS/GETTY KÓREA Kim Tae-young, varnar- málaráðherra Suður-Kóreu, hefur heitið því að þeir sem sökktu suður-kóreska herskip- inu Cheonan undan strönd Norð- ur-Kóreu í lok mars skulu greiða fyrir það dýru gjaldi. Mikil sprenging hlutaði skip- ið í sundur og létust 46 suður- kóreskir skipverjar lífið. Skipið sökk 26. mars. Líklegast er talið að tundurskeyti hafi grandað skipinu. Búið er að ná flaki skipsins af hafsbotni og er það nú til rannsóknar. Kim Tae-young gaf ekki upp til hvaða aðgerða yrði gripið og sakaði Norður-Kóreumenn ekki með beinum orðum um verknað- inn. Margir Suður-Kóreumenn hafa þá hins vegar grunaða. Yfirvöld í Pyongyang, höfuð- borg Norður-Kóreu, hafa neitað allri aðild að málinu. - ve Varnarmálaráðherra S-Kóreu: Heitir því að ná árásarmönnum © GRAPHIC NEWS : HREINSUN OLÍUBLAUTRA FUGLA Olía sest í fiður fugla sem verður til þess að þeir geta ekki haldið á sér hita. Þeir gleypa olíu sem hefur áhrif á lifrar- og nýrnastarfsemi og eyðileggur æxlunarfæri Augu Skoluð með heitri lausn Goggur og nasir Hreinsaðar með bómull Fiður Ítrekað hreinsað með sápu © GRAPHIC NEWS s TILTÆKUR OLÍUHREINSUNARBÚNAÐUR Úðakerfi Flugvélar geta dreift 20 tonnum af bindiefnum á klukkustund. Douglas DC-3 og C-130 Herkúles vélar dreifa efnum yfir hafflötinn. 45 senti- metrar eru ofansjávar. 30 senti- metrar eru neðansjáv- ar. Flotgirðingar Notaðar til að hindra útbreiðslu olíunnar. Strandgæslan Sér um aðgerðir á vettvangi. Færibönd Nýtt til að vinna olíu af haffletinum sem sett er í tanka. Flotið er úr frauðplasti. Keðjur halda girðingunni niðri. Olía innan flotgirðinga hefur verið brennd. Bindiefni Brjóta olíuna niður í dropa sem sökkva til botns. Mengar botninn. OLÍUFLEKKURINN Mynd frá Bandarísku geimferðastofnuninni sýnir vel hversu hratt olían breiðist út. Tímasetningin gæti vart verið verri þar sem varptími fugla og hrygning fiska stendur nú sem hæst á svæðinu. Flekkurinn er nú á stærð við Púerto Ríko eða tíu þúsund ferkílómetrar. NORDICPHOTOS/AFP ÚTFLUTNINGUR Íslenski skálinn á heimsýningunni EXPO 2010 í Shanghaí var opnaður formlega á laugardag en biðraðir hafa mynd- ast fyrir utan skálann í þau fjög- ur skipti sem hann hefur verið opnaður óformlega. Um 20 þús- und gestir höfðu lagt leið sína í skálann. Á EXPO er ætlunin að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn, hátæknilausnir á sviði jarðhita, íslenskt hugvit og að rækta pólitísk samskipti við Kína. Heimssýningin EXPO 2010: Mikil aðsókn í íslenska skálann Viltu að giftingar samkyn- hneigðra verði leyfðar innan þjóðkirkjunnar? Já 62,2% Nei 37,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Spilar þú póker? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.