Fréttablaðið - 03.05.2010, Qupperneq 10
10 3. maí 2010 MÁNUDAGUR
NEYTENDUR Fleiri vita nú um
vátryggingasvik þar sem viðkom-
andi fékk bætur sem hann átti ekki
rétt á en í fyrra. Tryggingasvik og
skattsvik telur fólk almennt létt-
vægari en önnur svik. Flestir telja
fjárdrátt alvarlegasta brotið.
Þetta er á meðal þess sem fram
kemur í niðurstöðum könnunar
sem Capacent Gallup gerði fyrir
Samtök fjármálafyrirtækja í síð-
asta mánuði. Í könnuninni kemur
fram að 30,3 prósent þátttakenda
hafi vitneskju um tryggingasvik.
Í sambærilegri könnun Capacent
Gallup frá í fyrra vissu 24,7 pró-
sent þátttakenda um einhvern sem
fékk bætur sem hann átti ekki rétt
á. Könnunin í fyrra var sú fyrsta
sinnar tegundar sem gerð var hér
á landi.
Í niðurstöðum könnunarinnar í
fyrra voru 87 prósent þátttakenda
sammála því að vátryggingasvik
eru alvarlegt brot. Í ár eru tæp-
lega 96 prósent sammála því.
Skýr tengsl eru á milli aldurs og
viðhorfs og vitneskju um vátrygg-
ingasvik. Nær helmingur þátttak-
enda á aldrinum 16 til 24 ára þekk-
ir til vátryggingasvika. Eftir því
sem ofar dregur í aldri fækkar
þeim sem þekkja til slíks auk þess
sem fleiri telja svikin alvarleg.
Daði Sverrisson, hagfræðing-
ur hjá Samtökum fjármálafyrir-
tækja, segir niðurstöðurnar ekki
koma á óvart. Bæði viðhorf og
afstaða þátttakenda í könnuninni
séu sambærileg við það sem sjáist
í nágrannalöndunum.
Hann bendir á að könnun sem
þessi sé gerð reglulega í nágranna-
ríkjunum. Líklegt sé að næstu
skref felist í fræðslu og forvörn-
um. Árið 2008 námu bótagreiðslur
vátryggingafélaga þrjátíu millj-
örðum króna. Daði bendir á að
miðað við áætlaða tíðni vátrygg-
ingasvika í nágrannaríkjunum
megi áætla að tíu til fimmtán
prósent bótagreiðslna séu vegna
tryggingasvika.
Miðað við það nemi vátrygg-
ingasvik hér þremur til 4,5 millj-
örðum króna á ári hverju.
Daði segir um háar upphæðir að
ræða. „Það má ekki gleyma því að
þegar upp er staðið lendir kostn-
aður við vátryggingasvik á heið-
arlegum viðskiptavinum trygg-
ingafélaganna, þeim sem greiða
iðgjöldin.“ jonab@frettabladid.is
500 bæklingar með nýju sniði.
UMHVERFISVOTTUÐ
PRENTSMIÐJA
50 kassar utan um augnakonfekt.
Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
VÖRUFRAMBOÐ Á HÖFÐI Þessi sölu-
maður í Jaffna á Srí Lanka flutti vörur
sínar á höfðinu. NORDICPHOTOS/AFP
DAÐI SVERRISSON Kostnaður við bótagreiðslu vegna tryggingasvika lendir á heiðarlegum viðskiptavinum tryggingafélaganna,
segir hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þriðjungur landsmanna
þekkir til tryggingasvika
Fleiri telja fjárdrátt alvarlegra brot en skatt- og tryggingasvik, samkvæmt niðurstöðum könnunar Capacent
Gallup. Ætla má að bótagreiðslur vegna vátryggingasvika nemi allt upp undir 4,5 milljörðum króna á ári.
Capacent Gallup framkvæmdi
könnunina 10.-18. mars síðast-
liðinn til að meta viðhorf íslensks
almennings á aldrinum 16-75 ára
til vátryggingasvika.
Þátttakendur voru spurðir
fjórtán spurninga þar sem spurt
var um vitneskju viðkomandi um
vátryggingasvik annarra, almenn
viðhorf til vátryggingasvika og ann-
arra fjársvika.
Um könnunina
ÁSTRALÍA Einn frægasti glæpa-
maður Ástralíu, Carl Williams,
var barinn í hel af samfanga
sínum fyrir skömmu.
