Fréttablaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 64
36 10. júlí 2010 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is OKKUR LANGAR Í … DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA SARA MCMAHON Naglalakk í öllum regnbogans litum. Vor- og sumarlínan 2010 frá Chanel þótti einstaklega fal- leg. Litapallíettan var bein- hvít og ljós í bland við svart og voru flíkurnar úr léttum efnum á borð við blúndur. Línan var meistaraleg blanda af klassískri rómantík og nútíma hátísku. > ILMURINN ER SVO LOKKANDI „Kona sem ekki notar ilmvatn á sér enga framtíð.“ Þessi fleygu orð komu frá tískudrottningunni Coco Chanel sem vildi meina að kona væri ekki kona með konum nema kona ilmaði vel. Mikið úrval af sumarlegum ilmi hefur komið á markað undanfarið en sé maður ekki sérlega hrifinn af ilmvatni er hægt að nota „body spray“ í staðinn. Geggjaðan hlébarða- mynstraðan samfesting fyrir sumarfríið. Fæst í Warehouse í Kringlunni. Skemmtilegan blúndubol sem hressir upp á hvaða klæðnað sem er. Fæst í versluninni Sautján. Ég rakst á heldur athyglisverða grein á netinu um daginn sem bar yfirskriftina „How to become a model“ og er stuttur leiðarvísir fyrir ungar stúlkur sem vilja gerast fyrirsætur. Í upphafi greinarinnar er tekið fram að erfitt sé að gerast fyrirsæta því maður sé annaðhvort fæddur með rétta útlitið eða ekki. Sértu á annað borð fædd með útlit fyrirsætu eru miklar líkur á því að þú hafir þegar verið uppgötvuð. Samkvæmt fyrrnefndri grein skulu fyrirsætur vera um 180 senti- metrar á hæð, nota stærð sex og vera á aldrinum fjórtán til tut- tugu ára. Fáar stúlkur uppfylla þessar útlitskröfur iðnaðarins en samkvæmt greininni er ekki aðeins nóg að uppfylla kröfurnar um hæð og aldur heldur þurfa stúlkurn- ar einnig að vera sterkar, ákveðnar og sjálfsörugg- ar ætli þær að ná langt í hinum harða heimi tísk- unnar. Stúlkurnar þurfa einnig að flytja búferlum og koma sér fyrir í New York, París eða Mílanó ætli þær sér að starfa sem fyrirsætur. „Þú þarft að hafa sterkan karakter. Margar stúlkur finna fyrir miklu óöryggi í fyrstu. Þær eru langt frá fjölskyldu sinni og vinum og fá fá verkefni til að byrja með. Við reynum að styðja þær í gegnum þennan erfiða tíma, en við komum auð- vitað ekki í stað fjölskyldunnar,“ sagði einn umboðs- maður á vegum Elite-skrifstofunnar í París. Auk þess þurfa stúlkurnar að hafa aðlaðandi persónuleika og myndast vel eigi þær að geta bókað verkefni. Af þessari grein að dæma er það ekki á allra færi að verða fyrirsæta, þó maður hafi útlitið með sér þarf margt annað að fylgja með. Því má gera ráð fyrir að ofurfyrirsæturnar í dag hafi alla þessa kosti til að bera; þær eru hávaxnar, grannvaxnar, náttúru- lega fallegar, ákveðnar, sjálfstæðar en samt einstak- lega viðkunnanlegar og fótógenískar … sem gerir þær bara enn meira óþolandi en áður. Öflugar fyrirsætur KARL LAGERFELD SLÆR Í GEGN ENN OG AFTUR MEÐ CHANEL: LÉTT OG FALLEG HÁTÍSKA SLAUFUR OG PÍFUR Fallegur gólfsíður kjóll skreyttur með pífum og slaufum. 1 BLÚNDUR OG RÓMANTÍK Fyrirsæta klæðist fallegri blúnduflík frá Chanel. 2 SYKURSÆTT Fallegur svartur blúndukjóll frá Chanel. 3 BARNSLEGA SÆTT Fallegur ljósbleikur dúkkukjóll frá meistara Lagerfeld. NORDICPHOTOS/GETTY HEKLAÐAR DÚLLUR Heklaður kjóll og blómleg handtaska úr vorlínu Chanel. BLEIK OG FRAMANDI Fyrirsæta klæðist nokkuð sérstakri yfirhöfn sem virðist búin til úr blómum. 1 2 3 Allir helstu HM leikirnir í beinni á karoeke sportbar Frakkastíg 8. Skemmtilegar uppákomur á milli leikja og Stór á 450 kr. Egils gull og Kareoke sportbar - alvöru HM stemmning ! Egils Gull og Kareoke Sportbar kynna:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.