Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.06.2010, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 23.06.2010, Qupperneq 6
6 23. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR EFNAHAGSMÁL „Ég held að það yrði sanngjörn og eðlileg niður- staða að styðjast við hagstæðustu vexti Seðlabankans við útreikn- ing á gengislánum. En það er ekki mitt að skera úr um það. Ríkisvaldið getur gert sitt til að stýra málum í réttan farveg. En það er ekki hlutverk hennar að taka fram fyrir hendur á dóms- valdinu,“ segir Gylfi Magnús- son, efnahags- og viðskipta- ráðherra. Ríkisstjórnin ræddi á fundi sínum í gær- morgun niður- stöðu Hæstaréttar frá í síðustu viku um ólögmæti gengistrygg- ingar bílalána í krónum. Gylfi segir enga ákvörðun hafa verið tekna á fundinum. Farið hafi verið yfir stöðuna og ákveð- ið að bíða næstu skrefa fjármögn- unarfyrirtækjanna. Líkt og fram kom í Fréttablað- inu í gær hafa forsvarsmenn fjár- mögnunarfyrirtækjanna fundað stíft frá því úrskurður Hæstarétt- ar féll. Þeir segi erfitt að leysa málið á meðan ekki sé vitað við hvað eigi að miða við útreikninga á gengistryggðum lánum. Tugir þúsunda lánasamninga eru í lausu UMHVERFI Styrkur brennisteins- vetnis á höfuðborgarsvæðinu og í nærliggjandi sveitarfélögum hefur aukist til muna eftir að nýting jarð- hita var aukin á Hellisheiðarsvæð- inu. Brennisteinsvetni getur haft skaðleg áhrif á heilsu fólks, gróður og mannvirki. Umhverfisráðuneytinu hafa bor- ist margar kvartanir frá almenn- ingi sökum brennisteinsvetnis í loftinu í nágrenni Hellisheiðar- virkjunar. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur nú sett fram reglugerð um takmörkun styrks brennisteinsvetnis í and- rúmsloftinu með það að markmiði að draga úr mengun frá jarðhita- virkjunum og öðrum neikvæðum áhrifum hennar á heilsu fólks. Núverandi reglur um takmörk- un efnisins í loftinu þykja ekki nothæf í ljósi nýlegra mælinga. Alþjóða heilbrigðisstofnunin setur mörk brennisteinsvetnis í loftinu við 150 míkrógrömm í rúmmetra en reglugerðin setur markið við 50 míkrógrömm. Þau fyrirtæki sem reka jarðvarmavirkjanir eiga því að setja upp mælistöðvar og fylgj- ast betur með losun brennisteins- vetnis. Samkvæmt ráðuneytinu er þetta fyrsta skrefið til að draga úr mengun úr virkjunum sem þessum og verið sé að skoða hvort þörf sé á frekari takmörkunum. - sv HELLISHEIÐI Brennisteinsvetni í and- rúmsloftinu er skaðlegt mönnum, gróðri og tækjabúnaði. Umhverfisráðherra setur reglur um losun brennisteinsvetnis í andrúmsloftið: Hefta mengun frá virkjunum SKATTAMÁL Til skoðunar er hjá skattyfirvöldum að kanna hvort framboðsstyrkjum til stjórnmála- manna hafi verið varið í kosn- ingabaráttu eða til eigin nota. Styrkirnir eru tekjuskattsskyld- ir hafi þeir runnið beint í vasa stjórnmálamannanna. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Skattyfirvöld geta krafist þess að stjórnmálamennirnir upplýsi um hvernig styrkjunum hefur verið varið. Slíkt mun þó ekki hafa verið gert enn sem komið er. Skattayfirvöld íhuga skoðun: Kanna í hvað styrkirnir fóru Óttast þú að læknaskortur verði á landinu? Já 53,4% Nei 46,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á Ísland að draga umsókn sína að Evrópusambandinu til baka? Segðu skoðun þína á Vísi Ekki ríkisstjórnar að taka á málinu Ríkisstjórnin hefur rætt um ólögmæti gengistryggðra bílalána. Næstu skref eru í höndum fjármögnunarfyrirtækja. Viðskiptaráðherra segir lántakendur verða að velja um verðtryggða eða óverðtryggða vexti í stað gengistryggingar. VIÐSKIPTI „Tal er nú komið í óháða og dreifða eigu. Við höfum trú á vexti á fjarskiptamarkaði,“ segir Halla Tómasdóttir, stjórnarfor- maður verðbréfafyrirtækisins Auðar Capital. Hún segir við- skiptahugmynd Tals viðeigandi nú á tímum þegar heimilin þurfi að halda fast um budduna. Auður 1, fjárfestingarsjóður sem Auður Capital á hlut í með helstu lífeyrissjóðum landsins og fagfjárfestum, hefur keypt fjarskiptafyrirtækið Tal. Fjár- festingargeta sjóðsins nemur 3,2 milljörðum króna. Kaupverð er trúnaðarmál. Tal tilheyrði Teymi, móðurfélagi Vodafone, og nokk- urra upplýsingatæknifyrirtækja. Vestia, dótturfélag Landsbank- ans, sem heldur utan um eigna- hluti bankans í yfirteknum fyrir- tækjum, á rúman sextíu prósenta hlut í Teymi. Halla gat ekki sagt til um hvort breytinga megi vænta á Tali eftir eigendaskipti, sem ganga í gegn eftir mánuð. Líklegt sé þó að Auður Capital færi fjarskipta- þjónustu sína frá Símanum yfir til Tals. - jab HALLA TÓMASDÓTTIR Stjórnendur Auðar Capital hafa lengi sagt fáa fjárfesting- arkosti á markaðnum. „Frostið er að þiðna,“ segir Halla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sjóður á vegum Auðar Capital kaupir Tal af dótturfélagi Landsbankans: Sjá tækifæri á markaðinum 6 5 4 3 2 Tö lu r í m ill jó nu m k ró na jú n. 20 08 ja n. 20 08 jú l.2 00 8 nó v. 20 08 de s. 20 08 ja n. 20 09 m ar .2 00 9 jú l.2 00 9 ok t.2 00 9 jú n. 20 10 Dæmi um höfuðstól myntkörfuláns (jen og evrur) til fjögurra ára tekið í júní 2007. Höfuðstóll myntkörfuláns GYLFI MAGNÚSSON Óvíst er við hvað eigi að miða í útreikningum á geng- istryggðum bílalánum eftir niðurstöðu Hæstaréttar í síðustu viku. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþing- ismaður, mælti fyrir því í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær að færa verðtryggingu á lánin í stað gengistrygging- ar. Kristinn bendir á að gengistrygging hafi verið eftirsótt sökum þess að vextir voru lágir auk þess sem sterkt gengi krónu olli því að verðtryggingin var lítil sem engin í samanburði við innlendu verðtrygginguna. Gengistryggt hafi ekki staðið til boða ef ekki væri verðtrygging. Bæði sé eðlilegt og sanngjarnt að verðtryggja lánin. Þeir sem rætt hefur verið við um málið segja margir erfitt að reikna út stöðu gengistryggðra lána í dag. Margir lántakendur hafi gripið til ýmissa ráða í kjölfar geng- ishrunsins; ýmist fengið afborganir frystar eða lengt í afborgunum. Við það hafi viðmiðin breyst. Dæmið hér er áætluð þróun á höfuðstól algengs myntkörfuláns sem samanstendur af jenum og svissneskum frönkum. Mismunandi þróun lána lofti og hafa fyrirtækin ákveðið að senda ekki út greiðsluseðla fyrir lán á gjalddaga í júlí. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra lagði til sama dag og dómur Hæstaréttar féll í síð- ustu viku að miða skyldi útreikn- ing gengistryggðra lána við hag- stæðustu vexti Seðlabankans líkt og lög um verðtryggingu kveði á um. Vextirnir eru bæði verð- tryggðir og óverðtryggðir. Gylfi tekur undir þá hugmynd, segir það einföldustu leiðina, ekki síst við útreikning bílalána. Lán- takendur verði að eiga val hvora leiðina þeir kjósi. Hann ítrekar að það sé ekki ríkisstjórnarinnar að taka ákvörðun. „Hæstiréttur á að skera úr um þetta. Þangað til þarf að finna ásættanlega leið svo fólk geti greitt af lánum án þess að fyr- irgera rétti sínum eða hætta fé sínu. Þegar Hæstiréttur kemst að niðurstöðu sinni verður hægt að ljúka málinu,“ segir Gylfi. jonab@frettabladid.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.