Fréttablaðið - 23.06.2010, Síða 37

Fréttablaðið - 23.06.2010, Síða 37
MIÐVIKUDAGUR 23. júní 2010 21 Leikarinn Orlando Bloom og ofur- fyrirsætan Miranda Kerr hafa opinberað trúlofun sína. Þetta stað- festir talsmaður parsins en sögu- sagnir um trúlofun hafa sveimað í kringum þau í dágóðan tíma. Bloom og Kerr eru búin að vera saman í þrjú ár en hafa aldrei viljað tala um samband sitt opinberlega. Fjöl- skylda Kerr, sem er frá Nýja-Sjá- landi, mun vera yfir sig ánægð með ráðahaginn en engin dagsetn- ing hefur verið staðfest fyrir brúð- kaupið. Bloom er þekktastur fyrir hlutverk sitt í myndunum Pirates of the Caribbean og Lord of the rings en Kerr hefur getið sér gott orð í fyrirsætubransanum. Orlando trúlofaður TRÚLOFUÐ Orlando Bloom mun nýlega hafa beðið um hönd ofurfyrirsætunnar Miröndu Kerr. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY LEONARDO DI CAPRIO Fer með hlutverk J. Edgars Hoover í nýrri mynd sem Clint Eastwood leikstýrir. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Russel Brand og Katy Perry fara ekki hefðbundnar leið- ir við val á fötum fyrir hjóna- vígsluna. Parið er nú í óða önn að skipuleggja brúðkaupið sitt og með aðstoð frá búningahönn- uði Lady Gaga hafa þau hannað giftingarfötin sín. Parið ætlar að vera í níðþröngum latex-búning- um í stíl þegar gengið verður inn kirkjugólfið. „Þau eru bæði með frábæran húmor og eru miklir aðdáend- ur Lady Gaga. Þetta brúðkaup verður svo sannarlega öðruvísi,“ sagði vinur parsins. Gifta sig í Gaga-latexi VILLT Katy Perry og Russell Brand fara ekki hefðbundnar leiðir. Samkvæmt ýmsum tímaritum í Bretlandi á Sadie Frost, fyrrverandi eiginkona leikarans Jude Law, að hafa bannað Siennu Miller að vera of mikið í kring- um börn sín eftir að sú síðarnefnda létt klippa dóttur Frosts án leyfis frá foreldrum barnsins. „Sadie er reið yfir ýmsu og þá sérstaklega að Sienna hafi látið klippa hár dóttur hennar án leyfis. Sienna er byrjuð að skipuleggja brúðkaup sitt og Judes og hefur gert ýmsar ráðstafanir hvað börnin varðar og Sadie er mjög ósátt við það,“ var haft eftir ónefnd- um fjölskylduvini. Vinurinn sagði jafnframt að Frost hafi bannað Miller að sækja danssýningu hjá níu ára gamalli dóttur sinni. „Jude vildi hafa Siennu með sér á sýninguna en Sadie var búin að fá nóg og tók það ekki í mál. Sadie er frábær móðir, en hún er búin að fá nóg af því að Sienna sé í mömmuleik með börnin sín,“ sagði vinurinn. Vill Siennu burtu ÓSÁTT Hönnuðurinn Sadie Frost vill ekki að Sienna Miller komi nálægt börnum sínum og leikarans Jude Law. NORDICPHOTOS/GETTY Leikarinn Leonardo DiCaprio hefur tekið að sér að leika stofn- anda bandarísku leyniþjónust- unnar FBI, J. Edgar Hoover, í mynd sem byggð verður á ævi hans. Leikstjóri myndarinnar er Clint Eastwood en þetta er í fyrsta sinn sem þeir tveir vinna saman. Handritshöfundur mynd- arinnar er sá hinn sami og skrif- aði handritið að kvikmyndinni Milk, Dustin Lance Black, og hlaut Óskarsverðlaun fyrir. Hoover var mjög umdeildur karakter og beðið hefur verið eftir myndinni með eftirvænt- ingu enda er talið að ævisaga hans sé efni í góða Hollywood- mynd. Hann var forstjóri FBI í 48 ár og var með puttann á púlsin- um á flestöllu því sem gerðist í Bandaríkjunum á þeim tíma. Leikur FBI-stjóra

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.