Fréttablaðið - 03.05.2010, Síða 13

Fréttablaðið - 03.05.2010, Síða 13
MÁNUDAGUR 3. maí 2010 13 Hrunið hefur svipt fólk vinn-unni. Það hefur lagt dráps- klyfjar á fólk sem þarf nú að þræla myrkranna á milli til að gjalda bönkum og fjármögnun- arfyrirtækjum það sem þeirra er svo sannarlega ekki. Það hefur eitrað andrúmsloftið í þjóðfélag- inu og rústað sjálfsmynd þjóð- arinnar. Það hefur gert nafn íslensku þjóðarinnar að samheiti víða um lönd yfir græðgi, grobb, últra-frjálshyggju og óheiðarlega viðskiptahætti. Og samt … Þegar maður blaðar í Skýrslunni sér maður að Hrun- ið var ekki bara algerlega óhjá- kvæmilegt heldur líka nauðsyn- legt. Að byggja stéttskipt þjóðfélag Með ískyggilegum hraða stefndi hér á landi í andstyggilegt þjóðfélag. Markvisst var unnið að því að koma á rammari stétta- skiptingu en hér hafði sést síðan á fyrri hluta 20. aldar. Fólkið sem safnaði auði þurfti að finna að það væri yfir aðra hafið og því rauk verðið upp á sumum húsum í sumum götum – og allra fínast þótti að kaupa nokkur og rífa þau. Þrýstingurinn jókst að einkavæða heilbrigðiskerfið – „af hverju ættum við ekki að geta keypt okkur fram fyrir aðra í röðinni?“ – og menntakerfið – „af hverju ættum við ekki að geta keypt það besta handa börnunum okkar?“ Þjóðfélagið gliðnaði hratt. Það er mikið ánægjuefni að þessi þróun skyldi stöðvast. Við erum ekki öll samsek. Ekki voru allir með – fjarri fer því. En ákveðin hugmyndafræði var ríkjandi. Og sú hugmyndafræði á sumt skylt við fasisma. Dæmi: Árið 2008 kom út á vegum For- sætisráðherra skýrsla um störf nefndar undir stjórn Svöfu Grön- feldt sem skyldi finna „ímynd“ Íslendinga; hvað þjóðinni bæri að halda á lofti gagnvart öðrum þjóðum af meintum einkennum sínum; hvernig Íslendingar ættu að markaðssetja sig í heiminum. Íslenska þjóðin var gerð að vöru. Farin var sú leið að búa til „rýni- hópa“, þeir spurðir hvaða ímynd þeir gerðu sér af íslenskri þjóð. Gangandi Heklur og Geysirar Það sem er athyglisverðast við þetta er flóttinn frá sannleikan- um. Vandlega var forðast að leita til sagnfræðinga eða annarra fræðimanna sem fást við veru- leikann. Leitað var klisjunnar, með aðferðum sem helst má lýsa sem sambræðslu félagsvísinda, markaðsfræða og sjálfstyrkingar- námskeiða. „Frelsisþrá“ og „athafnagleði“ eru sérstaklega tilgreind sem ein- kenni frá landnámstíð, „aðlögun- arhæfni“ og „þrautseigja“ og gild- ir þá einu að ekki þarf lengi lesa um Íslendinga 18. og 19. aldar til að sjá að þeir þóttu upp til hópa latir, þröngsýnir, dáðlausir og íhaldssamir. Hin meintu ein- kenni eru svo sögð endurspeglast í „mikilli sköpunargleði, óbilandi bjartsýni og trú á getu úrræða- góðra Íslendinga til að fram- kvæma hið ógerlega …“ Síðan segir: „Íslendingar af báðum kynjum, á öllum aldri og úr ólíkum starfstéttum voru almennt sammála um að kraftur og frelsi einkenndu jafnt fólk, atvinnulíf, menningu sem og náttúru þessa lands.“ Í framhaldinu er því sleg- ið föstu að „náttúrulegur kraft- ur“ einkenni Íslendinga, og það sýnt með „ímyndarkorti“ sem er í laginu eins og eldfjall. Bein yfirfærsla á sér stað úr náttúrunni og í mannfólki. Í skýrslunni er þannig látið að því liggja að Íslendingar séu nokk- urs konar gangandi Heklur og Geysirar og Bjarnarflög; nátt- úrubörn í þeim skilningi að óhemjuskapur og agaleysi sé birt- ingarmynd náttúruaflanna innra með fólki, sem því sé á einhvern máta áskapaður, „til að lifa af í harðbýlu landi“. Íslendingar séu óbeisluð orka, náttúruval, eins og segir: „Kraftur og fjölbreytt fegurð íslenskrar náttúru endurspegl- ast í menningarlífi þjóðarinnar og skapar henni sérstöðu. Kraft- mikil atvinnusköpun, tjáningar- frelsi, öryggi og frelsi til athafna einkennir stjórnkerfið, atvinnu- hættina og samfélagið. Óbeisluð náttúruöflin eiga sér líka hlið- stæðu í agaleysi og oft og tíðum djarfri og óútreiknanlegri hegð- un Íslendinga. En þessa eigin- leika ber ekki að hræðast því þeir hafa gegnt veigamiklu hlutverki í lífsbaráttu þjóðarinnar. Þeim ber [svo] fagna og þá ber að nýta.