Fréttablaðið - 23.06.2010, Qupperneq 40
24 23. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
Sóknarleikur Keflvíkinga í sumar hefur ekki verið burðugur. Aðeins átta
mörk í átta leikjum staðreynd en góð vörn hefur skilað liðinu í efsta sæti
Pepsi-deildarinnar ásamt Val og Fram. Þeir sakna líklega Hauks Inga
Guðnasonar sem spilaði tuttugu leiki í fyrra en hann er enn og aftur
meiddur á hné. Hann hefur ekkert spilað með Keflavík í sumar.
„Þetta blessaða hné kemur í veg fyrir að ég nái að fylgja eftir
tímabilinu frá því í fyrra. Ég var orðinn bjartsýnn á það,“ sagði
Haukur sem hefur átt í vandræðum með hnéð í nokkur ár.
„Þetta er sama hnéð og alltaf. Ég er með beinmar í hnénu
en það er ekki endilega tengt hinum vandamálunum. Ég
meiddist um miðjan febrúar og fór í smá aðgerð. Ég
þurfti að hvíla í þrjá mánuði og er núna búinn að því,
þá taka við æfingar,“ sagði Haukur sem reyndi að æfa
fyrir mótið.
„Það gekk ekki upp. Ég er nýbyrjaður að æfa aftur en
þeir sem hafa lent í þessu segja mér að þetta geti tekið
langan tíma, maður verður bara að vona það besta. Maður
má heldur ekki byrja of fljótt.“
Haukur Ingi er þó vongóður um að hann nái að koma sér aftur í
form og neitar að leggja skóna á hilluna. Hann spilaði fimmtán
leiki með Fylki 2008, þrettán leiki 2007 og ellefu leiki 2006.
„Margir furða sig á því af hverju ég er ekki hættur. Það er bara
af því að í þessi stuttu skipti sem maður nær að spila þá er það
svo gaman og gefur mér virkilega mikið. Vonandi sér fyrir endann
á þessu. Ég er með gott fólk í kringum mig sem vinnur með mér
að þessu. Meðan ég á möguleika á því að spila aftur gefst ég
ekki upp,“ sagði Haukur.
Hann segir að áherslubreytingar í leikstíl
Keflvíkinga eftir að Willum Þór Þórsson tók
við þýði að fínslípun liðsins taki tíma. „Ég hef
ekki áhyggjur af þessu markaleysi. Helsti styrk-
leikinn okkar í fyrra var sóknin en vörnin var til vandræða. Nú er hún
orðin mjög góð og við þurfum bara að finna rétta blöndu í okkar leik,”
sagði Haukur sem vonast til að verða góður í seinni umferð deildarinnar.
HAUKUR INGI GUÐNASON: ENN Í VANDRÆÐUM MEÐ HNÉÐ Á SÉR EFTIR ÁRALANGA BARÁTTU
Margir furða sig á því af hverju ég er ekki hættur
> VISA-bikarinn á fullt í kvöld
16-liða úrslit VISA-bikars karla hefjast í kvöld með
fimm leikjum. Tvö lið úr 1. deildinni fá lið úr Pepsi-
deildinni í heimsókn. Fjölnismenn taka á móti KR
og Víkingur tekur á móti Val. Þar mætir Helgi
Sigurðsson sínum gömlu félögum. Fjölnir
féll úr efstu deild í fyrra og tapaði þá báðum
leikjunum gegn KR, 2-1. Stjörnumenn eiga
erfiða ferð fyrir höndum á Torfnesvöll þar
sem það mætir BÍ/Bolungarvík sem er í öðru
sæti 2. deildar. Það verða tveir 1. deildarslagir
í kvöld, á Akranesi þar sem ÍA tekur á móti
Þrótti og í Ólafsvík þar sem Fjarðabyggð
verður í heimsókn.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Sparaðu með Miele
Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur
Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop
Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending
Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í yfir hundrað ár.
Miele þvottavélar og þurrkarar eru framleidd til að endast.
FÓTBOLTI Ísland og Frakkland
mætast í úrslitaleik á menningar-
nótt um laust sæti í umspili HM.
Ísland þarf að vinna leikinn 3-0 en
á meðan möguleikinn er til staðar
er enn von. Ísland vann Króatíu 3-
0 í gær.
Íslenska landsliðið hefur nú leik-
ið níu leiki á Laugardalsvelli undir
stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfs-
sonar, unnið þá alla og markatal-
an er 43-0. Liðið hefur semsagt
ekki fengið á sig mark í þessum
níu leikjum.
Fyrri hálfleikur var einstefna að
Laugardalshöllinni. Íslenska liðið
hélt boltanum lengst af og skapaði
tólf færi. Tveimur þeirra lauk með
marki. Áður en Hólmfríður Magn-
úsdóttir skoraði eftir frábæran
einleik skallaði hún í stöngina.