Williams var gjarnan nefnd-
ur „morðinginn með barnsandlit-
ið“ og höfðu sjónvarpsþættir sem
byggðu á ævi hans slegið í gegn í
Ástralíu. Jarðarför Williams fór
fram um helgina og um hundrað
manns var viðstatt þegar glæpa-
maðurinn var lagður til hinstu
hvílu í gullhúðaðri kistu sem
kostaði um fjórar milljónir króna.
- sm
Morðingi með barnsandlit:
Jarðaður í gull-
húðaðri kistu
SÖFNUN Þorbjörg Elín Fríðhólm
Friðriksdóttir, sem er búsett í Sand-
gerði, hefur sett af stað söfnun fyrir
ytri öndunarvél handa Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja en hún þarf að
styðjast við slíka vél í baráttu sinni
við langvinna lungnaþembu. Aðeins
ein ytri öndunarvél er til á stofnun-
inni en hún þarf á tveimur til þrem-
ur að halda til að koma til móts við
sjúklinga á svæðinu.
„Ég er bundin við vélina allar
nætur og hef þurft að sofa á sjúkra-
húsinu síðastliðna sjö mánuði. Það
hefur einu sinni komið fyrir að
annar sjúklingur hafi þurft á vél-
inni að halda og þá þurfti að kalla
eftir aukavél úr Reykjavík. Í kjöl-
farið ákvað ég að hrinda af stað
söfnun og sendi bréf til verkalýðs-
félaganna, kvenfélaganna og bæjar-
félaganna á Suðurnesjum auk þess
sem Sjálfsbjörg – landssamband
fatlaðra, gaf stóra upphæð,“ segir
Þorbjörg.
Þegar hefur tekist að safna
tæplega 1,5 milljónum króna.
Vélin kostar um 2,5 milljónir og
geta áhugasamir lagt söfnuninni
lið með því að leggja inn á eftir-
farandi reikning: 542-14-401515,
kennitala 061051-4579. - ve
Þorbjörg Elín Friðriksdóttir safnar fyrir ytri öndunarvél:
Aðeins ein öndunarvél til staðar
MEÐ VELUNNURUM SÍNUM Þorbjörg er
tengd við ytri öndunarvél allar nætur en
aðeins ein slík vél er til á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja.
Það má ekki gleyma
því að þegar upp er
staðið lendir kostnaður við
vátryggingasvik á heiðarleg-
um viðskiptavinum trygginga-
félaganna, þeim sem greiða
iðgjöldin.
DAÐI SVERRISSON
HAGFRÆÐINGUR HJÁ
SAMTÖKUM FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA
SLYS Kona slasaðist illa á fæti á
Miðfellstindi á Vatnajökli síðdeg-
is á laugardag og voru björgunar-
sveitir á Austurlandi kallaðar út.
Þyrla Landhelgisgæslunnar
var einnig kölluð til og fór hún
með undanfara björgunarsveita
af höfuðborgarsvæðinu aust-
ur. Þyrlan lenti rétt eftir klukk-
an 18 á slysstað og flutti konuna
á sjúkrahús í Reykjavík, en hún
mun hafa fengið ísöxi í fótinn. - ve
Slasaðist á Vatnajökli:
Fékk ísöxi í fót-
inn í fjallgöngu
FÉLAGSMÁL Þrjátíu og tvær til-
kynningar bárust barnavernd-
arnefnd á norðanverðum Vest-
fjörðum, nítján í febrúar og
þrettán í mars. Vefurinn Bæjar-
ins besta greinir frá.
Þar kom einnig fram að
barnaverndarnefndir á Vest-
fjörðum hafi ekki skilað inn
endanlegum upplýsingum fyrir
síðasta ár. Skili nefndirnar ekki
gögnum fyrir 1. júní muni þær
fá áminningu frá Barnavernd-
arstofu. Þá var lagt fram bréf
frá Velferðarvaktinni sem ætlað
er að fylgjast með félagslegum
jafnt sem fjárhagslegum afleið-
ingum efnahagsástandsins fyrir
fjölskyldur og einstaklinga í
landinu.
Barnaverndarnefnd Vestfjarða:
Þrjátíu og tvær
tilkynningar
Ungur síbrotamaður tekinn
Ungur síbrotamaður var handtekinn
í Reykjanesbæ á laugardag eftir að
hafa bæði brotist inn í bíla og hús.
Pilturinn, sem er um tvítugt, virðist
hafa stolið öllu sem á vegi hans varð
en lögreglan lagði meðal annars hald
á tertuhníf sem hann hafði tekið af
einu heimilinu.
LÖGREGLUMÁL