Fréttablaðið - 23.06.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 23.06.2010, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 23. júní 2010 17 Eftir hið margumtalaða efna-hagshrun hér á landi tekur við tími gerjunar. Gerjun er óvissa, eitthvað er að fæðast sem ekki er ljóst hvað úr verður. Slíkir tímar eru spennandi, stundum fálm- kenndir en góðar hugmyndir koma gjarnan fram sem hægt er að byggja á. Menn þreifa sig áfram og þessi gerjunartími hjá okkur ætti að vera öllum tækifæri til að end- urmeta vinnubrögð og leyfa nýjum hugmyndum að njóta sín. Líka að ræða í þaula það sem hefur verið nefnt til umbóta en ekki enn kruf- ið nægjanlega. Þegar boðað hefur verið til stjórnlagaþings sem setja á lýð- veldinu nýja stjórnarskrá, þyrfti almenn umræða að verða í sam- félaginu um það hvernig hún eigi að vera. Hugmynd er um þjóðfund þúsund manna sem taki efni varð- andi þingið til umræðu og leggi tillögur inn á stjórnlagaþingið. Þessi fundur á því að verða nokk- urs konar kögunarhóll þaðan sem útsýn á að vera til allra átta. Hér hefur verið þingræði frá 1904 þegar við fengum ráðherra sem sat á Alþingi og bar ábyrgð gerða sinna gagnvart því. Á síðustu ára- tugum hefur vald ráðherra yfir þinginu keyrt úr hófi fram svo að það jafnvægi sem á að vera með löggjafarvaldi og framkvæmdar- valdi er gengið úr skorðum. Þingið hefur orðið þing ráðherranna, sem láta semja næstum öll frumvörpin og þingmannafrumvörpum fækk- ar stöðugt. Vald ríkisstjórnar yfir þingi kemur mjög í veg fyrir samvinnu þingmanna þvert á flokka. Öll þessi skipting í stjórn og stjórnar- andstöðu er úreld í mörgum málum þó að hún hverfi aldrei enda hug- myndir um hvert stefna beri allt- af ólíkar að einhverju leyti, einnig hagsmunir. Sameiginlegt verkefni þingsins er að setja lög og Alþingi ætti að koma að því eins og best er á góðum vinnustöðum: með sam- vinnu þeirra sem vinna að verk- efninu. Hið lága mat almennings á Alþingi er áreiðanlega mikið til komið vegna þess að þar er ekki unnið eins og á almennum vinnu- stöðum. Síðasta dæmið var að hrúga inn frumvörpum í þinglok sem geta ekki komið á dagskrá og ríkisstjórn skuldar þjóðinni skýr- ingar á slíku háttalagi. Á hvaða vinnustað þætti það sæmandi að biðja starfsmenn að leysa verkefni á nokkrum dögum rétt fyrir sum- arhlé en sem tæki minnst mánuð að leysa? Hvernig á þá að velja ríkisstjórn verði hún ekki til úr þingmönnum upp úr kosningum? Hugsa má sér að hún verði kosin sérstaklega til fjögurra ára og sæti ekki á Alþingi. Hópur manna kemur sér saman um stefnuskrá og býður sig fram til ríkisstjórnar á þeim grundvelli. Þeir bæru því ábyrgð gerða sinna gagnvart kjósendum og reyndar Alþingi líka þar sem ríkisstjórn á að framkvæma lögin. Þeir skiptu með sér verkum og veldu forsætis- ráðherra úr sínum röðum. Þá væri eðlilegt að tíu af hverjum hundrað kjósendum gætu krafist þjóðarat- kvæðis um stjórnina litu þeir svo á að ríkisstjórn hefði ekki framfylgt stefnu sinni í veigamiklum málum. Þetta virðist eðlilegra og betur í samræmi við óskir fólks um nýtt Ísland en ef aðeins forsætisráð- herra yrði kosinn sérstaklega og hann veldi síðan ráðherra án kosn- inga. Væri þessi leið farin hlyti hún að breyta verulega stöðu forseta Íslands. Hann hefði ekki lengur hlutverk við myndun ríkisstjórn- ar. Þar sem embættið virðist hafa glatað þeirri mynd í huga þjóðar- innar að vera sameiningartákn kæmi vel til greina að Alþingi veldi forseta. Tími gerjunar Stjórnskipan Haukur Sigurðsson sagnfræðingur Hið lága mat almennings á Alþingi er áreiðanlega mikið til komið vegna þess að þar er ekki unnið eins og á almennum vinnustöðum. Síðasta dæmið var að hrúga inn frumvörp- um í þinglok sem geta ekki komið á dagskrá og ríkisstjórn skuldar þjóð- inni skýringar á slíku háttalagi. Opinn fyrirlestur á vegum Alþjóðamálastofnunar, hagfræðideildar Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins, fimmtudaginn 24. júní frá kl. 12 til 13 í sal 105 á Háskólatorgi. Jagdish Bhagwati er prófessor í hagfræði við Columbiu háskóla í New York í Bandaríkjunum og sérfræðingur hjá Council on Foreign Relations. Hann hefur starfað við ráðgjöf um árabil, m.a. fyrir GATT, fyrir Sameinuðu þjóðirnar á sviði alþjóðavæðingar og fyrir Alþjóðaviðskiptastofnunina á sviði stefnumótunar. Hann hefur gefið út rúmlega 300 fræðigreinar ásamt því að ritstýra og skrifa meira en 50 bækur. Að auki skrifar Bhagwati reglulega greinar í virt tímarit eins og The New York Times, The Wall Street Journal og The Financial Times. Bhagwati er einn virtasti fræðimaður heims á sínu sviði en hann hefur hlotið mikið lof fyrir skrif sín um alþjóðavæðingu og frjáls viðskipti. Jagdish Bhagwati, prófessor við Columbiu háskóla í Bandaríkjunum AFTER COPENHAGEN: DESIGNING THE CLIMATE CHANGE TREATY OPINN FYRIRLESTUR Fyrirlesturinn sem fram fer á ensku er öllum opinn. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, stjórnar fundi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.