Dóra María skaut í slá en
Hólmfríður tvöfaldaði forystuna
skömmu fyrir hálfleik. Eftir langa
sendingu fram tók hún boltann af
varnarmanni og skoraði. Þjálfari
liðsins trylltist, grýtti vatnsflösku
í jörðina og húðskammaði dómar-
ann alla leið inn í klefa í hálfleik.
Aðrir þjálfarar klöppuðu einnig
kaldhæðnislega fyrir dómaranum
á meðan hún gekk framhjá þeim.
Staðan 2-0 í hálfleik.
Seinni hálfleikurinn var svip-
aður, hann byrjaði með skalla frá
Söru í slána, hún skaut einnig í
slána síðar í hálfleiknum, og yfir-
burðirnir héldu áfram.
Það var viðeigandi að Katrín
Jónsdóttir skyldi skora í sínum
100. landsleik. Frábær árangur
hennar með landsliðinu og viðeig-
andi að skora í leik sem hægt er að
tileinka henni.
Leikurinn fjaraði út og þrátt
fyrir mikla yfirburði skoraði
Ísland ekki meira. Þrátt fyrir að
ólíklegt sé að markatalan muni
skipta máli, sem gerist aðeins ef
Ísland vinnur Frakkland 2-0, hefði
íslenska liðið átt að skora meira,
bæði í gær og gegn Norður-Írum
á laugardaginn.
„Ég er mjög ánægður með hvern-
ig leikmenn leystu þetta verkefni
af hendi,“ sagði Sigurður Ragnar
Eyjólfsson landsliðsþjálfari eftir
leik. „Við spiluðum góðan leik,
héldum markinu hreinu og gáfum
ekki færi á okkur. Við vorum pínu
óheppnar að skora ekki fleiri mörk
því við sköpuðum nóg af færum.“
Úrslitasendingar brugðust að
mati Sigurðar. „Þetta er eitthvað
sem við verðum að vinna með
áfram og bæta okkur í. Sóknarlega
þurfum við að gera betur og skora
fleiri mörk. Við fáum ekki svona
mörg færi í leiknum gegn Frökk-
um,“ sagði Sigurður. - hþh, egm
Lygilegar í Laugardalnum
Ísland vann öruggan 3-0 sigur á Króatíu í gær. Það hefur nú unnið alla níu leik-
ina undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar á Laugardalsvelli með markatöl-
una 43-0. Katrín Jónsdóttir skoraði í sínum 100. leik með íslenska landsliðinu.
HÓLMFRÍÐUR MEÐ TVÖ Leikmenn íslenska landsliðsins fagna öðru tveggja marka
Hólmfríðar Magnúsdóttur í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Katrín Jónsdóttir var
ánægð með að skora í sínum hundr-
aðasta leik en hún segist ekki hafa
stefnt neitt sérstaklega á það fyrir
leikinn að setja mark. „Ég hugsaði
bara út í það að ég ætlaði að spila
góðan leik og við ættum að vinna
þetta,“ sagði Katrín með bros á vör
eftir leikinn.
„Það var mikið gert úr því að
þetta væri hundraðasti leikur
minn en það sem skipti máli var
að þetta var sigur og ég er ótrú-
lega glöð með að það tókst.“
Katrín sleppti því að vera í bol
innanundir landsliðstreyjunni með
tölunni 100 en fyrir leik fékk hún
blómvönd frá KSÍ. „Það er rosa
flott en mér leið mjög kjánalega
í þessari afhendingu. Mér fannst
ég vera eins og fífl þegar ég horfði
upp í stúku,“ sagði Katrín og hló.
„Það er rosa gaman að vera búin
að vera svona lengi í þessu og sjá
allar þessar breytingar sem hafa
átt sér stað.“
Katrín er sammála því að mörk-
in hefðu átt að vera fleiri í gær.
„Það er jákvætt að við sköpuðum
okkur færi en það er jákvætt að
við héldum hreinu. Ég man ekki
hvenær við fengum síðast á okkur
mark á Laugardalsvelli.
„Næsti leikur er gegn Frakk-
landi og við verðum að eiga topp-
leik til að vinna hann. Við vitum
það alveg. Það er allt hægt í fót-
bolta og höfum trú á að við getum
unnið þann leik 3-0.“ - egm
Katrín Jónsdóttir skoraði í sínum hundraðasta landsleik:
Fannst ég vera eins og fífl
FYRIRLIÐINN HEIÐRAÐUR Katrín Jónsdóttir lék sinn 100. landsleik í gær og var heiðr-
uð fyrir leikinn gegn Króatíu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI