Fréttablaðið - 23.06.2010, Side 26
23. JÚNÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● sumar og börn
Langar bílferðir geta verið lýj-
andi fyrir litla krakka. Ef börn-
in eru vön að leggja sig á daginn
getur verið sniðugt að miða öku-
ferðirnar við lúrinn og leggja
af stað þegar stutt er í að barnið
sofni. Þá má komast lengra áleiðis
ef langt ferðalag er fyrir höndum
áður en huga þarf að afþreyingu
fyrir barnið. Þegar barnið vaknar
er gott að geta gripið til leikfanga
fyrir það að dunda sér með. Einn-
ig er hressandi að syngja hástöfum
lög og vísur sem barnið kann og
getur tekið undir. Fyrir eldri börn
er hægt að leika klassíska ferða-
leiki eins og hver er maðurinn, eða
hvað gerðirðu við peningana sem
frúin í Hamborg gaf þér. Eins má
búa til leiki í kringum örnefni sem
ekið er fram hjá og segja sögur af
atburðum úr Íslandssögunni þegar
það á við. Hafið einnig heima-
smurt nesti með í för og stoppið
oft svo krakkarnir geti teygt úr
sér og fengið sér hressingu. Ferða-
spilarar, hvort sem er fyrir tónlist
eða myndbönd, eru einnig góðir
ferðafélagar og geta gert ferðina
ánægjulega og afslappaða. - rat
„Ég heiti Þorsteinn Freyr Gíslason – kall-
aður Steini,“ segir þessi piltur um leið
og hann stígur upp á hjólið og lætur sig
hverfa, ásamt vini sínum. Segist ætla að
vökva seinna.
Jökull Freysteinsson nýtur tilsagnar
föður síns, Freysteins Sigmundssonar,
fyrsta daginn í gróðursetningunni.
Honum þykir verkið skemmtilegt.
Skólagarðarnir eru heilmiklir samkomustaðir á sumrin þegar
þangað safnast börn á aldrinum átta til tólf ára ásamt leiðbein-
endum sínum og jafnvel ættingjum.
Við skólagarðana safnast börn, þeirra nánustu og leiðbeinendur á sumr-
in, fyrst til að setja niður kartöflur, sá fræjum og gróðursetja grænmet-
isplöntur, síðan til að vökva og fylgjast með vextinum, hlúa að ræktuninni
og reyta illgresi. Þarna komast börnin í bein tengsl við móður náttúru og
njóta útiveru í ýmsum veðrum. Sól skín í heiði og líflegt er í skólagörðun-
um í Litla Skerjafirði daginn sem Fréttablaðsfólk rennir þar við. - gun
Emilía Rán Benediktsdóttir, átta ára, er
önnum kafin þegar ljósmyndari heilsar
upp á hana.
Sólrún Ásta Reynisdóttir og Marta
Alexandra Jamesdóttir eru tíu ára bekkj-
arsystur sem hjálpast að við að vökva
grænmetisgarðinn sinn.
Tengsl við móður náttúru
Ástrós Lena Ægisdóttir fær Margréti Steinþórsdóttur, vinkonu sína úr Melaskólanum,
til að hjálpa sér að planta. Ástrós segir ekki skyldu að vera í skólagörðunum en hún
geri það uppskerunnar vegna.
Ísabella Ýrr Hallgrímsdóttir og Senía Guðmundsdóttir eru með hundinn Blossa með
sér. Þær eru að reyta illgresið áður en þær stinga upp beðið og eru sammála Stefáni
ljósmyndara um að það sé leiðinlegasta verkið í matjurtaræktinni. „Því arfinn kemur
aftur og aftur.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Emilía Rán Benediktsdóttir, átta ára,
hefur aldrei fyrr gróðursett plöntu en
ber sig þó að eins og alvön, eftir að
Elísabet Davíðsdóttir aðstoðarstúlka
hefur sýnt henni handtökin.
Gott er að miða ökuferðina við lúr
barnsins til að komast lengra áleiðis.
●AFTUR FISKAR Í VESTURBÆJARLAUG Nýtt fiskabúr verð-
ur tekið í notkun í Vesturbæjarlaug í dag. Þá geta gestir sundlaug-
arinnar aftur notið framandi fiska en árum saman stóð fiskabúr
í anddyri sundlaugarinnar, hannað af Gísla Halldórssyni arki-
tekt árið 1965. Það búr var tekið niður á níunda áratugnum
en eftir söfnun sem Vináttufélag Vesturbæjar
stóð að hefur nú aftur verið sett upp fiskabúr í
anddyrinu. Safnað var í samskotabauka í and-
dyri laugarinnar og víðar í Vesturbænum og
var hápunktur söfnunarinnar fjölskylduhátíð
með útitónleikum sem haldin var í laug-
inni í sumarlok 2009. Hönnuður búrsins að
þessu sinni eru Bjarki Gunnar Halldórsson
arkitekt, Margrét Leifsdóttir arkitekt og Sigurður Gunnarsson verkfræð-
ingur. Aðstandendur söfnunarinnar, sem og forsvarsmenn Vesturbæjar-
laugar, bjóða alla velkomna á vígsluathöfnina í dag klukkan 17.30.
Litlir og lúnir ferðalangar
● HREYFING OG HEILBRIGÐI Í FYRIRRÚMI Ungmennafé-
lag Akureyrar, UFA, og KEA standa fyrir Akureyrarhlaupi KEA næstkom-
andi laugardag og verður ræst af stað klukkan 10 árdegis. Að þessu sinni
verða nýjar leiðir farnar og áhersla
lögð á að gera hlaupið sem þægi-
legast fyrir alla þátttakendur, en
hægt er að velja um hálfmara þon,
tíu kílómetra hlaup og loks 2,5
kílómetra skemmtiskokk. Akur-
eyrarhlaup er fyrir alla, stóra sem
smáa, unga sem aldna, íþrótta-
fólk og almenning. Átak býður
þátttakendum í heita pottinn
eftir hlaupið til að slaka á og láta
þreytuna líða úr kroppnum. Allir
þátttakendur fá þátttökupening
og eiga möguleika á útdráttar-
verðlaunum. Nánar á www.akur-
eyrarhlaup.is.