Fréttablaðið - 23.06.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 23.06.2010, Blaðsíða 46
30 23. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 SUMARFRÍIÐ LÁRÉTT 2. plat, 6. samtök, 8. aur, 9. æxlun- arkorn, 11. ullarflóki, 12. aðfall, 14. skrölt, 16. drykkur, 17. titill, 18. kerald, 20. óhreinindi, 21. skrifa. LÓÐRÉTT 1. hegða, 3. frá, 4. þegn, 5. steinbogi, 7. hagnaður, 10. þrá, 13. heyskapa- ramboð, 15. kattardýr, 16. lítill sopi, 19. bardagi. LAUSN LÁRÉTT: 2. gabb, 6. aa, 8. for, 9. gró, 11. rú, 12. aðsog, 14. skrap, 16. te, 17. frú, 18. áma, 20. im, 21. rita. LÓÐRÉTT: 1. haga, 3. af, 4. borgari, 5. brú, 7. arðsemi, 10. ósk, 13. orf, 15. púma, 16. tár, 19. at. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Akureyri. 2 Vestmannaeyjum. 3 Kaffihús. Tónlistarmaðurinn Davíð Bernd- sen er staddur í Los Angeles um þessar mundir þar sem hann er á meðal gesta kvikmyndahátíðar- innar Los Angeles Film Festival. Kvikmyndahátíðin fer fram í miðborg Los Angeles og er þetta í sextánda sinn sem hún er hald- in. Á hátíðinni er sýndur mikill fjöldi óháðra kvikmynda, stutt- mynda auk tónlistarmyndbanda og verður myndband Davíðs við lagið Supertime sýnt á hátíð- inni. „Ég er staddur hérna ásamt þeim Helga Jóhannssyni, leik- stjóra myndbandsins, og Hrafni Garðarssyni og hér er mikið stuð. Kanarnir elska okkur alveg hreint og við fengum meðal ann- ars að ganga rauða dregilinn sem var mjög skemmtileg upplifun, ég hef aldrei fengið jafn mörg flass á mig á jafn stuttum tíma,“ segir söngvarinn kampakátur. Hátíðin stendur frá 17. júní og fram til 27. júní og mun Davíð og föruneyti hans dvelja í borg englanna allan þann tíma. „Akk- úrat núna er ég að reyna að gera upp við mig hvort ég eigi að eyða kvöldinu með Sylvester Stallone eða Quincy Jones. Leikarinn Ben Affleck er líka með fyrirlestur sem ég er að hugsa um að kíkja á og hér er líka opinn bar sem er stórhættulegt fyrir poppstjörnu eins og mig.“ Davíð mun ekki sitja auðum höndum þegar heim til Íslands er komið því hann mun meðal annars leika fyrir dansi á Írskum dögum á Akranesi. - sm Velur á milli Quincy Jones og Stallone Söngkonan Svala Björgvinsdótt- ir hóf nýverið að blogga og heldur nú úti stórskemmtilegu tískubloggi þar sem hún fjallar um tísku, kvik- myndir, tónlist og annað tískutengt efni. Svala hefur bloggað í nokkrar vikur og segir það skemmtilega iðju. „Ég blogga nokkuð oft enda tek ég tölvuna með mér nánast hvert sem ég fer. Það er hægt að tengjast netinu eiginlega alls staðar í Los Angeles og það tekur mig ekki langan tíma að skrifa eina færslu. Ég er svolítið manísk þannig að þegar ég byrja á einhverju sem ég hef mikinn áhuga á þá er ekki hægt að stoppa mig,“ útskýrir Svala. Hún segist sjálf skoða tískublogg reglulega og er að mestu hætt að kaupa tískublöð því nú sé hægt að nálgast allar nýjustu tískufréttirn- ar á netinu. „Tískublogg eru tísku- blöð dagsins í dag. Þar er hægt að fylgjast með tískusýningum og öllu því nýjasta sem er að gerast í tískuheiminum.“ Aðspurð segir Svala tískuáhugann alltaf hafa verið til staðar og hefur hún meðal annars saumað sín eigin föt allt frá því hún var í gagnfræðiskóla. „Tónlist og tíska hafa alltaf verið mínar ástríður. Ég hef safnað göml- um hönnunarflíkum sem ég kaupi á eBay en ég hef líka verið dugleg að þræða markaði um allan heim. En ég vil ekki eyða miklum peningum í föt enda er það óþarfi. Ég er spar- samur fatafíkill,“ segir söngkonan glaðlega. Hægt er að skoða bloggið hennar Svölu á slóðinni www.killa- kali.tumblr.com. - sm Svala Björgvins bloggar um tísku BLOGGAR UM TÍSKU Söngkonan Svala Björgvinsdóttir heldur úti skemmtilegu tískubloggi þar sem hún fjallar um allt milli himins og jarðar. VINSÆLIR Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen er staddur á kvikmyndahátíð- inni Los Angeles Film Festival þar sem hann gekk eftir rauða dreglinum. myndbönd keppa í sama flokki og myndband Berndsens á LA Film Festival. HEIMILD: LAFILMFEST.COM 38 „Tom var æðislegur. Það varð allt vitlaust,“ segir söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir. Anna Mjöll kom fram á tónleika- staðnum Vibrato í Bel Air í Los Angeles á mánudagskvöld. Stór- söngvarinn Tom Jones var á meðal áhorfenda og Anna bauð honum að sjálfsögðu upp á svið. Tom, sem varð sjötugur 7. júní, þáði boðið og þau sungu saman lagið When I Fall in Love, sem hefur verið tekið upp af fjölmörgum listamönnum. Þar á meðal Tom sjálfum, Doris Day og Nat King Cole. Anna segir Jones hafa verið á staðnum ásamt systur sinni, en saman voru þau að halda upp á feðradaginn. Hún var ekki viss um hvort hann myndi slá til, en segir að hún hafi hreinlega þurft að athuga það. „Þegar maður er með Tom Jones sitjandi fyrir framan sig, þá á hann að hætta að borða og koma upp á svið. Skítt með þótt hann sé svangur! Hann getur borðað seinna,“ segir Anna og hlær. „Hann kom svo bara upp með glasið sitt.“ Jones söng þrjú lög til viðbótar við það sem hann söng með Önnu og samkvæmt henni trúðu áhorf- endur vart sínum eigin augum. Þá voru meðlimir hljómsveitarinn- ar stjarfir, enda með lifandi goð- sögn fyrir framan sig. Anna segir Jones hafa verið gríðarlega fag- mannlegan, enda hafi hann stigið algjörlega óundirbúinn á svið og staðið sig með mikilli prýði. „Svo var hann ofboðslega almennilegur og góður,“ segir Anna. Eins og gefur að skilja vildu fjölmargir áhorfendur fá mynd af sér með goðinu. Hann var til í það og sendi áhorfendur ham- ingjusama heim. „Það reyndu allir að halda aftur af sér, en hann var voða kurteis við alla á meðan myndirnar voru teknar,“ segir Anna. „Svo var hann lengur en allir. Þegar allir voru farnir sat hann heillengi með okkur.“ atlifannar@frettabladid.is ANNA MJÖLL ÓLAFSDÓTTIR: BAUÐ „THE VOICE“ UPP Á SVIÐ MEÐ SÉR SÖNG ÓVÆNT DÚETT MEÐ TOM JONES Í LOS ANGELES Á SVIÐI MEÐ TOM JONES Anna Mjöll og Tom Jones syngja lagið When I Fall in Love. Á milli þeirra er stjarfur undirleikari. „Ég er ekki með mikið planað. Ég eyði helgunum úti á landi að gera upp gamalt hús sem er í fjölskyldunni. Mér finnst það mjög skemmtilegt. Síðan ætla ég á goslokahátíðina en annað er nú ekki planað.“ Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari. Fyrirsætan Sólveig Káradóttir var í heimsókn hér á landi ásamt kærasta sínum, bítlasyninum Dhani Harrison, syni George, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins yfirgefa þau landið aftur nú í vikunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta myndarlega par hefur sést saman á vappi um miðbæinn en þau hafa verið saman í þónokkurn tíma. Öðrum vel kunnum lista- manni sást einnig bregða fyrir í miðbænum fyrr í vikunni. Fyrrum söngvari hinnar vinsælu hljómsveit- ar Bubbleflies, Páll Banine, virðist einnig vera í heimsókn hér á landi um þessar mundir. Rithöfundurinn, eftirherman og textasmiðurinn Sólmundur Hólm Sólmundason mun ganga að eiga unnustu sína, Elínu Önnu Steinarsdóttur, í ágúst. Sóli, eins og hann er kallaður, er þekktur fyrir að koma sjálfur fram í brúðkaupum sem veislustjóri og skemmtikraftur en ekki er kunnugt hver muni stjórna hans eigin brúðkaupi. Þorvaldur Davíð, leikari og æskuvinur Sóla, kemur þó sterklega til greina. Einn- ig er líklegt að Gylfi Ægisson söngv- ari muni taka lagið en Sóli skrifaði einmitt ævisögu hans á síðasta ári og hlaut mikið hrós fyrir. Klara og stúlkurnar í The Charlies, áður Nylon, hafa í nægu að snúast í Hollywood þessa dagana. Þær eru nú á fullu að taka upp nýja tónlist ásamt fagfólki, en tóku sér pásu í vikunni og skelltu sér á tónleika. Táningsstjarnan Miley Cyrus varð fyrir valinu, en hún er einmitt samnings- bundin sama útgáfufyrirtæki og stelpurnar, Hollywood Records. - sm, áp, afb FRÉTTIR AF FÓLKI Allir helstu HM leikirnir í beinni á karoeke sportbar Frakkastíg 8. Skemmtilegar uppákomur á milli leikja og Stór á 450 kr. Egils gull og Kareoke sportbar - alvöru HM stemmning ! Egils Gull og Kareoke Sportbar kynna: Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.