Fréttablaðið - 23.06.2010, Side 39

Fréttablaðið - 23.06.2010, Side 39
MIÐVIKUDAGUR 23. júní 2010 23 Rapparinn Poetrix hefur gefið út nýtt lag sem ber nafnið Gredda. Lagið mun fara í spilun á útvarps- stöðvum landsins á næstu dögum. Rúm tvö ár eru síðan rapparinn gaf út lagið Vegurinn til glötunar í samvinnu við Bubba Morthens. „Poetrix er búinn að liggja í dvala og bíða eftir innblæstri. Finna það sem rímaði best við sig. Það fann hann í kjallara á hóruhúsi í hausnum á sér,“ segir rapparinn. Spurður um hvað lagið fjallar svarar hann að það sé tilraun hans til að lýsa sýndarveruleikanum sem verður til í miðbæ Reykjavík- ur „Það verður til annar veruleiki niðri í bæ um helgar. Venjulegt fólk breytist í vampírur þar sem dögun- in er þeirra versti óvinur. Því lífið er ljót tík þegar þú vaknar daginn eftir og sérð hana í birtunni.“ Ný plata er í bígerð hjá Poetr- ix og hefur hann fengið elítu tón- listarbransans með sér í lið. Þeir Ómar Guðjónsson gítarleikari, Jakob Smári Magnússon bassaleik- ari, Einar Scheving trommuleikari og Bergþór Smári gítarleikari slá taktinn á nýju plötunni. „Platan hljómar eins og fönkí maníu depressíf-sjúklingur sem ætlar að bjarga heiminum en er of veikur fyrir konunum sem hann hittir á leiðinni. Hljómsveitin er fær um að búa til takt sem fær fólk til að kinka kolli taktfast í svefni og þangað til í næsta lífi,“ segir Poetrix að lokum. - áp Sýndarveruleiki næturlífsins í nýju lagi SKRAUTLEGUR Poetrix hefur gefið út nýtt lag sem ber nafnið Gredda. MYND/MARINO Þitt tækifæri! Lacetti Station árgerð 2010 Verð aðeins kr. 2.690.000.- kr. 2.143.000.- án vsk Station bíll á fráb æru verði Framleiddir í mar s 2010 Ríkulegur staðalb únaður Gæðabíll í 3 ára á byrgð! Bílabúð Benna er 35 ára og þú færð að njóta þess. Vegna hagstæðra samninga við Chevrolet, í tengslum við magnkaup fyrir bílaleigur, getum við boðið nokkur eintök af glænýjum Chevrolet Lacetti Station á afmælisafslætti. Hér er um að ræða einstaklega rúmgóðan og ríkulega búinn gæðabíl að öllu leyti, m.a. álfelgum, langbogum, loftkælingu o.fl, o.fl. Og að sjálfsögðu með 3ja ára ábyrgð. Þetta er þitt tækifæri til að eignast stór-góðan bíl á verði smábíls – fyrir sumarfrí. Bílabúð Benna - Chevrolet sýningarsalur - Tangarhöfða 8-12 - Reykjavík - sími 590 2000 - www.benni.is / Spesbílar - Njarðarbraut 9 Reykjanesbæ - sími 420 3300 - www.spesbilar.is / Bílasalan Ós - Óseyri 5 - 603 Akureyri - sími 462 1430 - www.osbilar.is Stofnað 1975 1.990 kr. 2.490 kr. Aðdáendur True Blood takið eftir! Fyrsta bókin um Sookie Stack- house Dauð þar til dimmir er nú á sérstöku tilboði fyrir óseðjandi vampíruaðdáendur. Sögur Charlaine Harris um gengilbeinuna Sookie hafa vermt efstu sæti vinsældarlista um allan heim. Hinir feykivinsælu þættir „True Blood“ sem sýndir eru á Stöð 2 byggja á bókum Harris. „Bitastæð í sumarfríið!“ 1.990 kr. 2.490 kr.Tilb o ð g ild ir f rá 2 3 . jú n í t il 5 . jú lí A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft…

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.