Samtíðin - 01.03.1970, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.03.1970, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN ana. Svo reyktum við sígarettur og litum í kvöldblöðin. Þegar hann gekk út að glugg- anum til að draga tjöldin fyrir, varð hönurn litið út, og þá sagði hann: „Þú hafðir rétt fyrir þér, þegar þú sagðir, að þckan grúfði yfir lorgunum hérna. Hún er myrk þarna niðri núna.“ „Ég kann bara vel við þoku, þegar ég sit inni i hiýjunni,“ svaraði ég barnslega, ... og mér fannst ég vera eins og barn, sem kom- ið er heim til sín, svo mikil var hlýjan og öryggið á þessum stað. Þá spurði Jack allt í einu: „Af hverju hef- ur þetta verið svona örðugur dagur hjá þér?“ „O . . . það er bara af því, að ég er að skrifa dálítið, sem mér gekk illa að koma saman.“ „Ég átti nú við raunverulegu ástæðuna fyrir því . . . .“ Ég hvessti á hann augun. Á þessari stundu var hann ekki lengur unglegur á að líta. I svip hans speglaðist allt það, sem hann vissi um mennina og tilveruna, .. . og skyndilega varð ég gagntekin ofboðslegri löngun til að tjá honum hug minn. Ég sagði honum frá Michael. Og af því að Jack hafði aldrei hitt Michael, varð ég að leggja mig í líma. Allt í einu fannst mér, að öll þessi frásögn væri mér miklu auðskildari en nokkuru sinni fyrr. Ég reyndi af fremsta megni að skýra eins blátt áfram og glaðlega frá fyrstu kynn- um okkar Michaels, frá ást minni til hans. sem ekki hafði kulnað, enda þótt mér væri Ijóst, að hann ætti sér eiginleika, sem væru mér ekki að skapi. Michael hugsaði rökrétt og var óhlutdrægur og skynsamur. Hann at- hugaði öll veðramerki í lífinu, galla þess og kosti, allt, sem það gæti veitt honum. Jack sagði: „Þannig ert þú nú alls ekki, Ginny. Þú ert draumlynd,“ „Já, ég er draumlynd,“ anzaði ég, gröm við sjálfa mig. „Ég á mér þann óskadraum að skrifa bók, verða rithöfundur. Það fór í taugarnar á honum Michael. Hann stríddi mér aldrei með því, að mig langaði til að skrifa. En ég held hann hafi verið afbrýði- samur, af því að ég átti mér önnur áhuga- mál en hann sjálfur og auk þess markmið, sem honum reyndist um megn að átta sig á Hann var vanur að segja, að þegar við vær- um orðin hjón, myndi ég hafa meiri áhuga á að skrifa bók en að eignast barn. Mér fannst, að löngun mín til ritstarfa væri mesti og í raun og veru eim ásteytingarsteinninn okkar Michaels. Þessi löngun mín var að minnsta kosti orsök þess, að við frestuðum brúðkaupi okkar um nokkurt skeið. Stundum fannst mér, að ég ætti ekki að giftast, honum, því að okkur skorti dýprjj skilning hvort á öðru. En ég var ástíangin í honum og alveg örugg, og ég leit svo á, að það væri algerlegæ á mínu valdi, hvort við giftumst eða ekki.“ Meðan ég lét dæluna ganga, glömruðu ís- molarnir í kokkteilblöndungnum. Mér virt- ist, að Jack héldi áfram að hrista hann, með- an hann hlustaði á játningar mínar. Hann leit ekki af mér eitt andartak. „Svo kemur það naprasta,11 sagði ég: „Michael fann allt í einu aðra stúlku og kvæntist henni. Það var þá í rauninni ekki ég, sem átti að taka ákvörðunina. Ég hafði ofmetið þolinmæði Mihaels, og sjálfstraust mitt sprakk eins og blaðra, sem gat hefur verið stungið á! Ég hef hugleitt allt þetta gaumgæfilega, og nú skil ég, hve heimsk ég hef verið. Óskadraumur minn: að skrifa bók einhvern tíma á 7. tug þessarar aldar, er hé- góminn einber í samanburði við að missa hann Michael.“ „Ginny,“ sagði Jack, „það var ekki vegiia þessarar óskrifuðu bókar, sem þú misstir hann. Þú sagðir sjálf rétt áðan, að ykkur hefði skort dýpri skilning hvort á öðru. Það var þess vegna, sem þú misstir hann.“ Það var ekki fyrr en nú, að hann hellti kokkteilnum í glösin. „Ég held þú hefðir heldur átt að vera þakklát, Ginny,“ sagði hann. „Þér hefur verið hlíft við því að verða ógæfusöm. Þú hefðir nefnilega aldrei getað lifað án næms og nærgætins skilnings. Þú miðlar öllum öðrum af honum, og þú hefðir aldrei getað afborið að njóta aðeins örlítils skilnings af hans hálfu.“ Hann laut að mér og skálaði við mig. And- artak lá við, að andlit okkar snertust. Mér fannst sem hann snerti mig. „Nú skulum við fá svolitla músík,“ sagði hann, um leið og hann reis á fætur og gekk að plötuspilaranum. Hann spilaði Chopin- plötu fyrir mig og fyllti glasið mitt aftur. Þetta vetrarkvöld saí ég hjá Jack, og áður en klukkustund var liðin, fannst mér eg aft- ur vera orðin kona. Öðrum karlmönnum mundi hafa tekizt að fullkomna kraftaveikið með smjaðri eða ástleitni. Jack þurfti ekki annað en beita sínum næmu skilningarvitum, áhugasamri rödd sinni og sjaldgæfum hæfi- leikum til að telja kjark í aðra.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.