Samtíðin - 01.11.1971, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.11.1971, Blaðsíða 7
9. blað 38. árg, IMr. 377 IXIóvember 1971 SAMTIÐIN HEIIUILISBLAÐ TIL SKEfyHVITUIMAR OG FRÓÐLEIKS SAMTÍÐIN kemur út múnaðarlega nema í janúar og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: SigurSur Skúlason, Reykjavík, simi 12526, pósthólf 472. AfgreiSslusími 18985. ÁrgjaldiS 25Ó kr. (erlendis 300 kr.), greiSist fyrirfram. Áskriftir miSast viS áramót. Áskriftum og áskriftargjöldum veitt móttaka i Bókaverzlun Isafoldar, Austurstræti 8. — FélagsprentsmiSjan hf. Miklu lengri æska, ef við viljum MANNSÆVFNA má mæla á tvennan liátt: í árum og eftir heilsu fólks og starfsorku. Fyrra sjónarmiðið þokar nú óðum fyrir hinu síðara, enda talið ólífrænt og úrelt, nema hvað mann- töl og afmælistilstand snertir. Vísindamenn víða nm lönd leg-gja nú kapp á að lengja æsku manna, heilsu þeirra og' starfsorku, ogr eru Tékkar forg-öng:imienn i þeim efnum. Hér skulu tilfærð nokkur atriði, sem talin eru mikilvæg til heilsuverndar og: varðveizlu þreks og mann- dóms. Ef menn hreyfa sig: nægilegíi og' stunda lík- amsrækt, er unnt að varðveita æsku sina 15 ár- um lengur en ella myndi. Menn bxia að því alla ævi, ef þeir hafa stundað íþróttir á unga aldri. Áður en kynþroska er náð, er lítill munur á lík- amsorku karla og kvenna, en úr því vex körluni fiskur um lirygg. Eru vakar (hormónar) þeirra þar að verki, en þroskastig mannsins af völdum þeirra má lengja með því að iðka líkamsrækt. Líkamsorka karla er mest frá tvftugu til fer- tugs. Konur liafa öðlazt fullan líkamsþrótt 17 ára og halda honmn yfirleitt, óskertum um 10 árum lengur en karlmenn, eða fram að fimmtugu. Gerðar hafa verið mn 5 ára skeið vísindaleg- ar athuganir á áhrifum íþrótta og útivistar á 1000 menn á aldrinum 60-90 ára. Þeim var skipt í þrjá hópa: 1. Þá, sem iðkað höfðu íþróttir um 15 ára skeið í æsku og reynt að stirðna ekki eftir það; 2. þá, sem ekki höfðu iðkað íþróttir, en voru mikið úti við, gengu talsvert og tóku óspart hendinni til lieima lijá sér; 3. þá, sem aldrei höfðu iðkað íþróttir og voru værukærir kyrrsetumenn. Niðurstöður rannsóknanna leiddu í ljós, að ekki var teljandi munur á 1. og 2. hópnum. Hins vegar voru kyrrsetimiennirnir í 3. hópnum miklu verr farnir en hinir. Mælingar þær og tilraunir, sem á þeim voru gerðar, sýndu, að frá líffræðilegu sjónarmiði voru þeir 15 árum eldri en jafnaldrar þeirra að áratölu í hinum flokkunum. Notuð voru alls konar tæki til að mæla styrkleik einstakra vöðva, samverkandi vöðva og vöðvastyrkleik líkamans í heil'd. Blóð- rannsóknir fóru fram, mæld var starfsgeta hjartans og öndunarfæranna og líkamsþróttur bæði á venjulegu sundi og eins þegar synt var í kafi. Hér var því engan veginn um lauslegar ályktanir að ræða, heldur strangvísindalegt mat. f Ijós kom, að þeir menn, sem iðkað höfðu í- þróttir eða liaft mikla hreyfingu úti við, „göngugarparnir“, áttu miklu auðveldara með öndun en kyrrsetumennirnir. Skrifstofumenn reyndust ilia farnir, og kom í ljós, að störf þeirra eru óholl og valda hrörnun um aldur fram. Gerðar voru tilraimir til að hressa þá við með sérstökum líkamsæfingnm, sem miðaðar voru við aldur þeirra og orku. Svo illa reyndust þessir kyrrsetumenn farnir, að eftir hálfs ann- ars árs æfingar voru þeir ekkert betur á vegi staddir en samstarfsmenn þeirra, sem Iátnir voru afskiptalausir. Þótti þá heldur óvænlega horfa, en auðvitað tjáði ekki að leggja árar í bát. Eftir þrjú ár var aftur gerður samanburð- ur, og kom þá gleðilegur árangur í ljós. Þeir, sem þjálfunar höfðu notið, voru nú orðnir stór- um starfhæfari en áður. Þeir þreyttust nú síð- ur, og líðan þeiiTa var miklu beti-i en óþjálf- uðu starfsmannanna.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.