Fréttablaðið - 03.05.2010, Page 14

Fréttablaðið - 03.05.2010, Page 14
14 3. maí 2010 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is JAMES BROWN (1933-2006) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Boðskapur minn er: „Hjálpaðu þér sjálfur, svo þú getir hjálpað öðrum.“ James Joseph Brown var bandarískur söngvari og skemmtikraftur, oft kallaður „faðir sálartónlistarinnar“. Úrslitarimma í Mælsku- og rökræðu- keppni grunnskóla Reykjavíkur og nágrennis, MORGRON, fór fram þriðjudaginn 27. apríl. Lið Hagaskóla fór þar með sigur af hólmi, en liðið var eingöngu skipað stúlkum: Aldísi Mjöll Geirsdóttur, Ásdísi Kristjánsdóttur, Birnu Ketilsdóttur og Sólveigu Láru Gautadóttur. Þjálfari liðsins var Ólafur Kjaran, nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík. „Þetta er búið að vera mjög skemmti- legt og margt sem maður hefur lært, ekki bara að halda ræður og koma fram heldur er keppnin góð æfing í rökhugs- un þar sem maður þarf að kryfja allt til mergjar,“ segir Aldís Mjöll Geirsdóttir, sem varð stigahæsti ræðumaðurinn í keppninni og því valin ræðumaður kvöldsins. Alls voru ræðukeppnirnar sem Hagaskóli tók þátt í vetur þrjár en á lokakvöldinu kepptu Hagaskóli og Lindaskóli til úrslita. „Upphaflega var haldið ræðunám- skeið sem stóð í eitt kvöld og svo var inntökupróf í ræðuliðið en við vorum 25 sem tókum þátt í því. Af þeim vorum við fjórar svo fengnar í liðið en tveir strákar af námskeiðinu, Arnar Sveinn Harðarson og Gunnar Birnir Ólafsson, komu líka nærri vinnu ræðuliðsins og hjálpuðu til við skrif og slíkt,“ segir Aldís Mjöll. Birna Ketilsdóttir var líka í ræðu- liðinu í fyrra en Ásdís, Aldís og Sól- veig Lára voru að prófa ræðumennsku í fyrsta skipti og segjast allar mæla með því að ungmenni prófi að skrá sig í námskeið í ræðumennsku. „Mörgum finnst mjög óhugnanleg tilhugsun að koma fram og tala fyrir framan hóp af fólki þannig að þetta er mjög góð aðferð til að yfirstíga slíka hræðslu,“ segir Birna og Sólveig Lára bætir við að hún sé ekki jafn fljót að mynda sér skoðun og hugleiðir frekar allar hlið- ar málsins. Þær segjast allar ætla að skrá sig í starf málfundafélaganna í menntaskóla en þær eru nemendur í 10. bekk. „Það er kominn tími á stelpurnar, strákarnir hafa oft verið svolítið áber- andi í ræðumennskunni en við tökum bara við þessu núna,“ segir Aldís. juliam@frettabladid.is MÆLSKU- OG RÖKRÆÐUKEPPNIN MORGRON: HAGASKÓLI VANN KOMINN TÍMI Á STELPURNAR RÆÐULIÐ HAGASKÓLA Frá vinstri: Sólveig Lára Gautadóttir, Aldís Mjöll Geirsdóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Birna Ketilsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MERKISATBURÐIR 1902 Hjúkrunarfélag Reykja- víkur er stofnað að frum- kvæði Oddfellowregl- unnar. Félagið fær fólk til starfa í heimahjúkrun. 1943 Fjórtán bandarískir her- menn farast er flugvél brotlendir á Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Í för með hermönnunum er Frank M. Andrews, æðsti yfir- maður herafla Bandaríkj- anna í Evrópu, og hann ferst líka. 1970 Álverið í Straumsvík er tekið í notkun. Fram- leiðsla á áli hafði hafist ári áður. 1998 Fyrsti áfangi Grafarvogs- laugar er opnaður. Á þessum degi árið 1986 tók Ísland í fyrsta skipti þátt í Eurovison með laginu Gleði- bankinn en það var söng- hópurinn ICY sem flutti lagið sem Magnús Eiríksson samdi. Lagið lenti í 16. sæti en mikil eftirvænting ríkti meðal Íslendinga sem bjuggust margir jafnvel við sigri lagsins. Sama dag og Íslendingar kepptu birtu íslensk dagblöð greinar þar sem talað var um sigurlíkur lagsins og í DV var sagt að þær væru verulegar. Þannig birtist viðtal við einn af aðstandendum keppninnar í sama eintaki þar sem hann sagði frá partíhaldi í Björgvin þar sem keppnin var haldin: „Við vorum í fiskiveislu með nokkrum þátttakendum frá Suður-Evrópu og þeir höfðu mestar áhyggjur af því hvar við ætluðum að halda Eurovision-keppninna að ári ef við ynnum.