Fréttablaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 58
30 10. júlí 2010 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is Flugmódelafélagið Þytur fagnar fjöru- tíu ára afmæli sínu um þessar mund- ir og af því tilefni verður flugsýning á Tungubakkaflugvelli í Mosfellsbæ í dag. „Sex flugáhugamenn stofnuðu Þyt á sínum tíma, árið 1970. Þetta voru þeir Einar Páll Einarsson, Einar Pálsson, Þorgeir L. Árnason, Hörður Hjálmars- son, Pétur Filippusson og Jón V. Péturs- son,“ segir Steinþór Agnarsson, formað- ur flugmódelafélagsins Þyts. Steinþór segir að í upphafi hafi verið flogið upp á Sandskeiði. Seinna var flutt á Geirsnef. „Síðan varð allt vaðandi í hundum þar þannig að menn urðu að flýja þaðan. Þá vorum við svo heppnir að Hafnarfjarðarbær tók vel í að útvega pláss fyrir flugmódel.“ Að sögn Steinþórs hjálpuðust menn að við að græða upp landið undir aðstöð- una á gömlu öskuhaugunum í Hafnar- firði. Hafist var handa við að byggja völlinn árið 1988. „Þetta er glæsilegur völlur sem því miður verður sjálfsagt að flytja núna því það hefur þrengt að okkur í gegnum árin,“ segir Steinþór sem helst vill halda félaginu í Hafnar- firði. „Já, það er meiningin. Menn eru þó sjálfsagt opnir fyrir öllu. Mér finnst flugmódelin samt setja svolítinn svip á bæjarfélagið því um helgar er fólk að koma hingað upp eftir og horfa á okkur fljúga.“ Steinþór segir flugmódelafélagið Þyt það elsta og stærsta sinnar tegundar á Íslandi í dag. Meðlimir félagsins eru í kringum hundrað talsins. Þeir eru flug- áhugamenn og margir smíða vélar sínar sjálfir. „Það eru nokkrir mjög virkir í félaginu sem smíða og svo eru aðrir sem kaupa tilbúnar vélar. Vélarnar sem verið er að fljúga í dag eru frá smávélum og upp í stórar vélar sem sumar þurfa heil- an sendibíl á milli staða.“ Í tilefni af afmæli Þyts verður flug- sýning á Tungubakkaflugvell í Mos- fellsbæ í dag. „Stærsta númerið á sýn- ingunni er Ali Machinchy. Hann er einn besti flugmódelmaður í heimi og kom hérna fyrir nokkrum árum og sýndi á Akureyri og sló svona rækilega í gegn. Fyrir flugáhugafólk má eiginlega ekki missa af þessu. Þetta verður þvílík skemmtun ef veður og allar aðstæður verða góðar.“ Meðlimir Þyts koma til með að fljúga stórum seinni heimsstyrjaldarvélum. „Það verða alls konar flugvélar þarna, alveg frá fyrra stríðinu og svo upp í nútímavélar,“ segir Steinþór og bætir við að flestar vélarnar séu smíðaðar af meðlimum félagsins. „Þessar listflugvél- ar sem flogið er mest í dag eru smíðað- ar úti. Vélarnar eru fluttar hingað heim og við setjum þær saman og bætum við mótor og öðrum fylgihlutum.“ Sýningin stendur frá klukkan eitt til fjögur. martaf@frettabladid.is FLUGMÓDELAFÉLAGIÐ ÞYTUR: FAGNAR FJÖRUTÍU ÁRA AFMÆLI Módelin setja svip á bæinn ÞRENGIR AÐ ÞYT „Stærsta númerið á sýningunni er Ali Machinchy,“ segir Steinþór Agnarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HELGI BJÖRNSSON, SÖNGVARI OG LEIKARI, ER 52 ÁRA. „Maður er bara eins og sígauni. Hver dagur býður upp á eitthvað nýtt.“ Helgi er einn af þekktari söngv- urum landsins, meðal annars með sveitinni SSSól og hefur líka leikið í fjölda kvikmynda. Hann rekur Leikhússhöll í Berlín og nú er komin út ný plata með honum ásamt sveitinni Reiðmönnum vindanna. Hún nefnist Þú komst í hlaðið. MERKISATBURÐIR 1937 Danskur maður fellur um 70 metra niður í gljúfrið við Dettifoss og lifir af. 1942 Í Laxá í Aðaldal veiðist 36 punda lax. 1948 Hengibrú er vígð á Jökuls- á á Fjöllum. 1970 Ríkisstjórn Jóhanns Haf- stein tekur við völdum. 1980 Greiðslukortaviðskipti hefjast á Íslandi er Kredit- kort hf. gefa út Eurocard- greiðslukort. 1980 Fimmta hrina Kröfluelda hefst. 