“ Þetta er hugmyndafræðileg réttlæting á yfirgangi og ofstopa, óraunsæi, agaleysi – öllu því sem leiddi ósköpin yfir landsmenn. Þessi hugmyndafræði er hálf-fas- ísk. Frumstæð eðlishyggja, hug- myndir um áskapaða yfirburði, hvatning til að fara fram af „aga- leysi“ og með „djarfri og óútreikn- anlegri hegðun“ – áhugaleysi um sannleika, ást á klisjunni. Við hljótum að anda léttar yfir því að þessi vitleysa hélt ekki áfram. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. Pantaðu í síma 565 6000 eða á somi.is * Fjármagnstekjuskattur 18% staðgreiðsla Frá 1. janúar 2010 ber bönkum og öðrum fjármálastofnunum að reikna og halda eftir 18% staðgreiðslu af vaxtatekjum ársfjórðungslega. Sama gildir um arð sem greiddur er til eigenda af eignarhlutum í félögum. Rafræn skil á fjármagnstekjuskatti Nú er hægt að gera skil á fjármagnstekjuskatti á rafrænan hátt. Farið er á þjónustusíðu ríkisskattstjóra, skattur.is, með kennitölu og aðallykli eða skilalykli. Síðan er valið vefskil > staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts og opnast þá form útfyllingar. Fylgja þarf leiðbeiningum til enda og verður þá til krafa í heimabanka gjaldanda. Hafi ekki verið um að ræða neinar skatt skyld ar greiðslur arðs og vaxtatekna á tímabilinu skal gera grein fyrir því. Gjalddagar Fjármagnstekjuskattur er 18% frá 1. janúar 2010. Gjalddagar afdreginnar staðgreiðslu eru 20. apríl, 20. júlí og 20. október 2010 og 20. janúar 2011. Eindagi er 15 dögum síðar. Gjalddagi afdreginnar staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts á fyrsta ársfjórðungi 2010 er 20. apríl en eindagi er 5. maí. Fasisminn í hlaðinu Ríkisstjórn Íslands er að ganga í gildru LÍÚ varðandi veiði- ráðgjöf í þorski og öðrum teg- undum. LÍÚ er með meirihluta í stjórn Hafró, þeir eiga þar þrjá fulltrúa af fimm og hafa allt- af ráðið því sem þeir hafa viljað ráða hjá stofnuninni. LÍÚ hefur ávallt lagt blessun sína yfir togararallið, þótt það sé almennt talið illa til þess fallið að mæla stærð fiskistofna. Togararallið í ár er eins og pantað fyrir LÍÚ, sem vill ekki láta auka aflaheimildir í þorski af ótta við að það yrði gert með sama og með skötuselskvótann; að ríkið úthluti ekki til LÍÚ- manna heldur leigi aukakvótann beint út. Skipstjórnarmenn um allt land eru sammála um það að það sé óhætt að veiða meira af þorski en nú er gert. Margir telja að aukning um 100-150 þúsund tonn myndi ekki skaða stofninn. Samkvæmt gögnum Hafró væri þorskstofninn enn að stækka, þó svo að til kæmi 50.000 tonna aukning í veiðum. Það þarf að endurskoða öll vinnubrögð Hafró. Það þarf að fá erlenda fiskifræðinga, sem hafa rannsakað fiskgengd í Barents- hafi, til að gera úttekt á Íslands- miðum með sömu aðferðafræði og notuð er þar. Í Barentshafi hefur verið veitt umfram tillögur vís- indamanna í áratugi, án þess að það hafi haft áhrif á stofnstærð, nema ef síður væri. Það hefur alltaf vakið furðu mína síðan það var staðfest að það eru margir þorskstofnar á Íslandsmiðum að menn skuli treysta sér út frá vísindalegum forsendum að úthluta einni heild- artölu í alla þessa stofna. Segir það mér margt um vinnubrögð Hafró. Það er líka með ólíkind- um að svokallaðir vísindamenn skuli úthluta kvóta í tonnum án tillits til meðalþyngdar á veidd- um fiski. Það þarf að innleiða nýja hugs- un og ný vinnubrögð hjá Hafró. Vinnubrögð Hafró geta vart tal- ist vera vísindaleg, heldur virð- ast þau til þess fallin að þjóna sérhagsmunum frekar en heild- arhagsmunum þjóðarinnar. Það er full ástæða til þess að stofna rannsóknarnefnd til að fara yfir vinnubrögð Hafró og tengsl stofnunarinnar við LÍÚ. Almenn- ingur verður að geta treyst því að stofnanir ríkisins séu ekki undir valdi sérhagsmunahópa sem hafa það eitt að markmiði að tryggja eigin hagsmuni á kostnað heild- arhagsmuna. Ríkisstjórnin í gildru LÍÚ Sjávarútvegsmál Grétar Mar Jónsson fyrrverandi alþingismaður. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur. Í DAG

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.