Fréttablaðið - 23.06.2010, Side 22

Fréttablaðið - 23.06.2010, Side 22
 23. JÚNÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● sumar og börn Hressandi sundsprettur er endur- nærandi fyrir alla í fjölskyldunni á ferðalagi um landið. Á Höfn í Hornafirði er ný sundlaug með rennibrautum og vaðlaug fyrir krakkana. „Hér í vaðlauginni eða barna- lauginni hjá okkur er trúður og slanga og lítil rennibraut. Þar safn- ast fjölskyldurnar saman og njóta vel,“ segir Haukur Helgi Þorvalds- son, forstöðumaður íþróttamann- virkja á Hornafirði. Sundlaugin á Höfn, sem tekin var í notkun í apríl í fyrra er 25 metra löng og eru tveir heitir pott- ar á laugarbakkanum. Annar pott- urinn er með nuddi og er einn- ig hægt að bregða sér í gufubað. Þrjár rennibrautir eru í lauginni sem búið er að nefna eftir fiskteg- undum sem veiddar eru á Höfn. Bláa rennibrautin, sem er um það bil fimm metra há, heitir Kuðung- urinn, rauða rennibrautin heit- ir Humarinn og sú gula Lúran. „Svo ætlum við að nefna vaðlaug- ina hornsílið,“ bætir Haukur við og segir aðsóknina í laugina hafa verið mjög góða. „Með skólasundi hafa um 77.000 gestir sótt laugina frá því við opn- uðum. Gestir geta keypt hér kaffi og kakó eftir sundsprettinn og Ungmennafélagið Sindri selur drykki fyrir börnin. Eins er stutt í leiksvæði og verslanir en sund- laugin er staðsett hér í hjarta bæj- arins. Hér er því tilvalið fyrir fjölskyldufólk á ferðinni að koma við.“ Sundlaugin á Höfn er opin virka daga frá klukkan 6.45 til 21 og um helgar frá klukkan 10 til 19. - rat Vatn og vellíðan á Höfn Rennibrautirnar hafa verið nefndar eftir fiskitegundum sem veiddar eru á Höfn, það er að segja Humarinn, Kuðungurinn og Lúran. MYND/ÚR EINKASAFNI Vinkonurnar Auður Ester Gests- dóttir og Anna Hildur Björnsdótt- ur, tíu ára, eru með plönin á hreinu í sumar. „Ég ætla að fara með Val á fótboltamót á Siglufirði, en fyrst fer ég til Akureyrar þar sem ég á fullt af vinkonum og við ætlum að leika okkur saman,“ segir Auður Ester og eftirvæntingin skín úr andlitinu. Anna Hildur ætlar hins vegar í Vindáshlíð, þar sem KFUM og KFUK eru með árlegar sumar- búðir og leikjanámskeið. „Ég hef aldrei komið þangað,“ getur hún og Auður Ester grípur þá af henni orðið. „Það hef ég gert. Það var mjög gaman.“ Frítímanum í sumar ætla þær að verja að mestu í úti- veru og leiki. „Okkur finnst rosa- lega gaman í parís og náðum meira að segja að komast upp í 500,“ segja þær en viðurkenna þó með bros á vör að kannski verði stolist í eins og einn og einn tölvuleik. - rve Leikjanámskeið og fótbolti í sumar Þær Auður Ester og Anna Hildur ætla að nota tímann vel til leikja og ferðalaga í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ferðafélag barnanna var stofnað síðasta sumar og er nú ýmislegt á döfinni. „Við erum að keyra á aðeins meiri krafti í sumar og setjum meira púður í starfið,“ segir Guðrún Selma Steinarsdóttir, starfsmað- ur Ferðafélags barnanna. „Þetta er félag til að halda utan um það að börn tengist náttúrunni og fái að upplifa hana á sinn hátt. Þetta er ekki endilega spurning um að komast á toppinn heldur frekar að sjá náttúruna og hvað hún hefur upp á að bjóða. Einnig til að virkja fjölskyldufólk til að taka þátt í úti- vist og ferðalögum.