Fréttablaðið - 23.06.2010, Blaðsíða 14
14 23. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
D
ómur Hæstaréttar, um að óheimilt sé að binda lán í
íslenzkum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla, hefur
í raun enn aukið á óvissuna um stöðu skuldara. Enn
gæti þurft að leita atbeina dómstólanna til að fá úr því
skorið hvað gerist næst; hvort þeir sem tóku myntkörfu-
lánin eru skyndilega miklu betur settir en aðrir skuldarar, eftir að
hafa verið verst settir, eða hvort leyft verði að binda lánin við vísi-
tölu eða þá hækka á þeim vextina og miða við lægstu óverðtryggða
vexti.
Dómurinn vekur nýjar spurningar um hvernig eftirliti með fjár-
málastofnunum var háttað fyrir hrun. Hvernig má það vera að
útbreitt lánsform, sem æ fleiri sóttu í eftir því sem vextir hækkuðu,
reyndist ólöglegt? Af hverju gripu eftirlitsstofnanir ekki í taumana
– eða þá löggjafinn, sem hefði getað breytt lögum þannig að þessi
eftirsóttu lán yrðu lögleg?
Burtséð frá því hvert fram-
haldið verður er rétt að staldra
við þá staðreynd að þeir sem
fengu myntkörfulánin hefðu
aldrei fengið lán til langs tíma á
jafnlágum vöxtum og um ræddi,
nema með verðtryggingu af
einhverju tagi. Íslenzka krónan
hefur reynzt svo óstöðugur og
óáreiðanlegur gjaldmiðill að enginn hefur viljað lána til langs tíma
nema með vísitölubindingu, viðmiðun við erlenda mynt eða þá gríð-
arlega háum vöxtum, sem verja lánveitandann fyrir hugsanlegri
rýrnun á verðgildi krónunnar. Þetta er það verð, sem almenningur
hefur þurft að greiða fyrir ónýtan gjaldmiðil.
Mörgum þóttu myntkörfulánin aðlaðandi kostur, vegna þess að
með þeim fengu menn vaxtakjör svipuð og almenningi í löndum
sem búa við stöðugan gjaldmiðil bjóðast. Flestir voru meðvitaðir
um gengisáhættuna, en lánin voru svo miklu hagstæðari en venjuleg
verðtryggð lán á íslenzkum ofurvöxtum að menn töldu sig geta þolað
20-30% gengisfall. Enginn gerði ráð fyrir að erlendir gjaldmiðlar
tvöfölduðust í verði við hrun krónunnar. Þegar það gerðist, voru
myntkörfulánin orðin mun síðri kostur.
Eftir Hæstaréttardóminn, sem væntanlega bætir stöðu mynt-
körfulánþega, benda sumir á hlutskipti þeirra sem tóku venjuleg,
verðtryggð lán og hafa mátt horfa á þau hækka um margar milljónir
eftir hrun, þótt alltaf hafi verið staðið í skilum. Það fólk er fórnar-
lömb hruns krónunnar, ekki síður en þeir sem tóku myntkörfulánin.
Gengishrunið olli verðbólgu, sem aftur olli hækkun lánanna.
Það er hins vegar óskiljanlegt þegar einarðir talsmenn þess að
Ísland haldi áfram að búa við krónuna leggja til að verðtrygging
verði afnumin. Enginn mun lána til langs tíma í íslenzkum krónum
nema hafa tryggingu fyrir því að fá endurgreitt í jafnverðmætum
krónum og hann lánaði. Einhvers konar verðtrygging, eða þá ofur-
vextir, verður hlutskipti okkar ef við kjósum að búa áfram við krón-
una. Að halda öðru að almenningi er tóm blekking.
Aðgerðir til að mæta skuldavanda heimilanna, sem margir kalla
eftir, eru í raun aðeins meðhöndlun á einkennum sjúkdómsins, sem
felst í smáum og óstöðugum gjaldmiðli. Varanleg lækning fæst
aðeins með því að skipta um gjaldmiðil.
HALLDÓR
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Á síðustu vikum hafa laun lækna verið gerð að umtalsefni í fjölmiðlum með
neikvæðum og villandi upplýsingum.
Nýlega var sagt frá því að meðallaun lækna
hefðu lækkað um 6,9% frá síðasta ársfjórð-
ungi 2008 meðan laun annarra heilbrigð-
isstétta hefðu lækkað meira. Ætlunin var
greinilega að leiða rök að því að læknar
láti sitt eftir liggja á erfiðum tímum. Þegar
málin eru skoðuð betur kemur þó annað á
daginn. Samkvæmt upplýsingum frá Banda-
lagi Háskólamanna hafa meðallaun félaga í
samtökunum lækkað um 2,5% frá septem-
berlokum 2008. Megnið af þeirri lækkun
mun reyndar skýrast af lækkunum meðal
heilbrigðisstétta. Ef það er rétt virðist nú
þegar halla verulega á starfsfólk í heilbrigð-
isþjónustunni umfram aðra.
