Fréttablaðið - 23.06.2010, Síða 28

Fréttablaðið - 23.06.2010, Síða 28
 23. JÚNÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● sumar og börn ● BÓKINA Í BÍLINN Eitt af því sem ekki má gleymast í sumarbústaðaferðina eða tjald- útileguna eru bækur fyrir smá- fólkið, ef veðrið skyldi nú verða leiðinlegt. Í bókinni Með á nótunum er að finna bæði íslenskar þulur og söngtexta og einnig nótur. Bókin er skemmtilega mynd- skreytt og neðst á blaðsíðun- um eru leiðbeiningar um leiki og hreyfingar með þulunum. Hrafnhildur Sigurðardóttir tók saman en Sigríður Ásdís Jónsdóttir sá um myndskreyt- ingar. Yngstu ferðalangarnir gætu skemmt sér við að fletta í gegnum Ökuferð Mikka mús og félaga. Bókin er harðspjalda og með litlum gluggum til að opna og gægjast á bak við. Ef barnið er vanafast á sömu söguna fyrir háttinn er mikilvægt að sú saga gleymist örugglega ekki þegar verið er að pakka niður til ferðarinnar. Námskeiðið er hægt að greiða með léttgreiðslum til þriggja mánaða. Námskeiðið hefst 28. júní en þú getur byrjað núna! ● HÚSDÝRAGARÐUR Í INNRI NJARÐVÍK Kálf- ar, lömb, kiðlingar, landnáms- hænur, geitur og kanínur eru á meðal íbúa í litlum húsdýra- garði, Landnámsgarðinum, sem var opnaður við Víkingaheima í Innri-Njarðvík í síðasta mánuði í tilefni af barnahátíð í Reykjanes- bæ. Þar er vel tekið á móti gest- um, einkum yngstu kynslóðinni, s em gefst þarna gott færi á ná- vist við dýrin. Garðurinn verður opinn fram á haust, en fram að því verður hann hafður opinn alla daga frá klukkan 9 til 17.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.