Fréttablaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 4
4 10. júlí 2010 LAUGARDAGUR
Vilja ekki lengja
hringveginn
FLJÓTDALSHÉRAÐ Bæjarstjórn Fljóts-
dalshéraðs segir að þjóðveg eitt eigi ávalt
að skilgreina sem stystu leið milli landshluta
og ekki eigi að slaka þar á öryggiskröfum.
Bæjarstjórnin hafnar þar með ályktun bæjar-
ráðs Fjarðabyggðar um að Hringvegur 1 verði
framvegis skilgreindur um Suðurfjarðaveg og
Fagradal. Héraðsbúar segjast þó sammála
bæjarráði Fjarðabyggðar um að góður vegur
um Fagradal og heilsársþjónusta á honum
sé mjög mikilvægt fyrir samgöngur á Mið-
Austurlandi og að gerð Fáskrúðsfjarðarganga
og lagning samfellds bundins slitlags á
Suðurfjarðaveg hafi verið góð samgöngubót.
„Það á þó ekki að koma í veg fyrir að önnur
byggðarlög á Austurlandi og hinn almenni
ferðamaður geti notið sambærilegra sam-
göngubóta og styttingu vegalengda,“ segir
bæjarstjórnin og skora á samgönguyfirvöld
að vinna áfram að uppbyggingu á þjóð-
veginum um Skriðdal og Breiðdalsheiði og
vegabótum á Axarvegi.
Kátt í Kjós
KJÓS Á Laugardaginn kemur fer fram
hátíðin „Kátt í Kjós“ í fjórða sinn. Að
því er segir á kjos.is vilja Kjósverjar gefa
öllum tækifæri á að koma í heimsókn
og skoða sveitina og það sem falleg
náttúran og íbúar hafa upp á að bjóða.
Markmiðið sé meðal annars að vekja
athygli á atvinnustarfsemi í Kjósinni.
Meðal annars verður sveitamarkaður,
húsdýrasýning, gamlar heimildarmyndir
verða sýndar og frítt verður að veiða
í Meðalfellsvatni. Sömuleiðis verður
frítt í golf í Hvammsvík og afsláttur af
veiðileyfum þar. Þá verður hægt að
kynna sér lífrænan landbúnað og taka
þátt í Íslandsmeistaramótinu Poulsen í
heyrúlluskreytingum.
Umhverfis landið
Nýja sundlaugin molnar
HOFSÓS Nýja sundlaugin á Hofsósi, sem fjármögnuð
var af Lilju Pálmadóttur og Steinunni Jónsdóttur, er
talsvert gölluð, að því er Sigurjón Þórðarson, áheyrnar-
fulltrúi í byggðaráði Skagafjarðar, segir. Á síðasta fundi
byggðaráðsins sagði Sigurjón að á þeim skamma tíma
sem sundlaugin hafi verið opin hafi komið í ljós ýmsir
gallar. Meðal annars séu blöndunartæki biluð, kantar á
veggjum farnir að molna og hurðir og innréttingar þoli
illa raka. „Ég hef orðið þess áskynja að margir hafa hug
á að leggja leið sína í rómaða sundlaug og er miður ef
að við þeim tekur nýtt mannvirki, sem augljóslega þarf
að sníða af ákveðna ágalla,“ sagði Sigurjón í greinar-
gerð og byggðaráð lagði áherslu á að úrbótum yrði
hraðað.
Ráðuneyti ógildir ákvörðun
um vegstæði
MÝRDALSHREPPUR Ákvörðun sem sveitarstjórn
Mýrdalshrepps tók um nýtt vegstæði þjóðvegar eitt í
gegn um Vík hefur verið ógilduð af samönguráðuneyt-
inu. Ástæðan er vanhæfi eins sveitarstjórnarfulltrúans
sem tók þátt í afgreiðslu málsins. Það er Þórhildur
Jónsdóttir sem á jarðirnar Ketilstaði I og II. Veglínan
liggur meðal annars um þessar jarðir. Talsverðar deilur
hafa verið um það hvar nýtt vegstæði eigi að vera.
Hópskóli lagður niður
GRINDAVÍK Bæjarráð Grindavíkur hefur ákveðið að leggja
niður stofnunina Hópsskóla og færa alla starfsemi skólans undir
Grunnskóla Grindavíkur. Að því er kemur fram á vef bæjarins
er þó áfram gert ráð fyrir að yngstu bekkjunum verði kennt í
húsnæði Hópsskóla. Skólastjóranum þar verður sagt upp en
aðrir starfsmenn halda áfram. Meirihluti bæjarráðs segir að
beinn sparnaður af þessu verði 7,7 milljónir króna. „Ljóst er að
leita þarf allra leiða til að skera niður í bæjarfélaginu og það er
markmið meirihlutans að sá niðurskurður bitni sem minnst á
grunnþjónustu til bæjarbúa,“ segir á grindavik.is.
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
29°
35°
36°
25°
37°
33°
27°
27°
24°
27°
25°
29°
35°
24°
34°
23°
24°Á MORGUN
Hæg norðaustlæg
eða breytileg átt.
