Samtíðin - 01.11.1971, Síða 31

Samtíðin - 01.11.1971, Síða 31
SAMTlÐIN 27 Japanar byggja neðanjarðarborgir BANDARlKJAMENN eru frægir fyrir að hafa reist háhýsi eða svonefnda skýja- kljúfa í stórborgum sínum. Bygging þeirra er tilraun til að nýta rándýrar lóðir sem bezt og sporna jafnframt við hóflausri þenslu horganna út um allar jarðir. Nú eru Japanar í óða önn að leysa þéttbýlis- eða þrengslavandamál sín með því að reisa verzlunarhverfi neðan jarðar í stórljorgum sínum. I höfuðhorginni, Tokíó, eru þeir nýbúnir að byg'gja svonefnt Yaesu-verzl- unarhverfi undir torginu framan við nýju aðaljárnbrautarstöðina, og hefur sú fram- kvæmd vakið athygli skipulagsfræðinga um heim allan. Japanar eru forgangsþjóð í ýmsum verk- legum framkvæmdum, enda harðduglegir og samhentir. Þeir hafa á skömmum tíma byggt verzlanahverfi neðan jarðar í flest- um milljónaborgum sínum. Hið fyrsta var fullgert i Osaka árið 1963. Það reyndist svo vinsæl framkvæmd, að aðrar borgir gerðu slíkt hið sama. Nú hafa verið hyggð einna, tveggja og þriggja hæða búðahverfi neðan jarðar í Osaka, Nagoya, Yokohama og Tokíó. Ef eitthvað er að veðri, eins og oft er í Japan, þarf fjöldi fólks ekki leng- ur að fara út undir bert loft, þó að það eigi erindi i búðir. í þessum neðanjarðar-búðahverfum er ágæt loftræsting. Þar ríkir kyrrð og ró, og fólk getur gengið þar um óáreitt af bílaumferð og menguðu andrúmslofti. Framkvæmum fljótt og vel: SKÖ-, GUMMl- og SKÓLATÖSKU- VIÐGERÐIR. Skóverkstæði HAFÞÖRS, GarSastrœti 13 (inngangur úr Fischerssundi). Þarna eru allir óhultir fyrir umferðarslys- um, lausir við rigningu, snjókomu og hvassviðri að vetrarlagi og steikjandi sól- arhita að sumarlagi. Yaesu-búðahverfið í Tokíó er 40.000 fermetrar að flatarmáh. Þar eru 350 verzlanir, en auk þeirra marg- ir litlir veitingastaðir og matstofur. Gatan eftir hverfinu er 20 m breið. Þar er bjart á daginn, og þeir 500.000 viðskiptavinir, sem verzla þarna daglega, njóta þar þægi- legrar, lágværrar tónlistar, sem ómar um hverfið. Uppi á torginu sjást engin önnur merki um verzlunarhverfið undir því en nokkrir smekklegir loftræstingarturnar, eins kon- ar reykháfar. Niðri í búðahverfinu eru sjálfvirk slökkvitæki og brunaboðar auk slökkvistöðvar til frekara öryggis, ef eldur skyldi verða þar laus. Þegar þetta var ritað, var verið að lcggja jarðgöng mikil undir búðahverfinu, 3 hæðir niðri í jörðinni. Eftir þeim verður lögð akbraut milli járnbrautarstöðvarinn- ar og l'lugvallar borgarinnar. I sambandi við þessa bílabraut verður bílatorg 2 hæðir niðri í jörðunni, en þangað ganga lyftur og rennistigar. Með þessum nýstárlegu framkvæmdum og geysimiklum viðbótarframkvæmdum neðan jarðar ætla Japanar að leitast við að ráða bót á þrengslunum í stórborgum sínum. Þeir eiga ekki annars kost. — Endumýjum gömlu sængurnar — — Seljum sængur og kodda — DIIN- OG FIÐURHREINSUNIN Vat.nsstíg 3 — Sími 18740

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.