Samtíðin - 01.03.1970, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.03.1970, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN 7 12. Mundu að snyrta hendurnar viku- lega, og nuddaðu þær og olnbogana þá með sítrónusneið og handáburði eftir þvott. 13. Taktu þér vikulega fótsnyrtingu, en nuddaðu fæturna auk þess á hverju kvöldi með fótakremi, þegar þú hefur þvegið þá. Snúðu fótunum á víxl til hægri og vinstri eins langt og þú getur, til þess að öklarn- ir verði grannir. Ef þeir bólgna, skaltu hvíla þig þannig, að miklu hærra sé undir fótum en bolnum. Á nóttunni er hollt að hafa 20—25 cm hærra undir fótunum en bolnum. 14. Reyndu að hafa daglega næga hreyf- ingu til að varðveita unglegt vaxtarlag og vernda heilsuna. Neyttu umfram allt hollr- ar fæðu, er veitir þér næg fjör- og stein- efni. Varastu að borða of mikið, svo að þú fitnir ekki um of. 15. Farðu tvisvar í viku að hátta kl. 21, og reyndu að vera sofnuð kl. 22. Lestu eitthvað fróðlegt og skemmtilegt, áður en þú ferð að sofa. Það eykur víðsýni og menntun og hefur góð áhrif á útlit þitt. "k Ævaforn gæðafæða OSTUR hefur verið framleiddur frá ómunatíð og er því síður en svo uppgötv- un tæknialdarinnar. Þessi gamla uppgötv- un hefur reynzt einkar mikilvæg. Hún var á sínum tíma lausn hins mikla vanda- máls, hvernig varðveita mætti óskemmd hin dýrmætu efni mjólkurinnar. Þegar Olympíuleikarnir voru haldnir í Grikklandi í fornöld, var ostur mikilsverð- ur hluti mataræðis keppendanna. Veitir t>að athygliverða vitneskju um gildi hans og hollustu fyrir íþróttafólk. Nútímavís- indin hafa úrskurðað, að ostur innihaldi eggjahvítuefni, kalk, járn, A- og B-fjör- efni, og eru það veigamiklar upplýsing- ar. Ostur í hundruðum tegunda er í dag nijög eftirsótt fæðutegund í mörgum lönd- um. 'k Svefnþörf fólks á sólarhring NYFÆDD börn þarfnast 18— 21 klst. Börn yngri en 4 ára 14 klst. Tíu ára börn allt að 14 klst. Börn um fermingu allt að 10 klst. 14—21 árs fólk 8--9 klst. Eldra fólk sefur yíirleitt 8 klst. Gamalmenni sofa 5—7 klst. á sólarhring. •k Njóttu lífsins H. skrifar: Ég er orðin 19 ára og mér finnst ég bara vera orðin gömul. Ég er feimin og stunda því ekki skemmtanalíf- ið, en ég þyki, ef satt skal segja, lagleg, og piltarnir hafa oft reynt að koma mér til við sig, kyssa mig o. s. frv. Heldurðu, að ég hafi hagað mér bjánalega, þegar ég hef ekkert viljað með þá hafa? Það er komin yfir mig hálfgerð einmanakennd, og þó ég sé bæði feimm og ómannblendin, óar mig í aðra röndina við að pipra. Hvað á ég að gera? SVAR: Þú átt að hrista af þér feimn- ina, sem er í rauninni ekki annað en ótti við sjálfa þig, en auðvitað áttu að t'ara að öllu með hæfilegri gát. Mér er kunnugt um, að stúlkur í þínum sporum ver’ða stundum fyrsta flagaranum að bráð, þegar þær varpa sér gálauslega út í samkvæmis- lífið. Þess hlutskiptis óska ég þér ekki. En satt að segja hefur mér nú alltaf fundizt skrítið, þegar gott æskufólk er að burð- ast við að fara í hundana hér á landi, þar sem engum þarf að leiðast á þínum aldri, því að hér er í raun og veru flest ógert, allir eru meira og minna skyldir, og góð- vild og hjálpsemi fólksins eru engin tak- mörk sett. Sem sagt: Reyndu að njóta lífsins með gát. kr Annríki þýzkra húsmæðra ÞYZKT blað birti nýlega eftirfarandi: Ilver verður að fara fyrst allra á fætur á

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.