“ Guðrún segir að Ferðafélag barnanna sé hugsað fyrir nýfædd börn og upp í unglinga um tólf ára aldurinn. Skráning í félagið gengur vel að sögn Guðrúnar en í kringum hundrað börn og ungling- ar eru nú þegar skráð. „Ferðirn- ar eru sniðnar að þörfum barna. Þetta verður algjört fjör.“ Guðrún segir að Ferðafélag barnanna fari í ferðir allt árið og að þær séu fjölbreyttar. En hvernig ferðir eru þetta? „Þetta eru fuglaskoðunarferðir, fjöru- ferðir og svo vorum við með álfa- og tröllaferð um síðustu helgi, seinna förum við í fjölskylduferð á Laugaveginn og unglingar fara á Hornstrandir, í haust verður svo berja- og föndurferð, aðventuferð og blysför um jólin.“ Hún getur þess að í dag verði farið á Esjuna með börnin á bakinu. Guðrún segir að ferðunum sé skipt niður í þrjá flokka fyrir mismunandi aldur. „Veita þarf aldri barnanna og unglinganna sérstaka athygli. Athafnaþrá er til dæmis í blóma á aldrinum sex til níu ára,“ útskýrir Guðrún og heldur áfram: „Það þarf að passa þegar um börn er að ræða að þau verði aldrei svöng, aldrei kalt og ekki leið. Þau verða að hafa eitt- hvað fyrir stafni og við erum til dæmis með leiki. Við ætlum að skoða það sem við sjáum á leið- inni, hvernig steinarnir og trén eru.“ Nánari upplýsingar má finna á www.allirut.is. - mmf Sjá náttúru, steina og tré Guðrún segir fjölbreyttar ferðir í boði fyrir börn hjá Ferðafélagi barnanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ferðirnar eru fyrir nýfædd börn upp í unglinga um tólf ára aldurinn. MYND/GUÐRÚN SELMA STEINARSDÓTTIR AFS á Íslandi • Sími 552 5450 • www. afs.is • fjolskylda@afs.is HVAÐ SEGIR ÞÚ UM NÝJAN FJÖLSKYLDUMEÐLIM? Það er gefandi reynsla að taka að sér ungling af erlendum uppruna og kenna íslenska siði og venjur í 10 mánuði. Á hverju ári eru fjölmargar fjölskyldur sem nýta sér tækifærið! VISSIR ÞÚ AÐ... ... í Ekvador býr lítil ekvadorsk hnáta sem heitir Dýrleif? Faðir hennar var skiptinemi hér á landi og skírði frumburðinn í höfuðið á íslensku „mömmu” sinni. ● TÓNLIST OG TEXTAR VIÐ ALLRA HÆFI Börn kunna vel að meta góða tónlist og því tilvalið að hafa nokkra geisladiska meðferð- is í sumarbústaðinn eða ferðalög al- mennt í sumar. Nýverið kom út disk- urinn Meira Pollapönk sem hefur að geyma fimmtán lög sem taka á málum sem bæði börn og fullorðn- ir velta fyrir sér og gæti stytt þeim stundir í sumar. Diskurinn kemur úr smiðju hljómsveitarinnar Pollap- önks sem er hugarfóstur vinanna og leikskólakennarana Haraldar Freys Gíslasonar og Heiðars Kristj- ánssonar, en markmið þeirra er að búa til tónlist og texta sem bæði börn og fullorðnir geta haft gaman af. ● UMFERÐARÖRYGGI Alltaf er gott að brýna reglulega fyrir börnum og ungmenn- um að fara varlega í umferðinni, en á heima- síðu Umferðarstofu er að finna alls konar fróðleik sem tengist umferðaröryggi með sérstöku tilliti til barna og ungmenna í um- ferðinni. Sjá www.us.is.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.