Samtíðin - 01.11.1971, Blaðsíða 14
10
SAMTlÐIN
iuálari
hins iðandi mannlífs
ÞAÐ var í listasafni vestur í Bandaríkjun-
um fyrir rúmlega 20 árum, að íslenzkur
ferðamaður stóð eins og bergnuminn and-
spænis einni af dansmeyjamyndum Edgars
Degas. Allt annað, sem fyrir augu gestsins
bar þarna í sölum safnsins þennan fagra júní-
dag, er nú hulið mistri gleymskunnar. En
þessi eina mynd stendur honum enn jafn-
lifandi fyrir hugskotssjónum og þá. Honum
er oft sem hann sjái svifléttar listdansmeyj-
arnar stíga fram úr léreftinu og breyta sí-
gildri tónlist í háttbundnar hreyfingar alit
að því ójarðneskrar listtjáningar.
Höfundur þessarar myndar, Edgar-Hilaire-
Germain de Gas (Degas) fæddist í París 19.
júlí 1834. Faðir hans var efnaður bankamaður
af franskri aðalsætt, en móðir hans var frá
New Orleans, af kreólsku bergi brotin. Hún
varð skammlíf, en faðir piltsins, sem unni
tónlist og myndlist, sá um, að hann nyti skóla-
menntunar og kynntist sígildri list.
Degas teiknaði og málaði frá barnæsku og
gerði aðeins hlé á þeirri iðju, meðan hann
stundaði lögfræðinám. Uppruni hans og að-
staða í lífinu kom í veg fyrir uppreisn hug-
arins á yngri árum. í stað þess var hann þaul-
sætinn í Louvre og öðrum listasöfnum og
málaði þar af nákvæmni og aðdáun myndir
eftir sígildum listaverkum viðurkenndra
meistara. Mest hreifst hann af myndum eftir
Ingres, og naut síðar tilsagnar eins af nem-
endum hans, Louis Lamothe. En þar kom , að
Deffas tók að nema af lífinu sjálfu eins og
allflestir skólagengnir menn, enda þótt sumir
þeirra revnist þar því miður tornæmari en
á skólabekkiunum, sér og öðrum til tjóns, ef
þeim eru falin mikil trúnaðarstörf.
f hinu margháttaða iðandi mannlífi Parísar
skvnjaði Degas fjölda heillandi viðfangsefna.
Þet.ta siónarsvið var þá enn lítt numið land
af hálfu listmálara. Eftir nokkra dvöl hjá
móðurfólki sínu vestur í New Orleans hvarf
Degas árið 1873 heim til Parísar og dvaldist
þar síðan lengst af. Hann hreifst mjög af
borginni eins og flestir, sem þar eru fæddir
og uppaldir. Þar skynjaði hann lífið og til-
veruna með afburða glöggskyggni og ljúf-
sárri ástríðu listamannsins. Meðan impress-
jónistarnir, sem Degas hafði löngum aðhyllzt,
fengust aðallega við að mála landslag, tók
hann að mála Parísarfólkið í starfi, leik og
hvíldarstöðu. Athygli hans beindist fyrst að
tilveru yfirstéttarfólksins, sem hann var
kunnugastur, en síðan að hestum og knöpum
á skeiðbrautunum, listdansmeyjum, söngfólki
óperunnar, söngmeyjum skemmtistaðanna,
sölu'konum, saumastúlkum og þvottakonum
við störf í tízkuverzlunum höfuðborgarinnar.
Þannig þokaðist hið listræna landnám yfir-
stéttarmálarans smám saman ofan úr hágöng-
um mannlegrar tilveru niður til vinnustöðva
hinna óbreyttu borgara, alla leið ofan í gleði-
dal samkvæmilífsins. í glímunni við þessi
margháttuðu verkefni beindist áhugi lista-
mannsins æ meir að byggingu, hreyfingum
og viðbrögðum mannslíkamans. Athuganir
hans á því sviði voru með öðrum hætti en
þá .gerðist og þóttu því æði nýstárlegar. Birt-
ust afleiðingar þeirra mjög í myndum list-
málarans, en við bættust áhrif af japanskri
myndlist, sem Degas hafði kynnt sér rækilega.
Tókst honum að hagnýta sér ýmis listform
þaðan í myndum sínum. Enn kom það til, að
hann beitti mjög nýstárlegum tækniaðferðum
í meðferð lita. Með öllu þessu skóp hann list-
ræn áhrif, er menn höfðu ekki fyrr átt að
venjast.
Var það furða, þó að íslenzki leikmaðurinn
yrði fyrir listrænni opinberun frammi fyrir
mynd þessa franska meistara, málaðri á
blómaskeiði hans? Degas hafði með nokkrum
hætti bjargað sál sinni með því að stíga ofan
úr fílabeinsturni akademisku lærdómsviðj-
anna niður til fólksins og afla sér viðfangs-
efna úr striti þess, leik, sorg og gleði. Mynd
hans af dansmeyjunum í ameríska listasafn-
inu virtist við fyrstu sýn hafa orðið til af
sjálfu sér, vera einungis trú endursDeglun af
listdanstúlkun, sem er að leitast við að verða
fullburða bak við tjöldin. Hvaða leikmann