Fréttablaðið - 23.06.2010, Page 24

Fréttablaðið - 23.06.2010, Page 24
 23. JÚNÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● sumar og börn Brauðbollur með túnfisksalati, áleggi sem molnar ekki út um allt í litlum höndum. Flatkökur með mysingi, salati og gúrkum er sælgæ Hluti af bernskunni er að leika sér úti allan liðlangan daginn á íslenskum sumrum og oft lítill tími til að koma inn úr leik að matast. Því er börnum himna- sending að fá nesti út í garð til að maula og bjóða vinum með í litla lautarferð. „Nesti er kraftmest og „alvöru“ ef í því er brauð og þegar smurt er fyrir yngri börn finnst mér best að setja álegg sem hægt er að smyrja og skera í minni bita. Þá er auð- veldara að halda á brauðinu í ann- arri hendi án þess að áleggið fari á flakk,“ segir Heiða Björg Hilm- isdóttir næringarfræðingur, sem útbjó barnaboð með dætrum sínum Sólkötlu Þöll og Ísold Emblu Ögn í garðinum heima. Heiða er annar höfunda matreiðslubókarinnar Samlokur, sem kom út með út- færslum af smurðu nesti 2003. „Dæmi um gott álegg fyrir börn er kæfa, mysingur, hummus, tún- fisksalat og reyktur lax. Svo set ég alltaf salat, gúrkur og tómata með í nestisboxið. Þetta hefur virkað vel hjá okkur, sérstaklega ef farið er í hjólaferð þar sem nesti getur orðið svolítið hrist,“ segir Heiða og bendir á að litlir rúsínupakkar slái alltaf í gegn, sem og möndl- ur og þurrkaðir ávextir ef börn eru vön þeim, en annars þurfi að bjóða þeim nokkr- um sinnum þar til þau kunna að meta það yndis- ljúfa náttúrusæl- gæti. „Auðveldast er að kaupa drykk í fernum, en það er miklu rómant- ískara og meira spennandi að hella safa eða mjólk úr flösku. Þá er nóg að kaupa eina melónu og fara með út með teppi, eða hvaða ávöxt sem er. Flóknari en svo þarf nestisferð- in ekki að vera.“ - þlg Garðboð fyrir smáfólk Fersk Nýba Heiða Björg Hilmisdóttir næringarráðgjafi með prinsessunum Ísold Emblu Ögn 2ja ára og Sólkötlu Þöll 4 ára í nestisferð í garðinum heima. Sumarsæla, túnfisksalat og kryddbrauð Sumarsæla fyrir fjóra 1 dl frosin jarðarber og hindber 5 dl appelsínusafi eða eplasafi ef til vill smá fersk mynta Setjið innihaldið í blandara og blandið saman þar til verð- ur mjúkt. Hellið í stór glös og berið fram. Hér má nota frysta ávexti og ber að eigin vali. Góður barnadrykk- ur sem má laga að óskum hvers og eins. Túnfisksalat fyrir fjóra 1 dós túnfiskur 2 harðsoðin egg ¼ laukur, smátt saxaður 2 dl sýrður rjómi örlítil tamarisósa svartur nýmalaður pipar og salt Hvellur Smiðjuvegur 30 - Rauð gata 200 Kópavogi Sími: 577 6400 www.hvellur.com Sumarið er komið Hjólum í vinnuna á Kildemoes Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Vatnaskógur 5. Flokkur Örfá sæ laus 6. Flokkur Örfá sæ laus 7. Ævintýraflokkur Örfá sæ laus 8. Flokkur Örfá sæ laus 9. Unglingaflokkur (bæði kyn) Nokkur sæ laus 10. Flokkur Laus sæ Laust er í eftirfarandi flokka: Tryggðu barninu þínu ánægjulega sumardvöl. Skráning og nánari upplýsingar í síma 588-8899 og á www.kfum.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.