Samtíðin - 01.03.1970, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.03.1970, Blaðsíða 31
SAMTÍÐIN 27 Fyrirmyndar-eiginkona er sú, sem: 1- Viðurkennir dugnað manns síns og hrós- ar honum iðulega fyrir hann. 2. Kvartar ekki undan annmörkum hans, en lofar honum að fara sínu fram. 3. Alasar honum ekki fyrir klaufsku hans í daglegu lífi. 4. Sýnir honum umburðarlyndi, þó að hann kunni að hrasa. 5. Er aldrei afbrýðisöm við hann, enda þótt ástæða kunni að vera til þess. 6. Ávítar hann ekki fyrir kaffihúsasetur og viðlíka hangs utan heimilisins. 7. Hnýsist aldrei í einkahirzlur hans. 8. Opnar aldrei bréf til hans, enda þótt ut- anáskriftin freisti til þess. 9. Ávítar hann aldrei í áheyrn annarra. 10. Leyfir honum að njóta einveru og næðis, þegar hann þarfnast þess. Fy r irmy nd ar-eiginm aður er sá, sem: 1- Vaknar, áður en vekjarinn hringir á morgnana, læðist fram í eldhús og fer að hita á katlinum. 2. Er hreykinn af þeim kostum konu sinn- ar, sem vekja aðdáun annarra, enda þótt henni sé áfátt í húsmóðurstarfi sínu. 3. Er ekki sí og æ að dást að öðrum konum í áheyrn konu sinnar. 4. Er ekki vitund afbrýðisamur gagnvart eldri vinum konum sinnar. 5. Er ekki nærgöngull við aðrar konur í samkvæmum. 6. Er háttvís og hreinlegur heima fyrir. 7. Sóar ekki öllum tómstundum sínum i það, sem hann nefnir félagsmálastarf- semi. 8. Færir konu sinni oft blóm og gjafir. 9. Er örlátur á fé til heimilisþarfa. 10. Elskar konu sína og virðir hana æ meir, eftir því sem árin líða. Gott hjónaband krefst samúðar og umburðarlyndis. JrantkclluH - Hépíering amatörverzlvnin LAUGAVEGI 55 - REYKJAVÍK - SIMI 2271B Þekkti söluumboðin AMERlSKUR kaupsýslumaður kom til Rómaborgar og linnti ekki látum, fyrr en honum tókst að fá áheyrn hjá páfa. Þeg- ar þeir hittust, sagði kaupsýslumaðurinn: „Eg hef nú ekki haft þá ánægju að hitta yður áður, en ég þekki mörg söluumboð yðar.“ Lausn á MARGT BÝR í ORÐUM á bís. 21: Hús, húf, húfs, húfa, hey, heyja, heyr, lieyra, haf, hafs, hysja, hreyf, hreyfa, hef, hefja, her, herja, hes, úa, úr, úra, úrs, úf, úfs, úfa, úfar, sú, súr, súra, sef, sefa, syfja, syfjar, Frey, Freys, Freyja, frú, frúa, fúr, fúrs, fús, fúsa, fúsar, fúar, feyja, fer, ferja, fes, far, fars, fjas, rú, rús, ref, refa, rúf, rúfs, raf, rafs, rafa, ras, rar, rars, ey, eyja, eyjar, ef, efa, efar, efs, efra, er, erf, erfa, erja, Esra, ys, ysja, yrja, Yrsa, Júra, ai, ars, arf, arfs, af. Karlmaður, sem getur fengið konu til að hlusta á sig með athygli, er venjulega að tala við einhverja aðra. ÖLL ÍSLENZK BÖRN þurfa aS lesa ÆSKUNA, hið fjölbreytta, ví3- lesna og vinsœla bamablaS. PóstsendiS strax þennan pöntunarseSil: Ég undirrit....... óska að gerast áskrif- andi að ÆSKUNNI og sendi hér með ár- gjaldið 300 kr. (Sendist í ábyrgðarbréfi eða póstávísun). Nafn .. Heimili Áritun: ÆSKAN, Pósthólf 14, Reykjavík.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.