Fréttablaðið - 03.05.2010, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 3. maí 2010 3
„Við teiknuðum þessi borð upphaf-
lega fyrir teiknistofuna okkar. Fólk
hefur spurt okkur töluvert út í þau
og svo hringdu þeir í Sóló húsgögn-
um í okkur í vetur og spurðu hvort
við ættum eitthvað sem þeir gætu
notað. Þá datt okkur í hug að vinna
meira með þessi borð,“ segir Heiða
Elín Jóhannsdóttir innanhússarki-
tekt sem hefur ásamt Dóru Hansen
samstarfskonu sinni á eittA innan-
hússarkitektum þróað og hannað
húsgagnalínuna Fjölnot.
„Okkur langaði til að hanna
hluti sem gætu elst með manni, og
gætu átt mismunandi líf eftir ævi-
skeiði eigandans,“ útskýrir Heiða.
Þannig gæti eitt borð verið skrif-
borð, fundarborð, eldhúsborð og
barnaborð.
Í húsgagnalínunni Fjölnot eru
fjórar stærðir af borðum sem eru
öll á hjólum. Einnig bekkir í sömu
lengd og borðin og kollar. Við borð-
in má nota flestar gerðir stóla eða
bekki og kolla úr Fjölnot-línunni.
Bekkina og kollana má líka nýta
staka hvar sem er innandyra, í for-
stofu, eldhúsi, í baðherbergi eða
jafnvel sem lítil borð. Þá geta hús-
gögnin bæði hentað á stofnunum
eins og skólum, skrifstofum og á
heimilum.
Heiða og Dóra hafa einnig leik-
ið sér að því að þróa húsgögnin og
hafa þannig búið til gatamynstur í
eina gerð af kollum. „Þannig getur
fólk sett sinn eigin svip á kollinn
með því að sauma í götin,“ segir
Heiða.
Húsgögnin verða til sölu í Sóló-
húsgögnum Gylfaflöt 16-18 en
jafnvel er líklegt að þau fari í sölu
víðar. Heiða er innt eftir því hvort
framhald verði á þróuninni. „Það
gæti vel verið. Húsgögnin bjóða
alveg upp á það. Línan er einföld
og hægt að vinna með hana eins og
við erum byrjaðar á með kollana.“
solveig@frettabladid.is
Einföld, stílhrein
og tímalaus
Dóra Hansen og Heiða Elín Jóhannsdóttir innanhússarkitektar hafa
hannað húsgagnalínuna Fjölnot. Við hönnunina huguðu þær að
samspili forma, efna, notagildis og endingar.
Einnig eru bekkir í línunni Fjölnot.Sumir kollarnir eru með götum sem má
sauma í mynstur.
Upphaflega hönnuðu Dóra og Heiða borðin fyrir teiknistofu sína eittA.
Hönnun Dananna Anne Heinsvig og Christian Uldall sem
hanna saman undir merkinu Helgo fæst nú í Epal en
kertastjakar og snagar frá þeim hafa slegið í gegn og verið
til umfjöllunar í hönnunartímaritum.
www.helgo.dk
Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is
LUANA
VINSÆLA MERKIÐ
ZEITLOS BY
FÆST NÚ HJÁ OKKUR
Mán. - föst. kl. 9-18
Laugard. kl. 11-15
www.friform.is
REYFARAKAUP
FRÍFORM
NÝIR TÍMAR - FERSK FORM
HREINT OG KLÁRT
ÞEGAR ÞIG VANTAR INNRÉTTINGU
AF LAGER Á LÆGRA VERÐI 20%