Fréttablaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 56
28 10. júlí 2010 LAUGARDAGUR Önnum kafinn almannatengill Almannatengill er starfsheiti sem hefur rutt sér til rúms allra síðustu árin. Talið er að starfandi almannatenglar á Íslandi séu vel yfir þrjú hundruð en félagar í Almannatengslafélagi Íslands vinna margvísleg störf, oft með mismunandi starfsheitum – svo sem upplýsingafulltrúar, ráðgjafar og jú, almannatenglar. Andrés Jónsson er einn þeirra sem starfar sem slíkur, á sérstakri almanna- tengslastofu, og hefur í nægu að snúast alla daga en Andrés er jafnframt formaður Almannatengslafélagsins. MYNDBROT ÚR DEGI | Fimmtudaginn 8. júlí | Myndir teknar á Canon EOS 1000D 1 Mín indæla samstarfskona, Herdís Ósk Helgadóttir, er venjulega fyrsta manneskjan sem ég tala við á morgnana. Oft hringi ég í hana úr bílnum á leiðinni í vinnuna. En þarna erum við að fá okkur morg-unkaffið fyrir fund. 2 Hér er ég kominn á fund með framkvæmdastjóra Forlagsins, Agli Erni Jóhannssyni. Við vorum að ræða bók sem ég er með í smíðum og sem kemur vonandi út á þessu ári. 3 Í hádeginu var ég búinn að mæla mér mót við vinkonu mína, hana Svanhvíti Friðriksdóttur, á Naut-hóli í Nauthólsvík. Við Svana höfum unnið saman við almannatengsl, en líka við þáttagerð á Ríkis-útvarpinu þegar við vorum táningar. 4 Næst var það fundur með einum af skjólstæðingum Góðra samskipta. Jón Viggó Gunnarsson, fram-kvæmdastjóri gagnaversins Thor Data Center, var með dóttur sína með sér á fundinum. 5 Ég held úti vikulegum spjallþætti um Evrópumál á Útvarpi Sögu í félagi við þá Frosta Sigurjónsson og Egil Jóhannsson. Ég var einn á vaktinni þennan fimmtudaginn en gestur minn var Ragnar Arnalds, fyrrverandi alþingismaður. Ragnar átti einmitt afmæli þennan dag. 6 Kötturinn minn hann Rasmussen fékk svo sinn daglega skammt af rækjum um kvöldið. Rasmussen er einn mesti rækjuunnandi sem ég þekki. Svo margt gerðist þennan dag að ég náði ekki að festa allt á filmu. Má þar nefna leynilegan fund um stofnun nýs fyrirtækis og tvo ameríska puttalinga sem ég tók upp í bílinn á Sæbrautinni. REYKJAVÍK Fiskislóð 1 Sími 580 8500 mánud.–föstud. 10–18 Laugard. 10–16 ellingsen.is COLUMBIA M TRAIL TRIP-jakki Verð 27.990 kr. COLUMBIA PEARL-peysa Verð 19.900 kr. COLEMAN XL S RIDGE-jakki Verð 36.990 kr. DEVOLD ACTIVE Bolur. Verð 9.490 kr. Buxur. Verð 8.990 kr. COLUMBIA MS RIDGE-buxur Verð 19.990 kr. COLUMBIA XL S RIDGE Verð 17.990 kr. Það er sama þótt hann blási
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.