“ Flytjendur lagsins voru Pálmi Gunnarsson, Helga Möller og Eiríkur Hauksson og Gunnar Þórðarson sá um útsetningu. „Það var meira að segja blístrað er síðustu tónar stórhljómsveit- arinnar, undir stjórn Gunnars Þórðarsonar, dóu út,“ skrifaði Eiríkur Jónsson, sem var staddur í Björgvin. Sigurvegarinn í keppninni varð hins vegar hin unga Sandra Kim frá Belgíu, sem söng lagið „J’aime la vie“. ÞETTA GERÐIST: 3. MAÍ ÁRIÐ 1986 Ísland í fyrsta sinn í Eurovision Caput-hópurinn heldur tón- leika í Listasafni Íslands miðvikudaginn 5. maí klukkan 20. Þrjú ný íslensk verk verða frumflutt á tónleikunum. Þar á meðal verða fluttir tveir nýir einleikskonsertar, Allt hefur breyst, ekkert hefur breyst eftir Hauk Tómas- son og Konsert fyrir kontra- bassa og kammersveit eftir Snorra Sigfús Birgisson. Einleikarar eru Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari og Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari. Þá verður verkið Hrím eftir Önnu Þorvaldsdóttur frumflutt á tónleikunum, en Anna er talin ein af efni- legstu tónskáldum af yngri kynslóðinni. Þess má geta að Hrím verður flutt aftur í San Diego aðeins tveimur dögum eftir frumflutning- inn hér á Íslandi. Stjórnandi á tónleikunum er Snorri Sig- fús Birgisson. Nánari upplýs- ingar á www.caput.is. Caput frumflytur íslensk tónverk Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Marheiður Viggósdóttir frá Siglufirði, Hverfisgötu 47, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði, sunnudaginn 25. apríl. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju við Strandgötu, þriðjudaginn 4. maí kl. 15.00. Ásdís Guðmundsdóttir Birgir Sigmundsson Bjarney Guðmundsdóttir Bjarni Guðjónsson Guðlaug Guðmundsdóttir Jón Alfreðsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn og faðir, Jón Eyjólfsson, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést á Dvalarheimilinu Höfða þriðjudaginn 27. apríl. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 4. maí kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Dvalarheimilið Höfða, Akranesi. Svava Gunnarsdóttir Gunnar Jónsson 90 ára afmæli Í tilefni af 90 ára afmæli Baldurs Ingólfssonar, 6. maí nk., tekur hann á móti gestum í safnaðar- heimili Neskirkju við Hagatorg, 107 Reykjavík, laugardaginn 8. maí nk. milli kl. 16 og 18. Vinir, vandamenn og aðrir samferða- menn eru hjartanlega velkomnir. Ástkær dóttir okkar, systir, barnabarn og frænka, Lena Margrét Hinriksdóttir, Colchester, Englandi, lést af slysförum sunnudaginn 25. apríl. Útför hennar fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, fimmtudaginn 6. maí kl. 14.00. Jóhanna Berglind Kristjánsdóttir Halldór Vagn Jónsson Hinrik Þór Valgeirsson Hildur Sveinbjörnsdóttir Guðný Rós Kahari Harry Kahari Valgeir Örn Hinriksson Eggert Jóhannes Halldórsson Sigríður Kristjana Halldórsdóttir Magdalena Olsen Valgeir J. Þorláksson Guðný Helga Jóhannsdóttir Unnsteinn Egill Kristinsson Ásmundur Örn Valgeirsson Anna Egilsdóttir Brynjar Már Lárusson Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, Vilborg Guðjónsdóttir frá Fremstuhúsum Dýrafirði, sem andaðist laugardaginn 24. apríl, verður jarðsungin frá Garðakirkju í Garðabæ þriðjudaginn 4. maí kl. 15.00. Guðjón Torfi Guðmundsson Stefanía Magnúsdóttir Þorgeir Guðmundsson Valgerður Guðmundsdóttir Dýri Guðmundsson Hildur Guðmundsdóttir Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.