2009 Hótel Valhöll á Þingvöll- um brennur til kaldra kola. Fjörutíu ár eru í dag frá hinu hörmulega slysi á Þingvöllum þegar Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra, Sigríður Björns- dóttir, kona hans, og Benedikt Vilmundarson, fjögurra ára dóttursonur þeirra, brunnu inni í Ráðherrabústaðnum. Fréttin um það olli mikilli sorg meðal íslensku þjóðarinnar. Bústaðurinn var griðastaður forsætisráðherrahjónanna. Þó höfðu þau einungis ætlað að dvelja þessa einu nótt í honum að þessu sinni því daginn eftir var för þeirra heitið vestur á Snæfellsnes þar sem Bjarni ætlaði að halda ræðu á héraðsmóti. Eldsins í bústaðnum varð vart klukkan hálf tvö um nótt- ina, af hollenskum ferðamönn- um. Þeir bönkuðu á glugga og dyr og reyndu að opna húsið, árangurslaust. Einn þeirra hljóp til Valhallar og lét vita. Örskömmu síðar virtist verða sprenging í húsinu, þakið lyftist upp og eldurinn braust út. Ráðherrabústaðurinn var lengi nefndur konungshúsið. Hann var reistur í tilefni af komu Friðriks konungs áttunda til Íslands 1907. ÞETTA GERÐIST: 10. JÚLÍ 1970 Átakanlegur atburður á Þingvöllum Hjartans þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar elskuðu Huldu Guðbjörnsdóttur hjúkrunarfræðings sem lést á deild 11E LSH sunnudaginn 16. maí. Sigurður Guðmundsson Hrafn Tryggvason Steingrímur Brynleifsson Hrafnhildur Lára Hrafnsdóttir Málfríður, Þórdís og Birna Sigurðardætur, makar og börn Hrafnhildur Helgadóttir Björn Guðbjörnsson Kolbrún Albertsdóttir Hrafnhildur Soffía Guðbjörnsdóttir Kristján Kárason Jóhanna Guðbjörnsdóttir Skúli Guðmundsson Sveinbjörn Dagnýjarson Þorgerður Sigurðardóttir og fjölskyldur. Hjartans þakkir fyrir hlýhug og kveðj- ur vegna andláts og útfarar kærrar frænku okkar Ingibjargar Jónsdóttur Sléttuvegi 11, Reykjavík. Jón Jósefsson Anna Guðrún Jósefsdóttir Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir Jón Ingvar Ragnarsson Guðmundur Ragnarsson Grasagarðurinn heldur upp á íslenska safnadaginn á morgun, sunnudag. Þá verð- ur leiðsögn um garðinn í umsjá Ingunnar Óskars- dóttur garðyrkjufræðings sem snýst meðal annars um að skoða sérstakar sóleyjar, svokallaðar bergsóleyjar. Það eru plöntur af Clematis- ættkvíslinni sem víða er að finna í garðinum. Grasagarðurinn er lifandi safn undir berum himni og í honum eru varðveittar um 5.000 tegundir plantna í níu safndeildum. Mæting í gönguna á morg- un er við aðalinngang Grasa- garðsins klukkan 13. Þátt- taka er ókeypis og öllum heimil. Að henni lokinni verður boðið upp á pipar- mintute. - gun Söfnun sóleyja á safnadaginn BERGSÓLEY Planta af Clematis-ættkvíslinni. MYND/GRASAGARÐURINN Hvalir nefnist handbók sem er nýkomin út hjá Forlaginu. Hún er sú fyrsta sinnar teg- undar hér á landi. Áhugi á hvalaskoðun hefur aukist mjög á undanförnum árum og bókin Hvalir er hugsuð til að mæta vaxandi þörf fyrir aðgengilegt efni um þessar vinsælu skepnur. Hún nýtist í senn við að skoða hvali í náttúrulegu umhverfi sínu og sem almennt upp- flettirit. Þar er fjallað um allar hvalategundir í tempr- uðum og köldum sjó Norð- ur-Atlantshafsins í grein- argóðum texta og einstakar myndir draga fram öll helstu sérkenni dýranna. Bókin skiptist í tvo hluta. Sá fyrri auðveldar notandan- um að þekkja á svipstundu þá hvali sem hann sér og í síðari hlutanum er almenn umfjöllun um hvali og ein- stakar tegundir í hafinu umhverfis okkur. Höfundar bókarinnar eru Jón Baldur Hlíðberg mynd- listarmaður og Sigurður Ægisson textahöfundur en þeir hafa reynslu af skrif- um bóka um íslenska hvali og íslenskar kynjaskepnur. Ný handbók um hvali komin út HVALIR Mikilfengleg spendýr í hafinu sem margir hafa mætur á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.