Fréttablaðið - 23.06.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.06.2010, Blaðsíða 10
 23. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR10 ELDUR Í ARIZONA Slökkviliðsmenn fylgdust með þegar skógareldur brann skammt frá bænum Flagstaff í Arizona, Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hafðu samband VIÐSKIPTI Íslenska vatnsátöppunar- fyrirtækið Icelandic Water Hold- ings hefur gert dreifingarsamning við rússneska drykkjavörufyrir- tækið ZAO Nectar-Trade um dreif- ingu á vatni á flöskum undir merkj- um Icelandic Glacial í Rússlandi. Vatninu, sem er úr lind í landi Hlíðarenda við Þorlákshöfn á Suð- urlandi, er tappað þar á flöskur í verksmiðju sem tekin var í gagnið síðla árs 2008. Feðgarnir Jón Ólafs- son, löngum kenndur við Skífuna, og sonur hans, Kristján, eiga um áttatíu prósenta hlut í fyrirtækinu en bandaríski drykkjarvörurisinn Anheuser Busch fimmtung. Samn- ingurinn í Rússlandi er einn af þeim stærstu hjá Icelandic Water Holdings en vatninu úr Ölfusinu er nú dreift í öllum ríkjum Bandaríkj- anna og fæst að auki víða í Evrópu. Þá hefur það birst í fjölda kvik- mynda og sjónvarpsþátta í Banda- ríkjunum. ZAO Nectar-Trade selur hágæða- vörur og er með samning við bens- ínstöðvar vítt og breitt um Rúss- land. Gert er ráð fyrir að íslenska vatnið verði til sölu fyrir austan í og við Moskvu og St. Pétursborg til að byrja með. - jab Íslensku vatni úr Ölfusinu dreift í stærstu borgum Rússlands: Vatnið komið til stórveldanna VERKSMIÐJAN RÆST Jón Ólafsson, stjórnarformaður vatnsfyrirtækisins, sýnir Össuri Skarphéðinssyni, þá iðnað- arráðherra, átöppunarverksmiðjuna við vígslu hennar í september 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/ SAMFÉLAGSMÁL Hitt húsið stendur fyrir þríliða sumardagskrá fyrir ungt fólk í júní og júlí með það að markmiði að virkja ungt fólk félagslega og þjálfa það í að setja sér markmið. „Þetta er spurning um að bregð- ast við ástandinu eins og það er í samfélaginu í dag,“ segir Agnar Jón Egilsson, leikstjóri og hóp- stjóri í Hinu húsinu. „Það eru allt að 1.500 manns á aldrinum 17 til 24 ára atvinnulausir í Reykjavík og það verður að koma til móts við þá.“ Í fyrsta lagi er boðið upp á hópa- starf ungmenna fyrir ungmenni og segir Agnar ekkert þar vera ómögulegt: „Þau skipta sér í hópa eftir áhugasviðum. Ef þig lang- ar í strandblak þá finnur þú ein- hvern með þér í það. Ef þig langar að prjóna undir tré þá er það líka eitthvað sem er hægt að gera,“ segir hann. Síðan eru námskeið sem hald- in eru á vegum fagfólks. Þar má nefna heimildarmyndagerð, fata- breytingar og dulvísindanámskeið og eru þau öll ókeypis. Í þriðja lagi eru í boði námskeið sem Hitt húsið er með í sambandi við Vinnumála- stofnun og þjálfar fólkið í að setja sér markmið og framfylgja þeim, sækja um vinnu og vera félagslega virk í samfélaginu. „Það sem er magnað við þetta er að það geta allir gert allt,“ segir Agnar. „Það þarf bara að koma sér af stað.“ - sv Hitt húsið býður upp á þjálfun fyrir ungt fólk sem er án atvinnu í að setja sér markmið og viðhalda þeim: Koma til móts við atvinnulaus ungmenni TRAUSTSÆFING Agnar Jón með hópi ungmenna Hins hússins FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM REYKJAVÍK Nýtt fiskabúr verð- ur tekið í notkun í Vesturbæj- arlaug í dag. Mímir, vináttufé- lag Vesturbæjar, hrinti í fyrra af stað söfnun til að endurreisa fiskabúr sem lengi var í anddyri Vesturbæjarlaugar í samráði við forsvarsmenn laugarinnar og Reykjavíkurborg. Safnað var í samskotabauka í anddyri laugar- innar og víðar í Vesturbæ. Verndari söfnunarinnar var Gísli Halldórsson, arkitekt gamla búrsins, en hönnuðir þess nýja eru Bjarki Gunnar Halldórsson arkitekt, Margrét Leifsdóttir arkitekt og Sigurður Gunnarsson verkfræðingur. Vígsla búrsins fer fram klukkan 17.30 í dag. Safnað fyrir Vesturbæjarlaug: Sundgestir fá fiskabúr á ný DÓMSMÁL Karlmaður á sextugs- aldri hefur verið ákærður fyrir íkveikju. Manninum er gefið að sök að hafa í janúar á síðasta ári hellt bensíni inn í stigagang húss við Tryggvagötu í Reykjavík og kveikt síðan í. Eldurinn breiddist út og varð húsið alelda áður en yfir lauk. Íbúi hússins flýði úr húsinu og komst út heill á húfi. Með íkveikjunni olli ákærði eignatjóni á báðum hæðum húss- ins og hættu á frekara eignatjóni. - jss Ákærður fyrir íkveikju: Kveikti eld í íbúðarhúsnæði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.