Fréttablaðið - 23.06.2010, Page 36

Fréttablaðið - 23.06.2010, Page 36
20 23. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott Plató er mér hugleikinn þessa dagana. Líklegast eru það vangaveltur Össur- ar og fleiri um þjóðstjórn sem snúa huga mínum að þessum manni sem vakinn og sofinn velti því fyrir sér hvers konar stjórnarfar færi breyskri mannskepnunni best. Plató reyndi eftir megni að fá vitr- inga til að stjórna ríkjum en án árangurs. Hvorki gekk að fá vitringa til að snúa sér að pólitík né að koma vitinu fyrir pólitík- usa. ÉG velti því fyrir mér hvað Plató segði ef hann gengi aftur og kæmist að því að lýðræði væri niðurstaða þróuðustu ríkj- anna eftir allt þeirra stjórnarbrölt. Það er nefnilega alls ekki fullkomið eins og mýmörg dæmi frá Austurvelli sanna. Til dæmis eru flestir stjórnmálamenn uppteknari af kjörþokka sínum en ábyrgð og þjóðarhagsmunum, jafn- vel á viðsjárverðustu tímum. ÞÓTT nóg sé af slíkum dæmum frá Austurvelli ætla ég að taka til atburðarás frá spænska þinginu sem sýnir vel þennan lýð- ræðiskvilla. Mariano Rajoy, formaður Lýð- flokksins, fer fyrir stjórnarandstöðunni hér á Spáni. Fyrir all- nokkrum mánuðum lagði hann hart að José Luis Rodríguez Zapatero forsætisráðherra að taka upp niðurskurðarhnífinn því blik- ur væru á lofti í efnahagsmálum landsins. Zapatero taldi slíkt óhæfu mikla. EFTIR ófarir Grikkja hvöttu evrópskir ráðamenn forsætisráðherra Spánar einnig til að munda niðurskurðarhnífinn svo Spán- verjar þyrftu ekki að koma með biðilsbux- urnar niður um sig til Brussel. Og nú þegar stjórnin fer í þessar nauðsynlegu aðgerð- ir hleypur Rajoy um allar koppagrundir og auglýsir andstyggð sína á öllu saman. Kjósendur bera ekki allir toppstykki Platós á herðum og virðast ætla að launa Rajoy tvískinnunginn með meira fylgi en nokkru sinni. Í stað þess að leggjast á árar með löndum sínum þegar þjóðarskútan er í brot- sjó hneigjast stjórnmálamenn frekar til þess að nýta sér neyðarástandið til að auka á vinsældir sínar. Þær verða þó einskis virði ef fleyið kemst ekki í var. AFTURGENGINN Plató yrði örugglega ánægður með hvað mannkynið væri orðið þróað á ýmsum sviðum. Við sendum bræð- ur okkar til tunglsins og út um víðan geim. Ég get líka læst fararskjóta mínum á 20 metra færi og talað við kunningja minn hinumegin á hnettinum. En mikið agalega yrði hann vonsvikinn með það hversu hægt gengur að fá vitringa við stjórnvölinn. Hugsuðir fást ekki í pólitík Dæs Lappirnar hennar eru að drepa mig Vúps Hvað er þetta? Mér sýnist þetta vera boxernærbuxur með kóktappa- munstri. Fortíðin Á ég að bera fyrir þig bæk- urnar? Ertu viss? Nútíðin Á ég að bera fyrir þig skóla- töskuna? Ertu tryggður? Ég elska að lesa! Ég læri áhugaverðar stað- reyndir og get ferðast í huganum hvert sem ímyndunarafl höfund- arins fer með mig! Svo er þetta frábært auka- áhugamál þegar það er ekkert í sjónvarpinu. Dóttin mín, Hollywood-spek- ingurinn. VILTU eintak? 10. hver vinnur! SENDU SMS SKEYTIÐ EST ST6 Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ STRUMPANA Á DVD! BYRJAÐU AÐSAFNA STRUMPUNUMSTRAX Í DAG. www.strumpar.is Vinningar afhendir í ELKO Lindum. 199 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.