Nú er það vel þekkt að laun lækna byggj-
ast að miklu leyti á vöktum og yfirvinnu
en almennir launataxtar eru ekki háir.
Grunnlaun sérfræðilæknis með langa
starfsreynslu í kjarasamningi Læknafé-
lags Íslands við ríkið eru nú 533.668. Ljóst
er að margt háskólamenntað starfsfólk hjá
ríkinu hefur hærri grunnlaun en læknar.
Það liggur í eðli heilbrigðisþjónustunnar að
hún fer fram á öllum tímum sólarhringsins
alla daga vikunnar. Í ofangreindri frétt var
vakin sérstök athygli á því að laun lækna á
landsbyggðinni hefðu lækkað minnst. Skýr-
ingin á því er líklega sú að þeir hafa mesta
vaktaálag allra lækna í landinu. Er það
raunverulega ætlunin að skerða verulega
greiðslur fyrir vaktir lækna? Hvaða áhrif
ætli það hefði á heilbrigðisþjónustuna?
Fyrir nokkru var því haldið fram að
greiðslur Sjúkratrygginga Íslands vegna
sérfræðiþjónustu hefðu farið 700 milljón-
um króna fram úr áætlun árið 2009. Þessar
greiðslur byggja á gildandi samningum um
sérfræðilæknisþjónustu við sjúkratryggða
á Íslandi sem löng hefð er fyrir og tryggja
jöfnuð og aðgengi óháð efnahag. Hið rétta
varðandi fyrrgreinda fjárhæð er að við fjár-
lagagerð hafði láðst að tryggja fjármagn til
að uppfylla þann samning sem gerður hafði
verið milli Sjúkratrygginga og Læknafélags
Reykjavíkur. Í umfjöllun fjölmiðla var hins
vegar ekkert um það rætt að á árinu 2009
gáfu læknar eftir 9,4% samningsbundna
hækkun sem jafngildir sparnaði fyrir þjóð-
félagið uppá 486 milljónir króna á ári.
Þjóðfélagið stendur frammi fyrir miklum
fjárhagsvanda og brúa þarf stórt fjárlaga-
bil. Læknar munu ekki víkja sér undan því
að taka sinn þátt í að leysa þann vanda. Það
verk verður þó að byggja á sátt og sanngirni
og umræðan á staðreyndum en ekki áróð-
urskenndum upphlaupum.
Launalækkanir í heilbrigðisþjónustu
Kjaramál
Steinn Jónsson
læknir og formað-
ur Læknafélags
Reykjavíkur
Erlend myntkörfulán og verðtryggð lán eru
bæði birtingarmyndir ónýts gjaldmiðils.
Sjúkdómseinkenni
Opið: Má. - Fö. 12 - 18
Lau. 11 - 15
Kauptúni 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is
Ónýtt eftirlit
Furðu sætir að hér hafi um átta ára
skeið verið veitt gengistryggð lán sem
reyndust vera ólögleg. Á því virðist
enginn bera ábyrgð. Valgerður Sverr-
isdóttir var viðskiptaráðherra þegar
lögin um gengistryggð lán voru sam-
þykkt. Hún segist hafa gert sér grein
fyrir að gengistryggingin hafi líklega
verið óheimil en aðhafðist ekkert í
málinu. Hún telur að Fjármálaeftirlitið
beri ábyrgð á málinu. FME segist hins
vegar enga ábyrgð bera og bendir
á Neytendastofu. Hvernig
væri ef einhver ráðherrann
sendi FME línu og bæði
stofnunina um að rökstyðja
tilvist sína í stuttu máli?
Hún snýst nú samt
Pétri Blöndal er skapi næst að hætta
á Alþingi. Hann segir starfið illa borg-
að og mannskemmandi; þingmenn
séu lagðir í einelti. Fyrir hvert einasta
prófkjör hvarfli að honum að hætta.
„Þá skulu menn reyna að fá almenni-
legt fólk á þing,“ segir hann. Kannski
Pétur ætti bara
að gera alvöru
úr hótun sinni.
Sjáum þá hvort
jörðin heldur
áfram að
snúast.
Enn þá stórasta landið
Íslendingum er stundum legið á hálsi
fyrir þjóðrembu. Óvíða er þjóðar-
stoltið bústnara en í slúðurdálknum
Orðinu á götunni á Eyjunni. Þar setja
menn ofan í við David Cameron,
forsætisráðherra Bretlands, fyrir að
ætla að nota aðildarviðræður Íslands
að ESB til að þrýsta á að Íslending-
ar borgi fyrir Icesave-reikningana.
„Annaðhvort hefur Cameron vonda
ráðgjafa í málefnum Íslands eða er
hann einfaldlega sjálfur ólæs á bæði
íslenska pólitík og íslenska þjóð-
arsál,“ skrifar höfundur molans.
Í hugum sumra verður Ísland
greinilega alltaf nafli alheims-
ins. bergsteinn@frettabladid.is