Fréttablaðið - 03.05.2010, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 3. maí 2010 11
Nánari upplýsingar á www.xd.is/reykjavik
Hverfafundir borgarstjóra
með íbúum Reykjavíkur
Árbær – Árbæjarskóli – 5. maí kl. 20.00
Miðborg – Miðbæjarskóli – 8. maí kl. 15.00
Grafarholt – Ingunnarskóli – 10. maí kl. 17.00
Grafarvogur – Víkurskóli – 10. maí kl. 20.00
Háaleiti – Félagsmiðstöðin Hvassaleiti 56–58 – 11. maí kl. 17.00
Vesturbær – Hagaskóli – 11. maí kl. 20.00
Breiðholt – Ölduselsskóli – 17. maí kl. 17.00
Kjalarnes – Klébergsskóli – 17. maí kl. 20.00
Laugardalur – Laugalækjarskóli – 19. maí kl. 20.00
Þú getur
haft áhrif
á hverfið þitt
Vinnum saman í Reykjavík
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Borgarstjóri
SÓMALÍA Sómalskir uppreisnar-
menn tóku yfir bæinn Haradhere
sem er á suðurströnd Sómalíu.
Sómalskir sjóræningjar hafa haft
aðsetur í bænum en þeir lögðu á
flótta undan uppreisnarmönnun-
um sem hyggjast koma á lögum
og reglu í bænum. Eins konar lög-
leysa hefur ríkt í Sómalíu síðast-
liðin tuttugu ár.
Erlendir fréttamiðlar höfðu
eftir einum sjóræningjanna að
uppreisnarhópurinn hafi komið
til Haradhere og heimtað hlut í
ránsfeng sjóræningjanna. - sm
Sjóræningjar leggja á flótta:
Vilja koma á
lögum og reglu
EFNAHAGSMÁL „Þeir sem brutu af
sér hjá Goldman Sachs fara næsta
örugglega í fangelsi. Það er spurn-
ing hvað verður um hina, sem komu
úr bankanum, fengu störf hjá ríkinu
og höfðu hugsanlega vitneskju um
stöðu mála.“
Þetta segir svissnesk-bandaríski
lögfræðingurinn dr. Daniel Levin.
Hann var með fyrirlestur fyrir
skömmu á vegum Samtaka fjárfesta
og viðskiptadeildar Háskóla Íslands.
Þar fjallaði hann um góða stjórnar-
hætti, kreppuna og bankahrunið.
Levin hefur starfað sem ráðgjafi
ríkisstjórna víða
um heim síð-
ustu ár. Hann
á sæti í nefnd á
vegum banda-
ríska þingsins
sem vinnur með
fjármálaeftirlit-
inu þar í landi
að rannsókn á
milljarðasvikum
bandaríska fjár-
festingarbankans Goldman Sachs.
Svikin felast í því að bankinn fékk
viðskiptavini sína til að fjárfesta í
skuldabréfavafningum sem í voru
verðlítil undirmálslán frá banda-
ríska vogunarsjóðnum Paulson &
Co árið 2007. Eftir að viðskiptavin-
ir Goldman Sachs keyptu vafning-
inn veðjaði vogunarsjóðurinn á að
vafningurinn myndi lækka í verði.
Bæði bankinn og vogunarsjóður-
inn högnuðust um milljarða dali á
kostnað viðskiptavina bankans.
Levin segir stjórnendur Gold-
mans Sachs, bæði núverandi og
fyrrverandi, bera mikla ábyrgð á
fjársvikamálinu. Á meðal þeirra
sem störfuðu hjá bankanum eru
Robert Rubin, fjármálaráðherra í
stjórnartíð Bills Clinton, og Henry
Paulson, sem fór úr bankanum til
að taka við stóli fjármálaráðherra í
ríkisstjórn George W. Bush.
Levin segir ábyrgð stjórnmála-
manna mikla, enda hafi marg-
ir þeirra átt að vita hvert stefndi
fyrir bankahrunið. Sumir hafi jafn-
vel vitað af því. „Það er sömuleið-
is spurning um ábyrgð íslenskra
stjórnmálamanna, svo sem Geirs
Haarde og fleiri sem sátu í ríkis-
stjórn þá,“ segir Levin.
jonab@frettabladid.is
Bandarískur lögfræðingur segir stjórnendur Goldman Sachs fara næsta örugglega í fangelsi:
Hrunið skrifast líka á stjórnmálamenn
DANIEL LEVIN
BANDARÍKIN Stærsti núlifandi
hestur heims er hinn tveggja
metra hái Stóri-Jake. Hestur-
inn er níu vetra gamall og vegur
rúmt tonn.
Eigandi Stóra-Jake segir hann
vera ljúfan sem lamb og hefur
hann meðal annars aðstoðað við
að safna fé til styrktar lang-
veikum börnum og fjölskyldum
þeirra, en Stóri-Jake ferðast um
Bandaríkin og tekur þátt í hesta-
sýningum.
Stóri-Jake er heilum átta
sentimetrum hærri en fyrrum
handhafi titilsins.
Eigandi hestsins segir fólk
verða hvumsa þegar það sér
hestinn þar sem hann þyki óeðli-
lega stórvaxinn. -sm
Stærsti hestur heims:
Hestur sem
vegur tonn
Gaskútur sprakk
Gaskútur sprakk á svölum íbúðarhúss
í Fossvoginum seinni hluta gærdags.
Að sögn lögreglu sakaði engan og vel
gekk að slökkva eldinn.
Harður árekstur í Hlíðunum
Harður árekstur varð við Suðurhlíð
um kvöldmatarleytið í gær þar sem
bifhjól og bíll skullu saman. Ökumað-
ur bifhjólsins slasaðist nokkuð en
meiðslin voru ekki talin alvarleg.
LÖGREGLA
DÝRALÍF Áströlsk kona þurfti að
kalla eftir aðstoð fagmanns við
að taka inn þvott af snúru. Heilt
býflugnabú hafði komið sér
fyrir á litríkum buxum og einu
sokka pari sem héngu til þerris á
snúrunni.
Býflugnabóndi nokkur kom
konunni til bjargar og taldi hann
að um 20 þúsund flugur hefðu
hreiðrað um sig á þvottinum.
Býflugur eiga það til að yfirgefa
bú sín vegna plássleysis. Drottn-
ingin og þernur hennar koma sér
fyrir á hentugum stað á meðan
vinnuflugur byggja nýtt bú í
grenndinni. -sm
Áströlsk kona í vanda:
Heilt býflugna-
bú á þvottinum
BÝFLUGUR Um 20 þúsund flugur
voru búnar að hreiðra um sig í þvotti
konunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA