Samtíðin - 01.11.1971, Blaðsíða 18
14
SAMTlÐIN
en var rétt búin að missa þær, svo mjög brá
henni í brún, þegar Bradley vatt sér skyndi-
lega inn um eldhúsdyrnar.
„AUÐVITAÐ hafði ráðskonan ekki ætlað
sér að ráða Shreiner af dögum“, sagði Brad-
ley seinna við Forbes. „Hún læddist aftan
að honum inn um garðdyrnar og hefur senni-
lega haldið, að hún gæti slegið hann í óvit
og náð þannig í perlurnar. Ef hún hefði slegið
hann nógu fast, hefði hann varla grunað,
hver sló hann niður, og þá hefði hann lifað
tilræðið af.
Nú vildi svo til, að hann skall á stand-
lampann, og síðan komst þú ráðskonunni á
óvart, Forbes, þegar þú barðir á götudyra-
hurðina. Auðvitað grunaði hana ekki, að lög-
reglan væri þarna á ferðinni, en þó hún vissi,
að Shreiner væri dauður, vildi hún engu síður
bjarga perlunum. Svo rak hún upp hræðslu-
óp, eins og hún hefði þá fyrst verið að rekast
á líkið og læddi perlunum um leið niður í
mjólkurkönnuna. Þetta gerðist rétt áður en
þú komst inn um garðdyrnar".
Forbes kinkaði kolli, en eitt var það samt,
sem hann skildi ekki enn til hlítar. „Hvernig
vissirðu, Bradley, hvar perlurnar voru? Gaztu
þér þess bara til?“
„Já, að nokkru leyti“, svaraði Bradley. „En
grunur minn vaknaði, þegar konan varð svo
áköf í að fara með mjólkurkönnuna fram
í eldhúsið. Þá tók ég könnuna upp og hallaði
henni dálítið. Mjólkin hafði staðið í henni
síðan skömmu eftir hádegið, en samt var eng-
inn vottur af rjómarönd við yfirborð hennar.
Röndin var hins vegar dálítið neðar í könn-
unni, og af því var ljóst, að eitthvað lá niðri
á botninum . . .“
Þorirðu virkilega a& giftast honum
Sigurði eftir attt það, sem mahur hefur
heyrt um hann?“
,,Já, það hlýtur að vera óhætt, því hann
hugsar aðeins um giftar konur.“
UNDUR - AFREK
i
+ Stærsta seglskip, sem smíðað hefur ver-
ið, var France II (5.806 brúttó lestir). Því
var hleypt af stokkunum í Bordeaux árið
1911. Skipið var úr stáli með 5 siglutrjám
og var 112.15 m langt. í því voru 2 diesel-
vélar. Skipið fór í brotajárn árið 1922.
t Lengstu langferðabílar í heiminum eru
18.28 m á lengd. Það eru Super Golden Eagles
vagnarnir, sem Continental Trailways í Dallas
í Bandaríkjunum notar til mannflutninga.
Bíll af þessari gerð er með 63 sætum og kost-
ar 64.400 dollara. Þessir bílar eru smíðaðir
hjá Karl Kassbohrer Fahrzeugswerke í Ulm
í Vestur-Þýzkalandi. Bíll af þessari gerð veg-
ur fullfermdur 20 lestir, en ekur samt 112
km á klst.
^ Dýrasta mótorhjól, sem smíðað er í
heiminum, er Harley-Davidson FLHFB El-
ectra Glide. Það er smíðað í Bandaríkjunum
og er mikið notað af amerísku umferðarlög-
reglunni. Hjólið vegur 289 kg og er selt í
Evrópu á um það bil 200.000 ísl. kr.
+ Mannskæðasta styrjöld, sem háð hefur
verið, er 2. heimsstyrjöldin svo nefnda. Hún
stóð frá 1939 til 1945. Samkvæmt útreikn-
ingum, sem gerðir hafa verið í Vatíkaninu,
létu þá samtals um 22.060.000 menn lífið.
Átti þar hlut að máli fólk frá því nær öllum
löndum, bæði hermenn og aðrir. Ótaldar eru
34.300.000 manna, sem særðust í styrjöldinni,
svo að samtals mun tala fallinna og særðra
hafa numið að áliti Vatíkansmanna 56.360.000.
Sá er ljóður á þessum útreikningum, að tölur
vantaði frá Sovét-Rússlandi. Af þeim þykir
mega ráða, að Rússar hafi misst um 25.000.000
manna af völdum stríðsins og hungurs þess,
er það hafði í för með sér. Þrátt fyrir þau
ósköp mun mega lækka heildartöluna hér að
framan um 2 milljónir.
NÝ VERZLUN - NÝ ÞJDNUSTA
Smíðum skartgripi eftir hugmyndum yðar.
GULL og SILFUR LAUGAVEGI 35 - 5ÍMI ZG62G