MÁNUDAGUR
Hæg suðlæg átt.
10
10
11
12
12
12
12
13
14
8
12
3
7
5
3
2
2
3
4
7
3
5
14
13
13
12 12 12
12
12
12
11
SKIN OG SKÚRIR
Bjartast verður
norðvestantil á
landinu í dag en
um sunnanvert
land má búast við
rigningu með köfl -
um. Á morgun létt-
ir heldur til syðra
en þá eru líkur á
vætu austanlands.
Vindur verður
áfram mjög hægur
og hitinn svipaður.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
DANMÖRK Danir hafa miklu minni
áhuga á því að verða stjórnendur
en fólk í öðrum löndum, samkvæmt
niðurstöðum nýrrar rannsóknar.
Alþjóðlega vinnumiðlunin Rand-
stad lét gera rannsóknina og var hún
gerð í 25 löndum. Hún leiddi í ljós
að aðeins fjögur prósent danskra
launþega sögðust stefna að því að
fá stöðuhækkun, en 68 prósent sögð-
ust ekki hafa neinn áhuga á því. Töl-
urnar voru aðeins hærri í Noregi og
Svíþjóð, en í þessum þremur lönd-
um hafði fólk langminnstan áhuga
á stöðuhækkunum.
Fulltrúar Randstad í Danmörku
hafa sagt líklegar útskýringar á
þessu vera að Skandinavar séu yfir-
leitt með hærri laun og í öruggari
vinnu en aðrar þjóðir. Þeir hafi því
ekki sömu þörf fyrir stöðuhækkun
og fólk í löndum þar sem eru lægri
laun, meira atvinnuleysi og verra
velferðarkerfi.
Samtök launþega í Danmörku
hafa þó lýst yfir áhyggjum af þessu
og sagt niðurstöðuna sýna að Danir
séu hræddir við að taka áhættu.
Engin framþróun verði í samfélag-
inu ef allir hugsi með þessum hætti
og ætli bara að fylgja straumnum.
- þeb
Rannsókn sýnir að Skandinavar hafi minnstan áhuga á stöðuhækkunum:
Skandinavar vilja ekki stjórna
KAUPMANNAHÖFN Stærstur hluti Dana
á vinnumarkaði segist engan áhuga hafa
á stöðuhækkunum og stjórnunarstöð-
um. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
VÍNARBORG Bandaríska vélin sem flutti
njósnarana tíu nýlent í Vín.
BANDARÍKIN Bandarísk og rússn-
esk stjórnvöld skiptu í gær á
föngum á flugvellinum í Vínar-
borg í Austurríki. Tíu rússnesk-
ir njósnarar, sem höfðu játað á
sig njósnir í Bandaríkjunum,
voru látnir lausir í skiptum fyrir
fjóra rússneska fanga sem höfðu
verið dæmdir fyrir njósnir í þágu
Bandaríkjanna.
Flugvélum, annarri frá Rúss-
landi og hinni frá Bandaríkjun-
um, var lagt hlið við hlið á flug-
vellinum um hádegisbil í gær.
Síðan var skipt á fólki og flugvél-
arnar hófu sig á loft.
Rússar og Bandaríkjamenn:
Njósnaraskipti
á flugvelli
SVISS Flugvél sem aðeins not-
ast við sólarorku var flogið í 26
klukkustundir og lenti í Sviss í
gærmorgun. Um var að ræða til-
raunaflug sem reyndist lengsta
flug sólarorkuflugvélar.
Vélin náði rúmum 28 þúsund
fetum, sem er einnig hæsta hæð
sem sólarorkuvél hefur náð. Hún
flaug líka alla nóttina en það
hefur slík vél aldrei gert áður.
Sólarorkunni var safnað á raf-
geyma yfir daginn svo hún ent-
ist yfir nóttina þegar engin sól
skein. munum. - þeb
Flaug í 26 klukkustundir:
Tímamót í flugi
sólarorkuvéla
DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs-
aldri hefur verið dæmdur í níu
mánaða fangelsi, þar af sex mán-
uði á skilorði, fyrir að stinga
annan mann með dúkahnífi í lærið
og skera framan af fingrinum á
honum. Maðurinn fékk djúpan sex
sentimetra langan skurð á lærið.
Atvikið átti sér stað í apríl 2009.
Fórnarlambið hafði frumkvæði að
því að mennirnir hittust á tiltekn-
um stað í Reykjavík til að ræða
deilumál. Ekki bar þeim saman
fyrir dómi um hvað ágreiningur
þeirra snerist en um var að ræða
skuldamál. Árásarmaðurinn var
dæmdur til að greiða hinum 200
þúsund krónur í skaðabætur.
- jss
Hnífamaður í fangelsi:
Skar framan af
fingri manns
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is
GENGIÐ 09.07.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
201,7072
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
124,25 124,85
188,53 189,45
157,35 158,23
21,102 21,226
19,499 19,613
16,565 16,663
1,403 1,4112
185,82 186,92
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR