Fréttablaðið - 23.06.2010, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 23. júní 2010
Í vikunni kemur Alþingi Íslend-inga saman á ný. Helstu verkefni
þingsins verða að vera aðgerðir til
bjargar heimilunum í landinu. Hér
dugar ekkert fum og fát, doði eða
seinagangur líkt og einkennt hefur
aðgerðir núverandi ríkisstjórn-
ar.“ Þetta skrifaði ég fyrir tæpu
ári síðan, þegar Alþingi kom aftur
saman haustið 2009. Þessi orð eiga
því miður enn fullan rétt á sér nú
þegar Alþingi kemur saman til að
afgreiða lagafrumvörp til aðstoðar
heimilunum.
Fum, fát, doði og seinagangur hafa
einkennt ríkisstjórnina er kemur að
skuldamálum heimilanna. Ráðherr-
ar ríkisstjórnarinnar hafa einfald-
lega verið í afneitun um nauðsyn
þess að grípa til almennra aðgerða
til aðstoðar heimilunum í landinu.
Fullyrt er að sá ráðherra sem fer
með efnahags- og viðskiptamál hafi
lagst gegn aðgerðum fyrir heimil-
in og vísað nánast gjaldþrota ein-
staklingum á dómstóla landsins ef
þeir hefðu eitthvað við aðgerðir, eða
aðgerðaleysi fjármálafyrirtækja og
stjórnvalda að athuga.
Þannig virkaði skjaldborg ríkis-
stjórnarinnar
Lengi vel virtust einu úrræði ríkis-
stjórnarinnar vera að lengja tíma-
bundið í hengingaról heimilanna.
Sértæk skuldaaðlögun var nánast
brandari þar sem enginn hvati var
fyrir kröfuhafa að semja við heimil-
in, framkvæmd laga um greiðsluað-
lögun seinleg og óskilvirk og enginn
veit hvað á að gera við upphæðirnar
sem safnast nú upp á greiðslujöfnun-
arreikningum.
Bútasaumur stjórnarinnar
Helstu tillögur ríkisstjórnarinnar
ganga út að bæta þau lög sem þegar
hafa verið samþykkt. Greiðsluaðlög-
un á að verða skilvirkari, gjaldþrot
huggulegra og umboðsmaður skuld-
ara tekur við hlutverki ráðgjafastofu
heimilanna við að leiðbeina heimil-
unum í þann frumskóg úrræða sem
stjórnvöld hafa skapað. Stjórnarliðar
hafa einnig lagt áherslu á að kynna
þessi úrræði vel, því að þeirra mati
er greinilegt að heimilin hafa bara
ekki skilið snilld þeirra.
Vandinn hefur ekki verið að heim-
ilin hafi ekki skilið úrræði ríkis-
stjórnarinnar, heldur eru þau órétt-
lát og sýna skilningsleysi stjórnvalda
á örvæntingu almennings.
Frumkvæði Framsóknar
Framsóknarmenn hafa talað fyrir
því að vandi íslenskra heimila og
fyrirtækja sé fyrst og fremst gífur-
legur skuldavandi. Vandinn er það
mikill að til að takast á við hann
duga ekkert annað en almennar
aðgerðir. Í efnahagstillögum flokks-
ins sem kynntar voru í febrúar 2009
var lagt til að svigrúm bankanna
vegna niðurfærslu lána yrði nýtt til
varanlegrar leiðréttingar á höfuð-
stól þeirra. Samhliða yrði gripið til
sértækra aðgerða vegna þeirra sem
voru í mestum vandræðum.
Í ljósi nýlegrar greinar Helga
Hjörvars, formanns efnahags- og
skattanefndar um sanngjarnar
skuldaleiðréttingar, tel ég að mögu-
legt sé að ná þverpólitískri sátt um
almennar aðgerðir vegna húsnæð-
islána. Húsnæðislán heimilanna
eru hjá þremur aðilum: Íbúðalána-
sjóði, lífeyrissjóðum og fjármála-
fyrirtækjum. Íbúðalán viðskipta-
bankanna hafa þegar verið flutt
yfir í nýju bankana með tugmillj-
arða króna afslætti. Dómur Hæsta-
réttar og sú niðurfærsla sem hefur
þegar farið fram ætti að taka á leið-
réttingu svokallaðra erlendra lána.
Þá standa eftir Íbúðalánasjóður og
lífeyrissjóðirnir.
Fjármögnun aðgerða
Nýleg viðskipti Seðlabankans við
lífeyrissjóðina með Avens skulda-
bréfin hafa gefið lífeyrissjóðunum
svigrúm til að færa niður íbúðalán
sín um allt að 10-15%. Seðlabank-
inn hagnaðist einnig á þessum við-
skiptum og því mætti láta þann
hagnað renna til Íbúðalánasjóðs
til niðurfærslu á lánasafni sjóðs-
ins. Það mun hins vegar ekki duga
til þar sem meginhluti húsnæðis-
lána Íslendinga er hjá Íbúðalána-
sjóði og því mætti skoða ýmsar
leiðir til að fjármagna þá niður-
færslu. Formaður efnahags- og
skattanefndar bendir t.d. á hærri
vaxtamun, skattlagningu á sér-
eignasparnaði og sérstaka banka-
skatta. Einnig mætti fara í útgáfu
á nýjum skuldabréfaflokki líkt og
sérfræðingar í málefnum Íbúða-
lánasjóðs hafa bent á.
Í almennum aðgerðum ligg-
ur mesta réttlætið. Allir sitja við
sama borð og fá sömu niðurfærsl-
una miðað við tegund viðkomandi
láns. Þeir sem telja sig ekki þurfa
niðurfærslu geta hafnað henni og
íslenska ríkið notað skattkerfið til
að jafna stöðu manna á grundvelli
eigna og tekna. Auknar skatttekj-
ur vegna niðurfærslunnar og auk-
innar samneyslu væru svo nýttar
til að auka við eigið fé bankanna,
Íbúðalánasjóðs eða til að rétta af
stöðu ríkisins.
Þjóðarsátt er nauðsyn
Það er nauðsynlegt að leita þjóð-
arsáttar. Þjóðarsátt gengur út á að
gera sér grein fyrir að við erum öll
í sama báti. Enginn getur fengið
allt sem hann vill, hvorki fjármála-
fyrirtækin né heimilin, atvinnu-
rekendur eða verkalýðurinn, stjórn
eða stjórnarandstaða.
Tími er til kominn að stjórnmála-
menn og hagsmunaaðilar komi sér
saman um alvöru þjóðarsátt – fyrir
okkur öll.
Vandinn hefur ekki verið að heimilin hafi
ekki skilið úrræði ríkisstjórnarinnar, held-
ur eru þau óréttlát og sýna skilningsleysi
stjórnvalda á örvæntingu almennings.
Almennra aðgerða er þörf
Eina réttlætispólitíkin
„Skuldir þarf að greiða. Það er ekki sanngjarnt að skuld-
ari losni við að borga skuld sína vegna þess að þá þarf
næsti maður að borga hana.
Það er ekki fallið til vinsælda, en eina réttlætispólitíkin
er að styðja þá beint og rösklega sem eiga um sárast að
binda, og hjálpa hinum að hjálpa sér sjálfir með lausn-
um og úrræðum sem eru sanngjarnar og ábyrgar.
Til lengdar læra menn að vara sig á þeim sem lofa Par-
adís á jörðu – sem í einkennilega mörgum tilvikum eru
þeir sömu fyrir hrun og eftir hrun.“
blog.eyjan.is/mordur/
Mörður Árnason
Enginn lánar ótryggt
„Verðtrygging var innleidd til að lán fengjust endurgreidd
í sömu verðmætum og þau voru tekin. Án verðtryggingar
á verðbólgutíma hefðu engir fengizt til að lána neitt.
Hér var verðtrygging áratugum saman. Gengistrygging er
önnur leið að sama marki, aðeins nokkurra ára gömul.
Siðlaust er, að lánveitendur fái ekki fé sitt til baka.
Kannski löglegt að mati Hæstaréttar. Sumir segja, að
gamlir siðir gildi ekki í bankahruni. Málsaðilar eigi því
að skipta með sér tjóninu, til dæmis til helminga. Aðrir
segja, að hrunið sé bönkunum að kenna og að þeir megi
fara á hausinn. Eða á ég sem skattgreiðandi að borga?“
jonas.is
Jónas Kristjánsson
AF NETINU
Efnahagsmál
Eygló
Harðardóttir
þingmaður
Framsóknarflokksins og
fulltrúi í viðskiptanefnd
og samræmingarhópi
um skuldavanda
heimilanna
Jónsmessa er skírnarhátíð Jóhannesar
skírara sem er talið að hafi
fæðst um sex mánuðum á
undan Jesú Kristi. Þannig
tengist Jónsmessa að nokkru
leyti sumarsólstöðum en
aðfangadagur vetrarsólstöðum þar sem
fæðingar þeirra beggja tengjast fornum
sólstöðuhátíðum.
Jónsmessa er á Íslandi miðsumarshátíð og þá er
nóttin björt og jafnan talin ein magnaðasta nótt
ársins. Á Jónsmessu þykir til siðs að dansa og
sumir velta sér naktir upp úr næturdögginni en
slíkt á að vera sérlega heilnæmt.
Angan af
kaffi kemur
bragðlauk-
unum af stað
og ilmurinn
segir til um
ríkt bragðið
af BKI kaffi.
Helltu upp
á gott BKI
kaffi.
BKI Classic
Fyrir þá jarðbundnari þá má hella upp á hress-
andi BKI kaffi og halda svo út í náttúruna og
tína holl grös.
Njóttu þín vel á Jónsmessu með rjúkandi BKI Kaffi.
Njóttu magnaðrar nætur með hæfilegu magni
af BKI kaffi.
Jónsmessa eru á morgun!
Fagnaðu
Jónsmessu
með BKI kaffi
Jónsmessa er á morgun
Kauptu BKI fyrir
Jónsmessu
Sérvaldar baunir frá
þekktustu kaffisvæðum
heimsins tryggja hið
mjúka bragð, lokkandi
ilminn og fersklegt
eftirbragðið.
BKI Extra
Snöggristað við háan hita.
Þannig næst fram ríkara
kaffibragð við fyrsta sopa
en léttur og mjúkur keimur
fylgir á eftir.
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
A
T
A
R
N
A
Nú eru allar
Siemens
ryksugur á
tilboðsverði.
Líttu inn
og gerðu
góð kaup!