Samtíðin - 01.11.1971, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.11.1971, Blaðsíða 11
SAMTlÐIN 7 spennuna á andlitinu í stað þess að herpa það einhvers staðar. Bezta vörnin gegn slapandi húð og hrukkum er heilsuvernd: hollt mataræði, hreint loft, sólhöð, næg hreyfing, nógur svefn, hvíld og hugarró. Ef blóðrás okkar er of hæg, losnar blóðið ekki við eiturefnin, sem safnast í það og orsaka m. a. magnleysi og þreytu. Af þessu orsakast lasleiki. Hann dregur úr heil- brigðu starfi líkamans, og hvað húðinni viðvíkur, dvínar starf fitukirtlanna, en húðvefirnir þorna og skrælna. Ef þeir fá ekki rétta næringu, missir húðin teygjuna, hörundið hcrpist saman og hrukkur mynd- ast, hvað sem aldri okkar líður. Þetta er oft sjálfskaparvíti, er stafar af kæruleysi og þekkingarskorti á heilsuvernd. Jafnframt liollu mataræði og lifnaðar- háttum má styrkja og fegra hörundið á ýmsan liátt með hreinsunarefnum, smyrsl- um o. s. frv. Þegar þú hefur þvegið þér í framan úr volgu vatni með mildri sápu, er ágætt að væta svamp í köldu vatni og döggva hörundið með honum á víxl, t. d. við eyrnasneplana. Það örvar blóðrásina um allt andlitið. Láttu svampinn liggja andartak á augunum til að hvila þau, og kældu síðan með honum liörundið á and- litinu, hálsinum og hnakkanum. Eftir að þú hefur þurrkað það, skaltu örva það með hressivökva (skin tonic). Síðan er dagkrcmið borið á það. + Varalitun MARGAR konur nota tvenns konar varalit samtímis. Fvrst mála þær varirnar með dökkum lit, en mála því næst yfir hann með Íjósum. Nú segja snyrtisérfræð- ingar Helenar Rubinstein, að við eigum að mála hvora vör með sérstökum lit, ljósari og dekkri eftir lögun munnsins. Takmarkalaus hamingja Ó. E. skrifar: Eg er 20 ára og hef í rúmt ár verið ástfangin í manni, sem er 50 ára gamall. Nýlega sagðist hann líka elska mig, og þá varð ég svo hamingjusöm, að ég get ekki lýst því með orðum. Þegar ég trúði foreldrum mínum fyrir þessu, urðu þeir vægast sagt óttaslegnir. Pabbi benti mér á, að þessi maður hefði tvisvar verið giftur og að eftir 20 ár yrði liann sjö- tugur, en ég ekki nema fertug. Þá varð ég ákaflega hrygg, og nú leita ég til þín, Freyja mín, eins og svo margir aðrir, og spyr þig: Hvað á ég að gera? SVAR: Takmarkalaus liamingja er það fágæt, að ég tel óráðlegt að láta hana sér úr greipum ganga. Auk þess er unnusti þinn enn á hezta aldri og á að minnsta kosti 20 ágæt ár fram undan, cf hann lifir við fulla heilsu. 70 ár cru í dag ekki hærri aldur, hvað útlit og lífsorku snertir, en 50 ár voru talin áður fyrr, ef ekki lægri. Ég mundi giftast þessiun manni í þínum spor- um. Vill fá hann aftur B. skrifar: Eftir unaðsleg kynni í meir en ár vildi pilturinn minn endilega, að við hættum að liittast og kynntumst nýj- um félögum til að prófa, hve ást okkar væri heit, eins og hann komst að orði. Hann sagðist svo ætla að koma aftur til mín eftir mánuð og lofaði því hátíðlega, af því hann sagðist elska mig. Nú eru liðnir þrír mánuðir, síðan hann sagði þetta, og hann er ókominn enn! Og það, sem verra er: Hann cr alltaf með sömu stúlkunni síðan. Ég er 16 ára, og hann er 18 ára, og ég þjáist af að fá hann ekki aftur. Hvað á ég að gera? SVAR: Mér finnst þetta mjög leiðinlegt þín vegna, og ég held, að pilturinn þinn hal’i sýnt þér óheilindi. Ég mundi hiklaust snúa baki við honum í þínum sporum, af því ég held, að ekkert vit sé í að trevsta honum. Dokaðu við og fylgstu með því,

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.