Fréttablaðið - 23.06.2010, Blaðsíða 27
sumar og börn ● fréttablaðið ●MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2010 7
Á Íslandi eru meira en eitt
hundrað söfn sem gaman er
að skoða og þónokkur þeirra
eru á Suðurlandi. Ekki skal van-
meta þá skemmtun sem börn
geta haft af fræðslu og um að
gera fyrir barnafólk að velja
söfn við þeirra hæfi.
Barnafólk á ferðalagi um Suðurland
ætti ekki láta hjá líða að heimsækja
Skógasafn undir Eyjafjöllum. Torf-
bærinn, sem er safn gamalla húsa
alls staðar af Suðurlandi, er eins
konar einkennismerki safnsins og
krökkum finnst gaman að hlaupa
um túnið og skoða framandi bygg-
ingarstíl, hlóðaeldhús og baðstof-
ur frá 19. öld. Víst er að einstakar
deildir safnsins munu ekki síður slá
í gegn, svo sem náttúrugripadeild-
in. Í safninu má meðal annars finna
safn fugla, eggja, skordýra, steina
og beinagrindur sem uppsettar
voru af safnaranum sem gaf safnið,
Andrési H. Valberg. Sérstaka lukku
gæti beinagrind af ketti safnarans
vakið sem Andrés setti upp þannig
að hann stendur vígalega.
Hellar eru bær og hellar í
Land sveit, undir Skarðsfjalli,
en hellarnir eru manngerðir og
ganga áhugaverðar þjóðsögur um
þá. Mikið ævintýri getur verið að
fara með leiðsögumanni um hellana
en ábúendur hafa leyft ferðalöng-
um að skoða þá. Sams konar hella
má finna víðar í Árnes- og Rang-
árvallasýslu og einhverjir þeirra
verið mannabústaðir. Þessir hell-
ar hafa verið notaðir sem hlaða,
fjárhús og geymslur og margar
kenningar eru um aldur hellanna.
Ártöl, fangamörk
og annað veggja-
krot má
finna í mörgum hellanna. Hella-
skoðun má bóka hjá Margréti Sig-
urjónsdóttur í síma 487 6583 og 861
1949.
Brennu-Njáls saga er ástríða
allra kynslóða og gaman að kynna
söguna fyrir ungviðinu í sumarleyf-
inu með lifandi upplifun. Sögusetrið
á Hvolsvelli er ljómandi skemmti-
legt að sækja heim en þar eru safn-
gestir leiddir inn í heim víkinganna
og umhverfi þeirra og lifn-
aðarhættir kynntir
rækilega. Sýningunni
er skipt í þrjú þemu,
Vík- ingastofu, Bókastofu
og Njálustofu. Í Víkingastofu má
meðal annars sjá dæmi um vopn og
klæðnað víkinganna og eftirmynd
höfðingjaseturs frá því um 1100.
- jma
Fræðandi og
góð skemmtun
Sögusetrið á Hvolsvelli veitir ungum sem öldnum
innsýn inn í líf víkinga.
Munkur ritar Íslendingasögu á Sögusýn-
ingunni á Hvolsvelli.
Sniðugt er að nýta útisvæði safna, tún
og slíkt, til að leyfa börnunum að leika
sér.
Gaman er að skoða gömlu húsin í Skógasafni undir Eyjafjöllum.