Fréttablaðið - 23.06.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 23.06.2010, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Þessi bíll verður framvegis notað- ur til innrása en ekki útrása þótt fenginn sé úr peningaflutningum útrásarvíkinga Kaupþings,“ segir Gunnar Ólafsson, formaður og jarl Einherja, Víkingafélags Reykjavík- ur, um nýjan bílakost félagsins sem er 8 strokka Ford Econoliner af fín- ustu sort, enn angandi af peninga- lykt síðan Kaupþing notaði hann til fjármagnsflutninga. „Þetta er sendibíll eins og við þurftum fyrir okkar hafurtask; rúmgóður fyrir víkingatjöld, sverð og skildi, og eyðir vel af bensíni. Inni í honum er einhvers konar kista en ég á enn eftir að kanna betur hvort í henni leynast faldir fjársjóðir,“ segir Gunnar og strýk- ur af númeraplötunni; einkanúm- erinu Viking. „Það muna margir eftir þessum bíl síðan í góðærinu og tengja hann útrásarvíkingum, en nú nota hann alvöru víkingar til stærri hugsjóna. Við Sveinn Hjörtur Guðfinnsson rekum ferðaþjónustuna Landnáms- ferðir og höfum síðastliðin ár farið með fólk á söguslóðir víkinga þar sem við gerum söguna lifandi. Vík- ingabíllinn hefur því verið á ferð um allt land í sumar og safnað liði víkinga í öllum landsfjórðungum,“ segir Gunnar sem með Einherja mun standa fyrir glæstri víkinga- hátíð í samvinnu við Reykjavíkur- borg á Miklatúni næsta sumar. „Það er tímabært að Reykvík- ingar haldi sína eigin víkingahá- tíð og staðsetningin tilvalin, enda þýðir Miklatún Grand Park á ensku og hátíðin Grand Viking Festival. Þar ætlum við að lyfta víkinga- menningu á hærra plan og bjóða upp á stærri víkingabardaga en áður þekkist, þótt við ætlum ekki að skera neinn á háls og hafa fjöl- skylduna niður í minnstu börn í huga,“ segir Gunnar sem hefur verið ötull talsmaður víkinga á erlendri grund, þar sem móttökur eru höfðinglegar. „Úti er tekið mót íslenskum vík- ingum með viðhöfn, því við tölum víkingamál og hér gerast sögur víkinga. Fólk þegir því þegar við tölum og er upp með sér yfir að kynnast víkingum með íslensk víkinganöfn,“ segir Gunnar sem áfram ætlar að efla víkingavitund Íslendinga. „Að vera víkingur nú á tímum er að upplifa stoltið sem í því felst. Það vantar allt stolt í Íslendinga og þeir þurfa að vera meðvitaðir um uppruna sinn. Þótt við höfum tapað einhverjum peningum eigum við enn landið og söguna, og við eigum skilyrðislaust að vera ríf- andi stolt af sjálfum okkur, enda komin af víkingum sem er glæst- ur uppruni.“ thordis@frettabladid.is Leitar falinna fjársjóða Margir reka upp stór augu þegar þeir sjá kunnuglegan peningabíl útrásarvíkinga fara um landið með bílnúmeri sem á stendur Víking, en ekki er allt sem sýnist og göfugir víkingar í landnámi nú við stýrið. Gunnar Ólafsson jarl tryggði sér sérnúmerið Viking árið 1996 og var sá þriðji í röðinni þegar fyrst var gefinn kostur á sérnúmerum á bíla. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is ÚTSALA Opið mánud. – föstud. frá kl 11 – 18 Lokað á laugardögum Kíktu, það borgar sig! Hringdu í síma ef blaðið berst ekki SKÓGRÆKTARFÉLAG REYKJAVÍKUR stendur þessa viku fyrir veglegri og fjölbreyttri dagskrá í Heiðmörk í tilefni af 60 ára afmæli þessarar útivistarperlu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.