Samtíðin - 01.03.1970, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.03.1970, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN Frú Binli Tveir austurlenzkir kvenskörungar Frú Cao Ky I EVRÓPU hefur bað löngum verið haft á orði, að Asíukonur væru veikgeð.ia. blíðlyndar og hlédrægar, enda hálfgerðar ambáttir karlmannanna, sem réðu öliu austur þar. Þær tvær Víetnamkonur, sem hér verður lítillega getið, afsanna ræki- lega þessa þjóðtrú hér í álfu. Fullyrt er meira að segja, að í pólitískri valdastreitu samtíðarinnar komist vesturlandakonur ekki í hálfkvisti við þær, hvað einbeitni og baráttuþrek snertir. Þessar konur eru svarnir andstæðing- ar, og hafa báðar komið mjög við sögu í Víetnamstyrjöldinni. Önnur þeirra er frú Nguyen Thi fíinh, formaður friðarsamn- inganefndar Vietcongs í París. Hin er frú Dong Tyet Cao Ky, kona Nguyen Cao Ky hershöfðingja í Suður-Víetnam. Þegar fréttamenn heimsblaðanna í París spurðu frú Binh spjörunum úr um póii- tísk viðhorf hennar, orkaði þrennt í fari frúarinnar einna mest á þá: virðuleiki; lævís, en einbeitt svör og ilmurinn af C-hanel No. 5, en það ilmvatn notaði hún þá óspart. Frúin dró ekki dul á, að hún teldi sig sjálfkjörinn fulltrúa þjóðar sinnar erifend- is. Hún kvaðst hafa skilið manri sinn eft- ir heima, enda væri hann einungis her- maður. Sjálf sagðist hún vera meðal póli- tískra forustumanna þjóðar sinnar. Þeg- ar frönsku fréttamennirnir inntu frú Binh eftir pólitískri menntun hennar, hvessti hún augun á þá og kvaðst hafa byrjað að ástunda pólitík, meðan Frakk- ar réðu enn yfir Indókína. Hún rómaði viðtökur þær, sem friðarnefnd hennar hefði orðið aðnjótandi í Frakklandi og kvað þær harla ólíkar viðkynningu sinni af Frökkum áður fyrr. Kaldhæðnihreimurinn í rödd frúarinn- ar leyndi sér ekki, þegar hún sagði þetta, enda höfðu Frakkar á dögum nýlenduveld- is síns í Asíu haft hana í varðhaldi um þriggja ára skeið og ekki látið hana lausa, fyrr en Genfarráðstefnan hafði bundið endi á frönsk yfirráð 1 Indónesíu. Frú Binh og maður hennar hafa verið meðal frumkvöðla þjóðfreisishreyfingar lands síns. Árið 1968 var frúin næstæðsti stjórnandi skæruliðsflokka Víetcongs, samtals um 200 000 hermanna, og er áætl- að, að 30% þess liðs hafi verið konur. Hefur dugnaði þeirra verið við brugðið. Á herferðum bar hver þeirra um 30 kíló, m. a. hengirúm og hrísgrjónaskammt. Þessar stríðskonur gerþekktu frumskóga Víetnams og reyndust afburða duglegar við að grafa skotgrafir og bjarga særð- um mönnum. Dæmi þeirra þykir hafa afsannað rækilega áður nefnda þjóðtrú vesturlandafólks um blíðu, auðsveipni og

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.